Innlent

Ásgeir Sverrisson nýr ritstjóri Blaðsins

Ásgeir Sverrisson hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins og mun hefja störf 1. febrúar næstkomandi. Ásgeir hefur starfað á ritstjórn Morgunblaðsins í tæp 20 ár og verið fréttastjóri erlendra frétta á Morgunblaðinu frá árinu 2001.



Ásgeir var lengi umsjónarmaður erlendra frétta og gegndi starfi fréttastjóra erlendu fréttadeildarinnar frá 1994 til byrjunar árs 1997 þegar árshlé frá störfum á Morgunblaðinu. Frá árinu 1998 til 2001 sá hann m.a. um heilsuumfjöllun blaðsins, skrifaði fréttaskýringar íslensk öryggis- og varnarmál og viðhorfsdálka auk þess að starfa á ritstjórn Morgunblaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×