Erlent

5 létu lífið í rútuslysi í Alicante

Eigur ferðalanganna liggja við vegbrúnina þar sem önnur rúta ekur hjá.
Eigur ferðalanganna liggja við vegbrúnina þar sem önnur rúta ekur hjá. MYND/AP

Að minnsta kosti 5 létu lífið og 30 slösuðust, þar af 7 alvarlega, þegar rúta með hóp eldri kvenna um borð valt á suð-austur Spáni í dag.

Slysið var í Alicante-héraði. Konurnar voru á ferðalagi til bæjarins Alcantarilla. Hinar slösuðu voru þegar fluttar á sjúkrahús ýmist í sjúkrabíl eða með þyrlu.

Ekki er vitað hvað olli slysinu en slæmu veðri er kennt um. Töluvert hafði snjóað á svæðinu í gærkvöldi og eru íbúar þar ekki vanir miklum snjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×