Fleiri fréttir

Drekadans niður Laugaveginn í dag

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Félag Kínverja á Íslandi efndu til drekadans niður Laugaveginn í dag. Fjöldi manns var í göngunni en gengið var frá Hlemmi og að Ráðhúsi Reykjavíkurborgar þar sem sýndar voru kínverskar bardagalistir og kínverskar leikfimiæfingar.

Laun leikskólakennara hækka um 12 prósent að meðaltali

Laun leikskólakennara hækka að meðaltali um 12 prósent samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi Launanefndar sveitarfélaganna í morgun. Kjör leikskólakennara verða þau sömu og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn fengu í kjarasamningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og Stafsmannafélag Reykjavíkurborgar í desember en launahækkununum verður náð með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum.

5 létu lífið í rútuslysi í Alicante

Að minnsta kosti 5 létu lífið og 30 slösuðust, þar af 7 alvarlega, þegar rúta með hóp eldri kvenna um borð valt á suð-austur Spáni í dag. Slysið var í Alicante-héraði. Konurnar voru á ferðalagi til bæjarins Alcantarilla.

Kjörsókn þokkaleg fyrir norðan

Kjörsókn í sameiningarkosningum á Siglufirði og Ólafsfirði hefur verið með þokkalegasta móti það sem af er degi, að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði. Hann áætlar að um þriðjungur kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn frá því að kjörstaðir voru opnaðir klukkan tíu í morgun en kjörstöðum verður lokað klukkan átta.

Fjórum gíslum hótað lífláti

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband sem sýnir 4 starfsmenn kristilegar samtaka sem eru í haldi mannræningja í Írak. Þeim er hótað lífláti ef bandarískar hersveitir láti ekki íraska fanga lausa.

Lögðu þinghús undir sig

Byssumenn á vegum Fatah-hreyfingarinnar og palestínskar lögreglusveitir tóku völdin í byggingum þings Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gasaströndinni um hádegisbilið í dag. Það varði þó í skamma stund. Vildu þeir vekja athylgi á andúð sinni á Hamas-samtökunum, sem unnu stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í vikunni.

Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta

Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn.

14 lið í snjóskurðarkeppni

14 lið víðsvegar að úr heiminum komu saman í Colorado í Bandaríkjunum í vikunni til að taka þátt í snjóskurðarkeppni sem þar er haldin. Hvert keppnislið fékk 65 klukkustundir til að ljúka við listaverk sem er skorið úr 20 tonna snjóklumpi.

LN heimilar sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara

Launanefnd sveitarfélaganna ákvað á fundi sínum í morgun að heimila sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Gildistími launaviðbótanna er frá upphafi þessa árs til 30. september þegar kjarasamningur Félags leikskólakennara við launanefndina rennur út. Það er því á herðum sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvort og þá hve mikið laun leikskólakennara hækka.

130 einbýlishúsalóðir runnu út

130 einbýlishúsalóðir sem Reykjanesbær auglýsti í vikunni eingöngu til einstaklinga runnu út á tveimur dögum. Mikill uppgangur er í bæjarfélaginu og hefur lóðum fyrir vel á annað þúsund íbúðir verið úthlutað að undanförnu.

350 búnir að kjósa í prófkjöri Framsóknar á hádegi

Góð mæting hefur verið á kjörstað í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík í morgun og voru 350 manns búnir að kjósa á hádegi. Formaður kjörstjórnar segir þetta stóran dag í sögu flokksins en þetta er fyrsta prófkjör Framsóknarflokksins í borginni í sextán ár.

20 ár frá Challenger slysinu

20 ár eru liðin frá því að geimskultan Challenger fórst með sjö áhafnarmeðlimum þegar tilraun til flugtaks mistókst. Sjö geimfarar fórust í slysinu og var geimferðum Bandaríkjamanna frestað um tíma vegna þess.

Vopnahlé verður ekki virt

Spenna magnast meðal Palestínumanna í kjölfar palestínsku þingkosninganna í vikunni. Leiðtogar Hamas-samtakanna, sigurvegara kosninganna, hafa hafnað óskum alþjóðasamfélagsins um að afvopnast og liðsmenn í Hersveit Al-Aqsa píslarvottanna segjast ekki ætla að virða vopnahlé og segja byssukúlum sínum verða beint gegn Ísraelsmönnum og liðsmönnum Fatah.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Opið er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag frá kl. 10-17. Skíðafærið er unnið harðfenni. Veðrið kl. 8 var nánast logn og 3. stiga hiti. Í tilkynningu frá starfsfólki í fjallinu segir að það sé ágætis snjór í Hlíðarfjalli þrátt fyrir hlýtt veðurfar undanfarna daga. Flestar lyftur séu í notkun.

Velti bíl á Þorlákshafnarvegi

Ung kona velti bíl sínum á Þorlákshafnarvegi norðan við Eyrarbakkaveg um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hún meiddist þó ekki alvarlega en var flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún kvartaði undan verkjum í hálsi. Bíllinn sem konan ók er illa farinn og óökufær.

