Fleiri fréttir

Karl og kona úrskurðuð í viku gæsluvarðhald

Karl og kona voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku í tengslum við umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði sem upp komst um í gær. Á þriðja hundrað kannabisplöntur fundust í húsnæðinu, sumar allt að tveggja metra háar, og einnig smáræði af hassi og amfetamíni.

Osta- og smjörsalan fjarlægir osta úr verslunum

Osta- og smjörsalan hefur innkallað í dag og fjarlægt þrjú vörunúmer úr verslunum vegna gerlagalla sem greindist í Búra og Havarti-ostum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfissviði borgarinnar. Þær vörutegundir sem um er að ræða eru vörnúmer 4011 Búri, vörunúmer 3905 Havarti 32% og vörunúmer 3915 Krydd-Havarti 32%.

Tveir fluttir til aðhlynningar eftir harðan árekstur

Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi um þrjúleytið og voru tveir aðilar fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahús. Ekki er enn vitað hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki en að sögn læknis virðist sem svo sé ekki. Áreksturinn átti sér stað við svokallað vigtunarplan á Vesturlandsvegi þegar jeppabifreið var ekið undir vörubílspall.

Átta látnir og 40 slasaðir eftir rútuslys

Að minnsta kosti átta létu lífið og rúmlega 40 slösuðust, þar af 20 alvarlega, þegar rúta með fimmtíu farþegum um borð hafnaði á hvolfi, ofan í gilskorningi, rétt vestan við Stokkhólm um hádegisbilið. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en svo virðist sem rútan hafi farið út af veginum, oltið og runnið um eitthundrað metra á hliðinni, þar til hún hrapaði ofan í tíu til fimmtán metra djúpan gilskorning. Þar lenti hún á hvolfi og þakið lagðist saman að mestu leyti. Björgunarsveitir hafa skriðið inn í flakið og segja að aðkoman hafi verið hræðileg. Lögregla segir sjö enn sitja fasta í flaki rútunnar.

Fjallað um upphaf aðalmeðferðar í Baugsmálinu

Fjallað verður um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nú klukkan tvö hvort aðalmeðferð í Baugsmálinu hefjist 9. eða 10. febrúar, eða síðar. Settur ríkissaksóknari í málinu hefur sótt um frestun á að aðalmeðferð hefjist.

Símasamband komið á að nýju í Kópavogi

Bráðabirgðaviðgerð er lokið á rafstrengnum sem bilaði á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa náðist ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans í á aðra klukkustund.

Bill Gates þrefaldar framlög til útrýmingar berklaveiki

Bill Gates lofaði í dag að þrefalda framlög sín til útrýmingar berklaveiki. Hann stefnir á að auka fjármagnið úr 300 milljónum bandaríkjadala á ári upp í 900 milljónir fyrir 2015, eða í fimmtíu og fjóra milljarða íslenskra króna.

Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir karli og konu

Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um umsvifamikla kannabisræktun í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir karli og konu sem handtekin voru í gærkvöldi.

Öryggisverðir gæta gesta á álráðstefnu

Samtök atvinnulífsins hafa ráðið öryggisverði frá Securitas til að gæta öryggis á ráðstefnu um ál og orkuframleiðslu sem fram fer á Hótel Nordica í dag. Hópur fólks réðst inn á ráðstefnu um álframleiðslu í fyrra og sletti skyri á gesti.

Bilun í rafstreng í Kópavogi

Bilun varð í rafstreng á Kársnesinu í Kópavogi um ellefuleytið í morgun. Vegna þessa næst ekki símasamband við Atlantsolíu, Atlantsskip og lagerhúsnæði Pennans. Unnið er að viðgerð og er áætlað að henni ljúki skömmu eftir hádegi.

Dýrara á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum

Það er dýrara að búa á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman.

Abbas vill að Hamas-samtökin myndi stjórn

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar að fela Hamas-samtökunum stjórnarmyndun í landinu eftir sigur samtakanna í þingkosningunum í fyrradag. Hamas hefur ljáð máls á því að mynda samsteypustjórn með Fata, flokki Abbas, en því hafnar Fata-flokkurinn.

Kennarar braska með hlutabréf í stað þess að kenna

Í mörgum skólum er slæm mæting nemenda mikill höfuðverkur fyrir kennara. Þessu er hins vegar öfugt farið í sumum skólum í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Kennarar þar í landi hafa nefnilega sumir hverjir verið staðnir að því að fara fyrr heim úr vinnunni, eða mæta ekkert yfir höfuð, til að kaupa og selja hlutabréf á hlutabréfamarkaðnum

Sendiherra Sádi-Araba kallaður heim frá Danmörku

Sádi-Arabar hafa kallað heim sendiherra sinn í Danmörku. Ástæðan er að sögn danska ríkisútvarpsins sú að ríkisstjórnin hefur ekkert látið til sín taka vegna teikninga sem Jótlandspósturinn birti af Múhameð spámanni en þar er hann teiknaður með sprengju í höfuðfati sínu.

