Innlent

90 prósent ferðamanna höfðu góða reynslu af Reykjavík

MYND/Vilhelm

Níu af hverjum tíu erlendu ferðamönnum sem heimsóttu Reykjavík á síðasta sumri voru höfðu góða reynslu af borginni. Þá er sama hlutfall af gestum menningarstofnana borgarinnar ánægður með starfsemi þeirra. Þetta sýna niðurstöður tveggja kannana sem kynntar voru í dag.

Það var menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar sem kynnti niðurstöðunar en þær eru mjög afgerandi. Níutíu prósent aðspurðra ferðamanna töldu sig hafa góða eða frábæra reynslu af borginni og enginn taldi hana slæma. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að sundlaugarnar í Reykjavík og heilsurækt af ýmsu tagi var í mestum metum hjá ferðamönnum en hvort tveggja fékk yfir 8,5 í einkunn hjá ferðamönnum af tíu mögulegum. Þá töldu 92 prósent ferðamanna Reykjavík örugga borg og 86 prósent sögðu hana hreina.

í annarri könnun sem Gallup gerði fyrir borgina kemur í ljós að níu af hverjum tíu Reykvíkingum eru ánægðir með starfsemi menningarstofnania borgarinnar. Borgarbókasafnið, Listasafn Reykjavíkur og Árbæjarsafn njóta mestra vinsælda meðal borgarbúa en athygli vekur að aðsókn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur tuttugufaldast á síðustu fimm árum. Alls voru gestir menningarstofnananna um milljón í fyrra, þar af 622 þúsund á Borgarbókasafninu.

Formaður menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar, Stefán Jón Hafstein,segir niðurstöðunar koma þægilega á óvartog að þær séu einstakar.Hann muni bara eftir leikskólunum þar sem ánægjan með þjónustuna hafi verið viðlíka. Þetta sé mjög gleðilegt og það beri að hrósa starfsfólki borgarinnar fyrir framsækni og dugnað í starfi.

En er Reykjavík komin á stall með stórborgum heimsins hvað menningu varðar? Stefán Jón segir Reykjavík örugglega vera menningarborg. Hún sé ekki á stalli með stórborgunum varðandi magn og framboð en efnið hér sé gott og það séu gæðin sem skipta máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×