Skipar starfshóp vegna nýrra framhaldsskóla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara og meta fýsileika þeirra kosta sem til staðar eru varðandi byggingu nýrra framhaldsskóla. Fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins að starfshópurinn muni skoða sérstaklega kosti á höfuðborgarsvæðinu og við utanverðan Eyjafjörð.

Segir áhrifahóp vilja ráða hver leiði lista

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamikill hópur innan flokksins vilji ráða því hverjir leiði lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og hafi beitt sér hart í þeim efnum fyrir prófkjör sem fram fer í dag.

Siglfirðingar og Ólafsfirðingar kjósa um sameiningu

Siglfirðingar og Ólafsfirðingar greiða um það atkvæði í dag hvort sameina beri sveitarfélögin, en íbúar beggja sveitarfélaga samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð þann 8. október. Kjörstaðir voru opnaðir nú klukkan tíu og þeir verða opnir til klukkan átta í kvöld.

Framsóknarmenn í Reykjavík ganga til prófkjörs

Framsóknarmenn í Reykjavík velja í dag sex efstu fulltrúa sína á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor með prófkjöri sem fram fer í anddyri Laugardalshallarinnar. Það hefst nú klukkan tíu og lýkur klukkan sex.

Nýtt bóluefni gegn fuglaflensu

Vísindamenn við Háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum segja að þeim hafi tekist að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu sem hægt verði að búa til með hraði. Það bóluefni sem nú er notað er ræktað í frjóvguðum hænueggjum og því tekur framleiðslan margar mánuði.

Fatah-liðar vilja Abbas úr forystusveit

15 þúsund stuðningsmenn Fatah-fylkingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, komu saman í kvöld og kröfuðst afsagnar forystu Fatah vegna þess afhroðs sem fylkingin beið í þingkosningunum í Palestínu í fyrradag. Hamas-samtökin náðu hreinum meirihluta á þingi og hefur verið falið að mynda ríkisstjórn.

Þrír bankar hagnast yfir 100 milljarða

Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri. Samanlagður hagnaður þeirra þriggja stóru banka sem birt hafa afkomutölur sínar í fyrra nemur meira en hundrað milljörðum króna.

Herra Ísland sviptur titlinum

Ólafur Geir Jónsson hefur verið sviptur titlinum Herra Íslands en Ólafur var kosinn Herra Ísland árið 2005. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert.

90 prósent ferðamanna höfðu góða reynslu af Reykjavík

Níu af hverjum tíu erlendu ferðamönnum sem heimsóttu Reykjavík á síðasta sumri voru höfðu góða reynslu af borginni. Þá er sama hlutfall af gestum menningarstofnana borgarinnar ánægður með starfsemi þeirra. Þetta sýna niðurstöður tveggja kannana sem kynntar voru í dag

Kynferðisbrot gegn þroskaheftri stúlku

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í dag fyrir kynferðisbrot gegn sautján ára þroskaheftri stúlku. Héraðsdómur Reykjaness gagnrýnir vinnubrögð og rannsókn lögreglu í málinu og segir hana hafa brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins og mannréttindasáttmála Evrópu.

Biskup misskilur frumvarp

Biskup Íslands virðist misskilja frumvarp ríkisstjórarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra að því er varðar þann hluta þess sem fjallar um tæknifrjóvganir. Ef svo er ekki þá er ekki annað að sjá en að um útúrsnúning sé að ræða að sögn Ragnars Aðalsteinssonar, hæstarréttarlögmanns.

Efnahagsuppbygging á Íslandi einna hröðust í heiminum

Hagvöxtur hér á landi var rúmlega fimm prósent í fyrra, sem er nánast einsdæmi á Vesturlöndum. Hástökkvararnir í hagvexti eru hins vegar risarnir í Asíu, Kína, þar sem hagvöxturinn var níu prósent í fyrra, og Indland þar sem hagvöxturinn var rúm sjö prósent. Ísland er þannig í flokki þeirra landa þar sem efnahagsuppbygging hefur verið einna hröðust í heiminum.

250 ára fæðingarafmæli Mozarts

Bjöllum var hringt í kvöld í Salzburg í Austurríki þar sem fagnað var 250 ára fæðingarafmæli tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. (LUM) Það má segja að Motzart æði hafi farið um heimsbyggðina í dag og fæðingarafmælinu fagnað í helstu borgum heims. Hátíðarhöldin voru þó mest í fæðingarbænum Salzburg. Þar komu fjölmargir tónlistarmenn saman og hylltu meistarann með því að leika hans frægustu verk. Mozart samdi rúmlega 600 tónverk fyrir andlát sitt en hann var aðeins 35 ára þegar hann hvarf yfir móðuna miklu. Hann samdi fyrstu simfóníu sína fyrir 10 ára afmæli sitt og fystu óperuna 12 ára. Hann átti stóran þátt í að breyta óperu-listinni í það sem við þekkjum í dag.

Rau allur

Johannes Rau, fyrrverandi forseti Þýskalands, lést í dag, 75 ára að aldri. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvert banamein hans var en Rau hafði verið heilsuveill síðustu ár.

