Innlent

Íbúðalánavextir muni standa í stað

Seðlabankinn
Mynd/Heiða Helgadóttir

Viðskiptabankarnir skeyta engu um vaxtahækkanir Seðlabankans og almennir íbúðalánavextir standa í stað. Ef vextir hér verða of háir, sækja bankarnir einfaldlega peninga til útlanda, segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans.

Seðlabankinn hefur smám saman verið að hækka stýrivexti sína í um tvö ár. Í gær voru þeir hækkaðir um fjórðung úr prósentustigi og eru komnir upp um 10,75 prósentustig. Með þessu vill bankinn koma böndum á efnahagslífið, ekki síst á húsnæðismarkaðinn, og vonast til að Íbúðalánasjóður og viðskiptabankarnir hækki í framhaldinu vexti af íbúðalánum.

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagðist ekki viss um hversu mikil áhrif Seðlabankinn hefði á langtímavextina, þar á meðal íbúðavextina, þar sem bankarnir fjármagni sig, eða gætu fjármagnað sig, á ódýrari hátt heldur en í endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann. Því hafi aðgerðir Seðlabankans ekki að miklu leyti haft bein áhrif á vexti á íbúðalánamarkaði enn sem komið er. Tryggvi sagði bankana virðast hafa notað Íbúðalánasjóðinn í samkeppni sín á milli um kúnna og að einn bankastjórinn hafi sagt þá tilbúna til þess að borga með þessum lánum í einhvern tíma af samkeppnisástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×