Erlent

Rau allur

Johannes Rau, fyrrverandi forseti Þýskalands, er látinn, 75 ára að aldri.
Johannes Rau, fyrrverandi forseti Þýskalands, er látinn, 75 ára að aldri. MYND/AP

Johannes Rau, fyrrverandi forseti Þýskalands, lést í dag, 75 ára að aldri. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvert banamein hans var en Rau hafði verið heilsuveill síðustu ár.

Rau gegndi embætti forseta á árunum 1999 til 2004 og lagði hann þá áherslu á að styrkja tengsl Þýskalands við Ísraelsríki. Hann varð fyrstur til að ávarpa ísraelska þingið á þýsku og bað Ísraelsmenn þá fyrirgefningar fyrir helförina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×