Myndbandsupptaka af þýskum gíslum í Írak

Myndbandsupptaka af tveimur Þjóðverjum sem mannræningjar í Írak hafa í haldi í sínu var sýnd á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera nú fyrir stundu. Fréttamaður stöðvarinnar sagði gíslana biðja þar um hjálp þýskra stjórnvalda við að fá sig lausa, en ekki fylgdi sögunni hvaða kröfur þyrfti að uppfylla svo af því gæti orðið.

Fíkniefni fundust við húsleit í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi fann talsvert af fíkniefnum við húsleit í heimahúsi í Kópavogi og í fyrirtæki húsráðandans í Reykjavík seint í gærkvöldi. Jafnframt voru tveir handteknir, en sleppt undir morgun að yfirheyrlsum loknum. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu og heldur rannsókn áfram. Við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar manna frá öðrum lögregluembættum og Tollgæslunnar og fíkniefnahundur var með í för.

Þrumuveður slær á skógarelda í Ástralíu

Þrumuveður hefur slegið aðeins á skógareldana sem geisað hafa í Suðaustur-Ástralíu undanfarna daga. Eldarnir hafa kostað þrjú mannslíf, eyðilagt á þriðja tug heimilia og drepið mikinn búfénað, þar á meðal um 60 þúsund kindur, 500 nautgripi og tæplega 200 alifugla.

Tap General Motors 288 milljarðar á síðasta ári

Tap General Motors, stærsta bílaframleiðanda heims, nam 288 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. Ástæður fyrir slæmu gengi segja forsvarsmenn fyrirtækisins vera minnkandi sölu heima fyrir, hækkandi launakostnað og aukna samkeppni við Asíuríkin, sérstaklega Toyota bílaframleiðandann.

Hálka víða um land

Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka, snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hált á Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði og á Klettshálsi. Á Norður- Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir.

Segja Ísraelsher hafa skotið unga stúlku til bana

Ísraelski herinn skaut til bana tíu ára palestínska stúlku nærri Gaza landamærunum í gær, að sögn palestínskra yfirvalda. Ísraelski herinn segist enga vitneskju hafa um atburðinn og efi stórlega að palestínsk yfirvöld segir satt rétt frá.

Girti niður um ungan dreng

Lögreglan í Reykjavík leitar nú að snyrtilegum sólbrúnum karlmanni , líklega um fimmtugt, sem tældi 11 ára dreng inn í port á Seltjarnarnesi og reyndi þar að girða niður um hann. Drengnum tókst að slíta sig lausan og komast undan á hlaupum. Hann telur að maðurinn hafi verið á blálaeitum station bíl. Í fyrstu uggði drengurinn ekki að sér þar sem maðurinn sagðist þekkja móður hans og afa.

1.200 metra neðanjarðargöng fundust milli BNA og Mexíkó

Bandarísk yfirvöld fundu á miðvikudag yfir tólf hundruð metra löng neðanjarðargöng sem eru undir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Í göngunum fundust um tvo tonn af maríjúana að sögn fíkniefnalögreglunnar og má því ætla að göngin hafi verið nýtt til innflutnings á fíkniefnum til Bandaríkjanna.

Lítill áhugi fyrir samstarfi við Hamas flokkinn

Mikil fagnaðarlæti brutust út í Palestínu í gær þegar ljóst var að Hamas-samtökin höfðu unnið sigur í þingkosningunum sem fram fóru á miðvikudag. Hamas fékk 76 þingsæti en Fatah-hreyfingin, sem situr í ríkisstjórn, 43 þingsæti.

Kannabisræktun í nágrenni við aðalstöðvar lögreglunnar

Lögreglan í Reykjavík kom í gær upp um einhverja umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa, í atvinnuhúsnæði skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar. Auk þess hefur töluvert af fíkniefnum fundist við húsleitir í tengslum við rannsóknina og er að minnstakosti tvennt í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar.

Fatah vill ekki vinna með Hamas

Fulltrúar Fatah-fylkingarinnar lýstu því yfir í kvöld að þingmenn hennar ætluðu ekki að taka sæti í ríkisstjórn Hamas-samtakanna. Hamas hlaut hreinan meirihluta í þingkosningum Palestínumanna í gær og vilja þegar hefja viðræður við Fatah og aðra flokka sem fengu sæti á þingi í gær.

Reyndi að tæla ellefu ára dreng

Maður á sextugsaldri reyndi að tæla ellefu ára dreng inn í húsasund við bæjarskrifstofur Seltjarnarness rétt fyrir klukkan 18.00 í dag. Maðurinn var byrjaður að hafa sig í frammi við drenginn þegar honum tókst að komast undan. Foreldrar drengsins gerðu lögreglu viðvart og er málið í rannsókn hjá lögregluyfirvöldum.

