Innlent

Kveikt í sex kirkjum í Alabama

Sex kirkjur brunnu í Alabama-fylki í Bandaríkjunum í nótt og hefur rannsókn verið hafin á því hvort um íkveikjur hafi verið að ræða. Fyrir tíu árum síðan var kveikt í fjölda kirkna þeldökkra í Alabama og víðar en að þessu sinni var kveikt í kirkjum hvítra og þeldökkra söfnuða. Engar upplýsingar hafa verið gefnað um eldsupptök en miklar skemmdir urðu á öllum kirkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×