Umhverfismat gleymdist

Borgin gleymdi umhverfismati fyrir bílastæðahús við tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem rísa á við Reykjavíkurhöfn. Öll viðvörunarljós loga, segja sjálfstæðismenn, og að ekki séu öll kurl komin til grafar enn.

Hamas-liðar og stuðningsmenn Fatah berjast

Til skotbardaga kom milli Hamas-liða og palestínskra öryggissveita á suður hluta Gasa-strandarinnar í kvöld. Fyrstu fréttir herma að þrír hafi særst í átökunum. Fulltrúar öryggissveitanna segj að Hamas-liðarnir hafi skotið á höfðustöðvar þeirra og þeir því svarað í sömu mynt. Fyrr í dag særðust þrír í átökum Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah í Khan Younis. Gríðarleg spenna hefur myndast milli Hams-liða og stuðningsmanna Fatah eftir að hinir fyrrnefndu unnu meirihluta á palestínska þinginu í kosningum í fyrradag.

Eldur í bílum

Tveir eldsvoðar urðu í bílum í kvöld. Rétt fyrir klukkan 20 kviknaði í heyrúllu á vörubíl í Garðabæ. Bíllinn var að koma utan af landi með rúllur á pallinum og í vagni sem var í eftirdragi. Það kviknaði í rúllunni sem var næst bílstjórahúsinu og þurfti að hífa rúllurnar af bílnum til að slökkva eldinn. Þá kom upp eldur í bíl við Dugguvog um hálf tíu. Í hvorugu tilvikinu urðu meiðsl á fólki.

Meiri áhætta að fara ekki í stóriðjuuppbyggingu

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir meiri áhættu tekna fyrir íslenskt efnahagslíf með því að fara ekki í stóriðjuuppbyggingu. Hann telur verkefnið vel viðráðanlegt út frá hagstjórn og að of mikið sé gert úr hættu sem því fylgi. Ný skoðanakönnun sýnir að 56 prósent þeirra sem afstöðu taka séu hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar í landinu.

Íbúðalánavextir muni standa í stað

Viðskiptabankarnir skeyta engu um vaxtahækkanir Seðlabankans og almennir íbúðalánavextir standa í stað. Ef vextir hér verða of háir, sækja bankarnir einfaldlega peninga til útlanda, segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans.

Álver á Norðurlandi eina glóran

Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar, sagði í hádegisviðtalinu á NFS í dag að eina glóran sé að reisa álver á Norðurlandi. Álver í Fjarðarbyggð hafi breytt sveitarfélaginu frá því að vera samfélag í vörn í að vera samfélag í sókn.

Mörg tækifæri ónýtt

Greiðar samgöngur til þéttbýliskjarna Vesturlands hafa breytt framtíðarásjónu landshlutans. Sumir vilja meina að landshlutinn sé orðinn tvískiptur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Framtíð Vesturlands var rædd á ráðstefnu á Bifröst í dag.

Hamas falin myndun ríkisstjórnar

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur falið Hamas-samtökunum að mynda nýja ríkisstjórn en þau unnu stórsigur í palestínsku þingkosningunum í fyrradag. Engin breyting hefur orðið á afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til samtakanna.

Hagnaður Avion Group 2,6 milljarðar

Heildartekjur Avion Group á fjárhagsárinu, sem var frá ársbyrjun til loka október 2005, námu rúmum 86 milljörðum króna. Rekstrargjöld voru rúmir 80 milljarðar og rekstrarhagnaður rúmir 3,7 milljarðar. Hagnaður félagsins á þessu tímabili nam rúmum 2,6 milljörðum.

Landsbankinn hagnaðist um 25 milljarða í fyrra

Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári, úr 12,7 milljörðum króna í 25 milljarða. Í afkomutilkynningu frá bankanum kemur enn fremur fram að hreinar vaxtatekjur hafi numið 22,9 milljörðum króna samanborið við 14,7 milljarð króna á árinu 2004 og jukust þær um 56 prósent.

Níu létust í rútuslysi í Svíþjóð

Í það minnsta níu manns biðu bana og tugir slösuðust í alvarlegu rútuslysi í Mið-Svíþjóð um hádegisleytið í dag. Fimmtíu farþegar voru um borð í rútunni sem virðist hafa runnið af ísilagðri hraðbrautinni á mikilli ferð.

Öflugur jarðskjálfti austur af Indónesíu

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 7,7 á Richter varð í Banda-hafi, skammt austur af Indónesíu, nú laust fyrir klukkan 18. Ekki vitað hvort flóðbylgja hafi myndast af hans völdum.

Ásgeir Sverrisson nýr ritstjóri Blaðsins

Ásgeir Sverrisson hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins og mun hefja störf 1. febrúar næstkomandi. Ásgeir hefur starfað á ritstjórn Morgunblaðsins í tæp 20 ár og verið fréttastjóri erlendra frétta á Morgunblaðinu frá árinu 2001.

Sjá næstu 50 fréttir