Íslandsmet í skattpíningu

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag um breytingar á skattbyrði, að þrír síðustu fjármálaráðherrar Íslands ættu Íslandsmet í skattpíningu á almenningi. Þá vísaði hún í grein Stefáns Ólafssonar prófessors þess efnis að skattbyrði hefði aukist hjá heimilum með lágar og meðaltekjur eða hjá 90 prósentum heimila.

Marsvín rak á land

Tveggja metra langt marsvín rak á land við Vík í Mýrdal í morgun. Sandur og grynningar eru út af ströndinni á þessum slóðum en dýpi á einum stað og þar koma gjarnan hvalir til að leita ætis. Marsvínið lokaðist þar inni og drapst.

Íslendingar vinna meira en aðrir Norðurlandabúar

Það er dýrara að búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þá eiga íslenskar konur þó nokkuð langt í land með að ná sömu launum og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum og íslenskar barnafjölskyldur hafa minna á milli handanna. Það er dýrara að búa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar vinna lengur en frændur þeirra fyrir sambærileg heildarlaun. Þá eiga íslenskar konur þó nokkuð langt í land með að ná sömu launum og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum og íslenskar barnafjölskyldur hafa minna á milli handanna. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í samanburðarskýrslu á lífskjörum Norðurlandanna sem hagdeild Alþýðusambandsins tók saman.

Hams og Fatah takast á

Til átaka kom milli stuðningsmanna Hamas-samtakanna og Fatah-flokks Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, fyrir utan þinghús heimastjórnarinnar í dag. Hamas-liðar vildu flagga fána sínum á þinghúsinu en það mislíkaði stuðningsmönnum Fatah.

Ráðamenn kallðir fyrir þingnefnd

Svo gæti farið að Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra, verði kallaðir fyrir nefnd Evrópuþingsins sem rannsakar ásakanir um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi starfrækt leynifangelsi í ríkjum Evrópusambandsins.

Sex hundruð ábendingar á ári um barnaklám

Á síðasta ári bárust Barnaheillum hátt í sex hundruð ábendingar um barnaklám á netinu. Fjöldi mála sem borist hafa lögreglu vegna vörslu á barnaklámi hefur aukist á síðustu árum.

Ásdís Halla fær FKA-viðurkenningu

Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, fékk í dag afhenta FKA-viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt fyrir athyglisvert framlag konu til atvinnulífsins á Íslandi.

Horfa þarf til annarra meðferðarúrræða

Margir geðfatlaðir telja að tími sé kominn til að horfa til annarra meðferðarúrræða en bara lyfjameðferðar. Þeir telja of lítið tillit tekið til skoðana þeirra á geðheilbrigðisþjónustu í landinu.

Geta fullnýtt kortaheimildir á örskotsstundu

Glæpamenn sem stela krítarkortaupplýsingum úr hraðbönkum geta fullnýtt kortaheimildir á örskömmum tíma. Örgjörvi verður kominn á íslensk krítarkort innan nokkurra vikna til að hindra að hægt sé að stela upplýsingum af kortunum við hraðbankanotkun. 500 þúsund kort eru í notkun hér á landi.

Þrjú trúfélög fá vonir um lóðir

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan gæti fengið að reisa guðshús við Landakotskirkju, ásatrúarmenn gætu reist hof í Öskjuhlíðinni og múslímar mosku í Elliðaárdalnum ef hugmyndir skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ná fram að ganga.

Lífskjör á Íslandi heldur lakari en á Norðurlöndum

Efnahagsleg lífskjör á Íslandi eru sambærileg við eða heldur lakari en á Norðurlöndum, vinnutími mun lengri og opinber þjónusta dýrari. Íslendinga þurfa því að hafa þeim mun meira fyrir því að viðhalda sambærilegum kjörum og gerist á Norðurlöndum.

Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna

Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag.

Meiri lán og hærri viðskiptahalli

Íslendingar taka lán sem aldrei fyrr, viðskiptahallinn er í sögulegu hámarki og launin hækka og hækka. Þetta má lesa út úr orðum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem kynnti 0,25 prósentustiga vaxtahækkun í morgun. Stýrivextirnir 10,75 prósent eftir hækkunina.

Högnuðust um 80 milljarða samanlagt

Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári.

Farmur féll af flutningabíl

Nokkur hætta skapaðist þegar timburfarmur féll af flutningabíl þegar hann fór um hringtorgið við Norðlingaholt og Rauðavatn síðdegis í dag. Engin slys urðu þó á fólki.

Eyðileggja raddbönd hundanna

Þótt hundar séu á hverju strái í kínversku borginni Gvansú heyrist þar varla lengur gelt. Borgaryfirvöld hafa nefnilega ákveðið að rukka hundaeigendur um tugi þúsunda króna fyrir að taka að sér þennan besta vin mannsins.

Sjá næstu 50 fréttir