Fleiri fréttir Mikill erill á slysadeild Íbúar Suðvestur hornsins virðast vera komnir úr allri þjálfun á skíðum og snjóbrettum því mikill erill var á slysadeild Landsspítalans í gær við að hlynna að skíða- og snjóbrettafólki sem lent hafði í slæmum byltum. Engin reyndist þó alvarlega slasaður og stúlkan, sem þyrla Landhelgilsgæslunnar sótti upp í Bláfjöll í gær, reynidst líka minna slösuð en óttast var í fyrstu. Sama á við um vélsleðamanninn, sem þyrlan sótti í sömu ferð upp í Landmannalaugar. 16.1.2006 07:45 Flughált á Hellisheiði og í Þrengslum Flughált er á Hellisheiði, snjóþekja og éljagangur er í Þrengslum og hálka á Suðurlandi en þar stendur mokstur yfir. Þá er hálka og snjóþekja á Norðurlandi, Norðausturlandi og Vesturlandi. Ófært er yfir Eyrarfjall, Hrafneyrar og Dynjandisheiði og á Austurlandi er ófært yfir Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi 16.1.2006 07:40 Nítjan manns hafa greinst með fuglaflensu í Tyrklandi Fimm ára drengur greindist með H5N1 afbrigði fuglaflensunnar í Tyrklandi um helgina. Er það nítjánda manneskjan þar í landi sem greinist með afbrigðið. Systir drengsins lést í gær en var ekki sögð með veiruna í sér. Hún hafði þó komist í snertingu við smitaða fugla líkt og bróðir hennar og segja sérfræðingar mjög líklegt að hún hafi verið ranglega greind. 16.1.2006 07:07 Sjö létust í bruna í Vladívostok Að minnsta kosti sjö létust og átján særðust þegar eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Vladívostok á Kyrrahafsströnd Rússalands í morgun. 16.1.2006 00:00 Ljóskerið til Massimo Santanicchia Massimo Santanicchia hlaut verðlaunin Ljóskerið í samkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur, Ljóstæknifélag Íslands og Tímaritið Ljós standa að og hlaut hann 500 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á verkinu. Í öðru sæti urðu arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Stefán Einarsson hjá Batteríinu ehf. ásamt Jóni Otta SIgurðssyni tæknifræðingi og fengu þeir 400 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á ljóskerinu. 16.1.2006 08:00 Stjórnlaust flutningaskip NA af Langanesi Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip, skráð á Möltu, rekur stjórnlaust um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi eftir að aðalvél skipsins bilaði í gær. Tólf manns eru í áhöfn og er þeim ekki talin hætta búin þótt bræla sé á svæðinu. Skipið, sem heitir Wilson Tyne, var á leið til Grundartanga. Útgerð þess ákvað í gær að fá norskan dráttarbát til að koma skipinu til hjálpar, frekar en að leita aðstoðar Landhelgisgæslunnar, og er stór dráttarbátur væntanelgur að skipinu á morgun 16.1.2006 07:10 Geimryk jafngamalt sólinni Hylki sem inniheldur geimryk jafngamalt sólinni lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Utah í morgun. Vísindamenn vonast til að geimrykið gamla geti varpað ljósi á uppruna sólkerfisins. 15.1.2006 19:18 Dómkirkjuprestur tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur hefur sótt um leyfi til að gefa samkynhneigð pör saman á sama hátt og gagnkynhneigð. Hann segir það rangt hjá biskupi að hvergi í kristinni kirkju séu samkynhneigðir gefnir saman líkt og gagnkynhneigðir. Dómkirkjuprestur segist tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra. 15.1.2006 19:15 Pólitískar ástæður réðu úrslitum þegar Reykjavíkurborg sleit viðræðum um sölu síns hlutar í Landsvirkjun Það voru pólitískar ástæður en ekki fjárhagslegar sem réðu úrslitum þegar Reykjavíkurborg ákvað að slíta viðræðum um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. 15.1.2006 19:01 Vélsleðaslys í Halldórsdal við Kirkjufellsvatn. Vélsleðaslys varð í Halldórsdal við Kirkjufellsvatn skammt frá Landmannalaugum á fjórða tímanum í dag. 15.1.2006 18:51 Erfðabreytileiki sem eykur verulega líkur á sykursýki fundinn Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið erfðabreytileika sem eykur verulega líkurnar á sykursýki. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum tekst þetta. Eftir tvö ár ætti að vera hægt að beita þessari þekkingu í heilsugæslu til að greina hvort fólk sé í aukinni hættu á að fá sykursýki. 15.1.2006 18:47 Uppkaupsmenn byrjaðir að kaupa hesthús á Heimsenda. Undafarna mánuði hefur stjórn hestamannafélagsins Gusts barist fyrir tilverurétti sínum, en svokallaðir uppkaupsmenn hafa verið duglegir við að kaupa upp hesthús í Glaðheimum sem er félagssvæði þeirra. 15.1.2006 17:33 40 daga þjóðarsorg í Kúveit vegna andláts þjóðhöfðingja 40 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kúveit eftir að þjóðhöfðingi landsins, Jaber Al Ahmed Al Sabah fursti, lést í nótt, 77 ára að aldri. 15.1.2006 16:48 Vélsleðaslys við Kirkjufellsvatn Vélsleðaslys varð við Kirkjufellsvatn, sem er um 10 kílómetra norðan við Landmannalaugar, á fjórða tímanum í dag. 15.1.2006 16:02 Grunur um fuglaflensusmit í Istanbúl Tvö börn voru lögð inn á sjúkrahús í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag en óttast er að þau séu smituð af fuglaflensu. Enn á eftir að skera úr um hvort um er að ræða veiru af H5N1-stofni. 15.1.2006 15:51 Féllu niður vök Tvær konur féllu niður vök á Rauðavatni um klukkan eitt í dag. Þær voru á ferð með gönguskíðahóp og voru um 30 til 40 metra frá landi þegar þær fóru niður vökina. Flytja þurfti aðra konuna á slysadeild vegna gruns um ofkælingu en hinni konunni varð ekki meint af. Slökkviliðið vill vara fólk við að ganga á ísnum þar sem hann er mjög ótraustur. 15.1.2006 14:22 Þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leyniflug í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á því hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast 15.1.2006 12:44 Palestínumenn í Austur-Jerúsalem fá að kjósa Palestínumenn sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem, fá að greiða atkvæði í þingkosningunum 25. janúar. 15.1.2006 12:42 Forsetakosningar í Finnlandi og Chile Finnar og Chilemenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Útlit er fyrir að konur beri sigur úr býtum í báðum löndunum 15.1.2006 12:37 Aðaldómari í máli Saddams Husseins segir af sér Aðaldómari við réttarhöldin yfir Saddam Hussein hefur látið af embætti. Ástæðan er talin sú gagnrýni sem hann hefur hlotið fyrir að leyfa einræðisherranum fyrrverandi að hleypa dómhaldi upp æ ofan í æ. 15.1.2006 12:30 Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi og mikil hálka er víða á suðurlandi. 15.1.2006 12:11 Stríð þó vopnahlé sé í gildi Íslenskur friðargæsluliði slapp ómeiddur þegar sprengja sprakk nálægt dvalarstað hans í borginni Batticaloa á Sri Lanka. Starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á Sri Lanka segir ljóst að stríð geysi í landinu þó vopnahlé sé í gildi. 15.1.2006 12:07 Forsætisráðuneytinu var ekki heimilt að binda ráðningu umboðsmanns barna við lögfræðimenntun. Þetta kemur fram í úrskurði umboðsmanns Alþingis 15.1.2006 12:06 Opnað í Hlíðarfjalli Opnað var í Hliðarfjalli í morgun og segir starfsfólk þar útlit fyrir góðan skíðadag. 15.1.2006 11:57 Erling Ásgeirsson í 1. sæti Erling Ásgeirsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fór fram í dag. Páll Hilmarsson varð í öðru sæti en Stefán Konráðsson í því þriðja. Kosningaþátttaka svar 81.2% og er prófkjörið því bindandi samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins. 14.1.2006 22:12 Fjögur sjúkraflug í dag Mikið hefur verið að gera í sjúkraflugi í dag og hefur verið flogið fjórum sinnum. Þar af þurfti að sinna þremur sjúklingum strax. Flugfélag Íslands flaug í öll skiptin. 14.1.2006 19:07 Útilt fyrir að Erling Ásgeirsson leiði Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ Útlit er fyrir að Erling Ásgeirsson leiði lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Búist er við að flokkurinn vilji að Gunnar Einarsson verði bæjarstjóri áfram. 14.1.2006 18:55 Kalt bað í Tokyo Það er víðar kalt en á Íslandi þessa dagana en sumir láta hins vegar kuldabola ekkert á sig fá. Þannig létu tvær tylftir Japana sig ekki muna um að bregða sér í bað í þriggja gráðu kaldri laug við sjintó-hof í Tokyo í dag. 14.1.2006 18:52 Íransforseti þegir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Íransforseti situr fast við sinn keip og segir þjóð sína ekki þurfa á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vilja deilur með átökum þarfnist slíkra vopna að hans mati. 14.1.2006 18:48 Ekki víst hvort hægri hönd bin Ladens hafi fallið í loftárás í Pakistan 18 liggja í valnum eftir eldflaugaárás á þorp í Pakistan þar sem liðsmenn al-Qaida samtakanna voru sagðir hafast við. Íbúar þorpsins sverja af sér öll slík tengsl og segja konur og börn hafa farist í árásinni. 14.1.2006 18:37 Íslenskan friðargæsluliða sakaði ekki þegar bílasprengja sprakk á Sri Lanka Íslenskan friðargæsluliða sakaði ekki þegar bílsprengja sprakk nálægt höfðustöðvum norrænna friðargæsluliða í borginni Batticaloa á Sri Lanka í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lét enginn lífið í árásinni og enginn særðist. 14.1.2006 18:29 Forseti Írans segir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði á blaðamannafundi í dag að þjóð sín þyrfti ekki á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vildu deilur með átökum þörfnuðust slíkra vopna. 14.1.2006 14:03 Svissneskur þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leynifangelsi í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast. 14.1.2006 13:48 Átján féllu í eldflaugaárás í Pakistan Átján féllu í eldflaugaárás sem gerð var á pakistanskt þorp í morgun en þar var talið að liðsmenn al-Kaída hefðust við. 14.1.2006 12:41 Sex á slysadeild vegna líkamsmeiðinga Sex manns komu á slysadeild í morgun vegna líkamsmeiðinga og ofbeldisáverka. Einn maður var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að hann var sleginn niður. 14.1.2006 12:32 Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut í Reykjavík í gærmorgun, hét Pétur Sigurðsson til heimilis að Geitlandi 8 Reykjavík. Hann var fæddur tuttugasta og sjöunda janúar árið 1946 og hefði því orðið sextugur í þessum mánuði. Pétur, sem var kjötiðnaðarmaður og strætisvagnabílstjóri, lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. 14.1.2006 12:28 Bæjarstjóri sækist ekki eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ Sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa ekki ákveðið hvort núverandi bæjarstjóri, verði bæjarstjóraefni flokksins vegna sveitastjórnarkosninga í vor. Prófkjör flokksins þar í bæ er haldið í dag í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi og er bæjarstjórinn ekki í framboði. 14.1.2006 12:17 Býst við fjörugum umræðum á launamálaráðstefnu Formaður launanefndar sveitarfélaganna segir miklar væntingar til launamálaráðstefnu sem haldin verið næsta föstudag en að þau deilumál sem uppi eru í kjaramálum verði ekki leyst strax þann dag. Hann býst við fjörugum umræðum á ráðstefnunni þar sem fjárhagsleg staða sveitarfélaganna sé mjög mismunandi. 14.1.2006 11:45 Dómari í máli Saddams Hussein ætlar ekki að hætta Dómari við dómstólinn sem réttar yfir Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, segir fullyrðingar yfirdómara í málinu um að hann ætli að hætta staðlausa stafi. 14.1.2006 10:13 Fimm námamenn létust í sprengingu Fimm rúmenskir námamenn fórust og tveir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í vesturhluta landsins. Tveggja er enn saknað. 14.1.2006 10:10 Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Prófkjör verður haldið í dag hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ vegna sveitastjórnakosninga í vor. Aðeins tveir bjóða sig fram í fyrsta sæti en það eru Erling Ásgeirsson og Páll Hilmarsson. 