Erlent

20 ár frá Challenger slysinu

20 ár eru liðin frá því að geimferjan Challenger fórst með 7 manna áhöfn.
20 ár eru liðin frá því að geimferjan Challenger fórst með 7 manna áhöfn. MYND/AP

20 ár eru liðin frá því að geimskultan Challenger fórst með sjö áhafnarmeðlimum þegar tilraun til flugtaks mistókst. Sjö geimfarar fórust í slysinu og var geimferðum Bandaríkjamanna frestað um tíma vegna þess.

Geimskutlunni Challenger var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórídaríki í Bandaríkjunum þann 28. janúar árið 1986. Mikil spenna var meðal nemenda í þriðja bekk í barnaskólanum í bænum Concord í New Hampshire ríki enda átti kennari þeirra, Christa McAuliffe, þá að verða fyrsti kennarinn sem lagði af stað út í geiminn.

Nemedur Christu fylgdust skelfingu lostnir með þegar geimferjan sprakk aðeins 73 sekúndum eftir að henni hafði verið skotið á loft. Allir 7 geimfararnir um borð fórust.

Geimferðum Bandaríkjamanna var frestað í þrjú ár eftir Challenger slysið og voru starfsmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og bandarískur almenningur töluverðan tíma að jafna sig eftir þetta hræðilega slys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×