Erlent

Nýtt bóluefni gegn fuglaflensu

MYND/AP

Vísindamenn við Háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum segja að þeim hafi tekist að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu sem hægt verði að búa til með hraði. Það bóluefni sem nú er notað er ræktað í frjóvguðum hænueggjum og því tekur framleiðslan margar mánuði.

Vísindamönnunum tókst hins vegar að búa til þetta nýja bóluefni á 36 dögum. Þeir segja það 100% virkt í baráttunni við flensuna bæði í músum og hænsnum.

Ekki er búist við að hægt verði að fjöldaframleiða bóluefnið á þessum hraða næstu árin en vísindamennirnir segja niðurstöðurnar spor í rétta átt. Vonast er til að hægt verði að prufa bóluefnið á fólki á næsta hálfa árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×