Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta 28. janúar 2006 14:00 Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu að þingsályktun um að heilbirgðisráðherra verði falið að undirbúa lagabreytingar sem heimili læknum, tannlæknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, svo og heilbrigðisstofnunum, að auglýsa þjónustu sína og starfsemi. Bannið var sett fyrir um 70 árum og Ágúst segir það ekki eiga við í dag. Hann segir bannið koma í veg fyrir eðlilega upplýsingagjöf til almennings um heilbrigðisþjónustu. Nú þurfi landsmenn að treysta á orðróm, ímynd og jafnvel umtal þegar komi að vali á heilbrigðisþjónustu. Málið lúti því að því að auka upplýsingagjöf til almennings. Ágúst Ólafur segir hugmyndirnar fyrst og fremst ná til lækna og tannlækna, en tannlæknar hafi til að mynda frjálsa gjaldskrá. Þetta geti þó einnig auðveldað nýliðum að koma inn í heilbrigðisstéttirnar. Ágúst segir það mjög mikilvægt að hafa það í huga að þetta lúti ekki að einhvers konar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Það eigi ekki að breyta greiðslukerfinu sem sé að langstærstum hluta í höndum hins opinbera. Ágúst bendir enn fremur á að þegar séu dæmi fyrir því að gjaldfrjáls þjónusta sé auglýst, t.d. framhaldsskólar. En hvernig er með skilin milli upplýsingagjafar og markaðsstarfs, er ekki hætta á að þau verði óljós? Ágúst telur að það eigi að treysta læknum og öðrum heilbrigðisstéttum fyrir því að fara vel með þetta frelsi. Það sé ekki langt síðan lögmenn hafi fengið leyfi til að auglýsa. Þeir hafi farið mjög vel með það frelsi og að hans mati beri ekkert að óttast í þessum efnum. Þar að auki hafi nágrannaríkin mun frjálsari löggjöf í málinu en Ísland. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu að þingsályktun um að heilbirgðisráðherra verði falið að undirbúa lagabreytingar sem heimili læknum, tannlæknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, svo og heilbrigðisstofnunum, að auglýsa þjónustu sína og starfsemi. Bannið var sett fyrir um 70 árum og Ágúst segir það ekki eiga við í dag. Hann segir bannið koma í veg fyrir eðlilega upplýsingagjöf til almennings um heilbrigðisþjónustu. Nú þurfi landsmenn að treysta á orðróm, ímynd og jafnvel umtal þegar komi að vali á heilbrigðisþjónustu. Málið lúti því að því að auka upplýsingagjöf til almennings. Ágúst Ólafur segir hugmyndirnar fyrst og fremst ná til lækna og tannlækna, en tannlæknar hafi til að mynda frjálsa gjaldskrá. Þetta geti þó einnig auðveldað nýliðum að koma inn í heilbrigðisstéttirnar. Ágúst segir það mjög mikilvægt að hafa það í huga að þetta lúti ekki að einhvers konar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Það eigi ekki að breyta greiðslukerfinu sem sé að langstærstum hluta í höndum hins opinbera. Ágúst bendir enn fremur á að þegar séu dæmi fyrir því að gjaldfrjáls þjónusta sé auglýst, t.d. framhaldsskólar. En hvernig er með skilin milli upplýsingagjafar og markaðsstarfs, er ekki hætta á að þau verði óljós? Ágúst telur að það eigi að treysta læknum og öðrum heilbrigðisstéttum fyrir því að fara vel með þetta frelsi. Það sé ekki langt síðan lögmenn hafi fengið leyfi til að auglýsa. Þeir hafi farið mjög vel með það frelsi og að hans mati beri ekkert að óttast í þessum efnum. Þar að auki hafi nágrannaríkin mun frjálsari löggjöf í málinu en Ísland.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira