Erlent

Fatah-liðar vilja Abbas úr forystusveit

Fatah-liðar mótmæla fyrir utan heimili Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna.
Fatah-liðar mótmæla fyrir utan heimili Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. MYND/AP

15 þúsund stuðningsmenn Fatah-fylkingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, komu saman í kvöld og kröfuðst afsagnar forystu Fatah vegna þess afhroðs sem fylkingin beið í þingkosningunum í Palestínu í fyrradag. Hamas-samtökin náðu hreinum meirihluta á þingi og hefur verið falið að mynda ríkisstjórn.

Mótmælendur kveiktu í bifreiðlum og hleyptu af byssum út í loftið. Stjórnmálaskýrendur segja það álit stuðningsmanna Fatah að spilling meðal leiðtoga fylkingarinnar og almennt dugleysi hafi orðið henni að falli. Hamas hlaut 76 þingsæti af 132 í kosningunum en Fatah 43 sæti.

Þeir Fatah-liðar sem ávörpuðu mótmælendur í kvöld kröfuðst afsagnar helstu leiðtoga fylkingarinnar en nefndu þó Abbas ekki á nafn. Almennir stuðningsmenn Fatah sögðu þó í viðtölum við fréttaritar AFP að þeir vildu Abbas og hans menn úr forystusveit Fatah.

Meðal mótmælenda var Mohammed Dahlan, sem var kosinn á þing fyrir Fatah. Hann sagði Fatah liða eiga að bera höfuðið hátt um leið og þeir berðu á þeim sem hefðu lagt á ráðinn gegn þeim.

Fyrr í dag sóttu reiðir fylkingarfélagar að heimili Abbasar á Gasa ströndinni og í þeirra hópi voru 100 byssumenn. Þeir komu þó að tómum kofanum þar sem Abbas var staddur í Ramallah á Vesturbakkanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×