Innlent

Þrír sagðir bjóða í Iceland Express

Viðskiptablaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að þrír fjárfestar hafi skilað inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Express, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni.

KB banki gefur hvorki út fjölda tilboðsgjafa, né hverjir þeir eru eða hversu hátt þeir buðu, en Viðskiptablaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að hæsta boð sé 3,7 milljarðar króna, sem mun vera margfalt það verð, sem fjárfestingafélagið Fons,sem er núverandi eigandi, greiddi fyrir það. Félagið er til sölu þar sem eigendur þess eru orðnir stórir hluthafar í FL Group, en félögin eru í beinni samkeppni.

Samkvæmt heimildarmönnum NFS í fjármálaheiminum er rætt um að ákvörðun British Airways, um að hefja áætlunarflug hingað í mars, og nú síðast að SAS ætli að fara að fljúga á milli Íslands og Noregs, kunni að draga eitthvað úr áhuga fjárfesta á Iceland Express, þegar á hólminn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×