Erlent

Hamas-liðar og stuðningsmenn Fatah berjast

Palestínskur byssumaður kann illa við að láta mynda sig.
Palestínskur byssumaður kann illa við að láta mynda sig. MYND/AP

Til skotbardaga kom milli Hamas-liða og palestínskra öryggissveita á suður hluta Gasa-strandarinnar í kvöld.

Fyrstu fréttir herma að þrír hafi særst í átökunum. Fulltrúar öryggissveitanna segj að Hamas-liðarnir hafi skotið á höfðustöðvar þeirra og þeir því svarað í sömu mynt.

Fyrr í dag særðust þrír í átökum Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah í Khan Younis. Gríðarleg spenna hefur myndast milli Hams-liða og stuðningsmanna Fatah eftir að hinir fyrrnefndu unnu meirihluta á palestínska þinginu í kosningum í fyrradag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×