Erlent

14 lið í snjóskurðarkeppni

Þýskur keppandi sker í snjóklumpinn sinn.
Þýskur keppandi sker í snjóklumpinn sinn. MYND/AP

Fjórtán lið víðsvegar að úr heiminum komu saman í Colorado í Bandaríkjunum í vikunni til að taka þátt í snjóskurðarkeppni sem þar er haldin.

Auk heimamanna tóku lið frá Hollandi, Frakklandi, Tékklandi og Þýskalandi þátt í keppninni. Hvert lið fékk 65 klukkustundir til að skera út ískalt meistaraverk úr 20 tonna snjóklumpi.

Keppendur óttuðust ekki að efniviðurinn myndi bráðna við listsköpunina en sögðu þó alveg ljóst að verkin yrðu að engu nema þeim yrði komið fyrir á vísum stað. Vinnigsverkið verður valið síðar í dag og verður til sýnis fram í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×