Innlent

Tíu þúsund gestir á Fullkomið brúðkaup

Úr sýningunni Fullkomið brúðkaup.
Úr sýningunni Fullkomið brúðkaup.

Tíu þúsundasti leikhúsgesturinn sér leikritið Fullkomið brúðkaup annað kvöld og getur svo farið að áður en sýningum lýkur síðar í mánuðinum verði það orðið vinsælasta leikrit í sögu Leikfélags Akureyrar.

Það leikrit sem hefur dregið að flesta leikhúsgesti á Akureyri var uppsetning Leikfélags Akureyrar á My Fair Lady árið 1983. Þá sáu um ellefu þúsund manns leikritið. Nú vantar um þúsund manns upp á að slá það met en Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri og leikhússtjóri gerir sér vonir um að slá það met áður en yfir lýkur. Fullkomið brúðkaup er nú næstvinsælasta leikrit í sögu Leikfélags Akureyrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×