Erlent

250 ára fæðingarafmæli Mozarts

Heinz Fischer, forseti Austurríkis, skoðar mynd af tónskáldinu Wolfgang Amadeus Mozart.
Heinz Fischer, forseti Austurríkis, skoðar mynd af tónskáldinu Wolfgang Amadeus Mozart. MYND/AP

Bjöllum var hringt í kvöld í Salzburg í Austurríki þar sem fagnað var 250 ára fæðingarafmæli tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Það má segja að Motzart æði hafi farið um heimsbyggðina í dag og fæðingarafmælinu fagnað í helstu borgum heims.

Hátíðarhöldin voru þó mest í fæðingarbænum Salzburg. Þar komu fjölmargir tónlistarmenn saman og hylltu meistarann með því að leika hans frægustu verk.

Mozart samdi rúmlega 600 tónverk fyrir andlát sitt en hann var aðeins 35 ára þegar hann hvarf yfir móðuna miklu. Hann samdi fyrstu simfóníu sína fyrir 10 ára afmæli sitt og fystu óperuna 12 ára. Hann átti stóran þátt í að breyta óperu-listinni í það sem við þekkjum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×