14.1.2006 10:05 Gaus fimm sinnum Eldfjallið Augustine í Alaska gaus að minnsta kosti fimm sinnum í gær. Aflýsa varð flugi og loka skólum vegna gossins og voru um 16.000 íbúar í nágrenni fjallsins varaðir við öskufalli. 14.1.2006 10:04 Tveir menn verða fyrir líkamsárás í nótt. Rólegt var í öllum umdæmum lögreglunnar á landinu í gærkveldi og í nótt. Þó voru tvær líkamsárásir í Reykjavík. Um klukkan 7 í morgun var maður sleginn niður fyrir utan veitingastaðinn Amsterdam í Tryggvagötu. 14.1.2006 10:03 Svín með græn líffæri Vísindamenn við ríkisháskóla í Taívan hafa náð að rækta græn svín, sem glóa í myrkri. Þótt fyrst og fremst séu það trýnið og klaufirnar sem eru græn að lit, er kannski enn sérstakara að öll líffærin í svínunum eru græn. 13.1.2006 23:15 Mannréttindaskrifstofa sækist eftir öllu fénu Mannréttindaskrifstofa Íslands hyggst sækjast eftir öllum þeim átta milljónum króna sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið veitir til verkefna á sviði mannréttindamála. Þá mun skrifstofan halda áfram baráttu sinni fyrir því að fá fast fjármagn á fjárlögum. 13.1.2006 23:07 Sjá næstu 50 fréttir
Mikill erill á slysadeild Íbúar Suðvestur hornsins virðast vera komnir úr allri þjálfun á skíðum og snjóbrettum því mikill erill var á slysadeild Landsspítalans í gær við að hlynna að skíða- og snjóbrettafólki sem lent hafði í slæmum byltum. Engin reyndist þó alvarlega slasaður og stúlkan, sem þyrla Landhelgilsgæslunnar sótti upp í Bláfjöll í gær, reynidst líka minna slösuð en óttast var í fyrstu. Sama á við um vélsleðamanninn, sem þyrlan sótti í sömu ferð upp í Landmannalaugar. 16.1.2006 07:45
Flughált á Hellisheiði og í Þrengslum Flughált er á Hellisheiði, snjóþekja og éljagangur er í Þrengslum og hálka á Suðurlandi en þar stendur mokstur yfir. Þá er hálka og snjóþekja á Norðurlandi, Norðausturlandi og Vesturlandi. Ófært er yfir Eyrarfjall, Hrafneyrar og Dynjandisheiði og á Austurlandi er ófært yfir Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi 16.1.2006 07:40
Nítjan manns hafa greinst með fuglaflensu í Tyrklandi Fimm ára drengur greindist með H5N1 afbrigði fuglaflensunnar í Tyrklandi um helgina. Er það nítjánda manneskjan þar í landi sem greinist með afbrigðið. Systir drengsins lést í gær en var ekki sögð með veiruna í sér. Hún hafði þó komist í snertingu við smitaða fugla líkt og bróðir hennar og segja sérfræðingar mjög líklegt að hún hafi verið ranglega greind. 16.1.2006 07:07
Sjö létust í bruna í Vladívostok Að minnsta kosti sjö létust og átján særðust þegar eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Vladívostok á Kyrrahafsströnd Rússalands í morgun. 16.1.2006 00:00
Ljóskerið til Massimo Santanicchia Massimo Santanicchia hlaut verðlaunin Ljóskerið í samkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur, Ljóstæknifélag Íslands og Tímaritið Ljós standa að og hlaut hann 500 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á verkinu. Í öðru sæti urðu arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Stefán Einarsson hjá Batteríinu ehf. ásamt Jóni Otta SIgurðssyni tæknifræðingi og fengu þeir 400 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á ljóskerinu. 16.1.2006 08:00
Stjórnlaust flutningaskip NA af Langanesi Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip, skráð á Möltu, rekur stjórnlaust um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi eftir að aðalvél skipsins bilaði í gær. Tólf manns eru í áhöfn og er þeim ekki talin hætta búin þótt bræla sé á svæðinu. Skipið, sem heitir Wilson Tyne, var á leið til Grundartanga. Útgerð þess ákvað í gær að fá norskan dráttarbát til að koma skipinu til hjálpar, frekar en að leita aðstoðar Landhelgisgæslunnar, og er stór dráttarbátur væntanelgur að skipinu á morgun 16.1.2006 07:10
