Innlent

Umhverfismat gleymdist

Fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnuhús.
Mynd/GVA

Borgin gleymdi umhverfismati fyrir bílastæðahús við tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem rísa á við Reykjavíkurhöfn. Öll viðvörunarljós loga, segja sjálfstæðismenn, og að ekki séu öll kurl komin til grafar enn.

Í lok september í fyrra gekk Austurhöfn, sem er í sameiginlegri eigu ríkis og borgar, til samninga við fyrirtækið Portus um að reisa og reka þá ráðstefnu- og tónlistarhöll sem rísa á við höfnina í Reykjavík. Síðustu vikur og mánuði hefur undirbúningur hins mikla mannvirkis verið á fullum skriði en nú virðist vera komið babb í bátinn. Borginni yfirsást að umhverfismat þyrfti fyrir 1.400 bíla bílastæðahús við tónlistar- og ráðstefnuhöllina.

Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi segir öll viðvörunarljós blikka vegna málsins. Hann átelur vinnubrögðin og segir Reykvíkinga bera kostnaðinn á endanum. Sagði hann fjárhagsáætlun í kringum þessi verkefni og ýmislegt annað vera í skötulíki. Keyra hafi átt málið í gegn með miklum hraða án þess að taka það fyrir í borgarráði og telur Guðlaugur nauðsynlegt að fara mjög vel ofan í málið því um gæti verið að ræða hundruði milljóna og jafnvel enn hærri upphæðir fyrir borgarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×