Innlent

Mörg tækifæri ónýtt

Greiðar samgöngur til þéttbýliskjarna Vesturlands hafa breytt framtíðarásjónu landshlutans. Sumir vilja meina að landshlutinn sé orðinn tvískiptur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Framtíð Vesturlands var rædd á ráðstefnu á Bifröst í dag. Það var víða komið við í málefnum er varða ndi framtíð Vesturlands. Frummælendur eru sammála um að V esturland í örum vexti og því mikilvægt að tryggja menntun, atvinnu og þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein en þar skiptir máli að koma auga á tækifærin í tæka tíð.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur, segir Vesturland hafa sömu tækifæri og aðrir landshlutar en mestu skipti að koma auga á þau tækifæri og virkja þau áður en einhver annar geri það. Þetta sé eins og samkeppni og því þurfi menn að hafa hraðan á svo tækifærin renni fólki ekki úr greipum.

Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar Viðskiptaháskólans á Bifröst, er þeirrar skoðunnar að Akranesbær sé orðin eins og úthverfi Reykjavíkirborgar. Hann segir að þar sem um 40% allra íbúa Vesturlands búi á Akranesi þá sé Akranes þungamiðjan í landshlutanum. Þar hafi verið öflug uppbygging í stóriðju og á hafnasvæðinu og nálægðin við höfuðborgarsvæðið setji Akranes í svipaða stöðu og Hafnarfjörð með álverið í Straumsvík. Hann segir að þetta þó líklega ekki hafa áhrif á stefnumótun í landbúnaði og ferðaþjónustu á svæðinu en engu að síður sé svo komið að Snæfellsnes og Dalasýslan sé í raun landsbyggðarhluti Vesturlands á meðan Akranes og Borgarnes færist sífellt nær höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×