Geimryk jafngamalt sólinni Hylki sem inniheldur geimryk jafngamalt sólinni lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Utah í morgun. Vísindamenn vonast til að geimrykið gamla geti varpað ljósi á uppruna sólkerfisins. 15.1.2006 19:18
Dómkirkjuprestur tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur hefur sótt um leyfi til að gefa samkynhneigð pör saman á sama hátt og gagnkynhneigð. Hann segir það rangt hjá biskupi að hvergi í kristinni kirkju séu samkynhneigðir gefnir saman líkt og gagnkynhneigðir. Dómkirkjuprestur segist tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra. 15.1.2006 19:15
Pólitískar ástæður réðu úrslitum þegar Reykjavíkurborg sleit viðræðum um sölu síns hlutar í Landsvirkjun Það voru pólitískar ástæður en ekki fjárhagslegar sem réðu úrslitum þegar Reykjavíkurborg ákvað að slíta viðræðum um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. 15.1.2006 19:01
Vélsleðaslys í Halldórsdal við Kirkjufellsvatn. Vélsleðaslys varð í Halldórsdal við Kirkjufellsvatn skammt frá Landmannalaugum á fjórða tímanum í dag. 15.1.2006 18:51
Erfðabreytileiki sem eykur verulega líkur á sykursýki fundinn Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið erfðabreytileika sem eykur verulega líkurnar á sykursýki. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum tekst þetta. Eftir tvö ár ætti að vera hægt að beita þessari þekkingu í heilsugæslu til að greina hvort fólk sé í aukinni hættu á að fá sykursýki. 15.1.2006 18:47
Uppkaupsmenn byrjaðir að kaupa hesthús á Heimsenda. Undafarna mánuði hefur stjórn hestamannafélagsins Gusts barist fyrir tilverurétti sínum, en svokallaðir uppkaupsmenn hafa verið duglegir við að kaupa upp hesthús í Glaðheimum sem er félagssvæði þeirra. 15.1.2006 17:33
40 daga þjóðarsorg í Kúveit vegna andláts þjóðhöfðingja 40 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kúveit eftir að þjóðhöfðingi landsins, Jaber Al Ahmed Al Sabah fursti, lést í nótt, 77 ára að aldri. 15.1.2006 16:48
Vélsleðaslys við Kirkjufellsvatn Vélsleðaslys varð við Kirkjufellsvatn, sem er um 10 kílómetra norðan við Landmannalaugar, á fjórða tímanum í dag. 15.1.2006 16:02
Grunur um fuglaflensusmit í Istanbúl Tvö börn voru lögð inn á sjúkrahús í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag en óttast er að þau séu smituð af fuglaflensu. Enn á eftir að skera úr um hvort um er að ræða veiru af H5N1-stofni. 15.1.2006 15:51
Féllu niður vök Tvær konur féllu niður vök á Rauðavatni um klukkan eitt í dag. Þær voru á ferð með gönguskíðahóp og voru um 30 til 40 metra frá landi þegar þær fóru niður vökina. Flytja þurfti aðra konuna á slysadeild vegna gruns um ofkælingu en hinni konunni varð ekki meint af. Slökkviliðið vill vara fólk við að ganga á ísnum þar sem hann er mjög ótraustur. 15.1.2006 14:22
Þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leyniflug í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á því hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast 15.1.2006 12:44
Palestínumenn í Austur-Jerúsalem fá að kjósa Palestínumenn sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem, fá að greiða atkvæði í þingkosningunum 25. janúar. 15.1.2006 12:42
Forsetakosningar í Finnlandi og Chile Finnar og Chilemenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Útlit er fyrir að konur beri sigur úr býtum í báðum löndunum 15.1.2006 12:37
Aðaldómari í máli Saddams Husseins segir af sér Aðaldómari við réttarhöldin yfir Saddam Hussein hefur látið af embætti. Ástæðan er talin sú gagnrýni sem hann hefur hlotið fyrir að leyfa einræðisherranum fyrrverandi að hleypa dómhaldi upp æ ofan í æ. 15.1.2006 12:30
Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi Stórhríð er á suðausturlandi og ófært á Breiðdalsheiði og Öxi og mikil hálka er víða á suðurlandi. 15.1.2006 12:11
Stríð þó vopnahlé sé í gildi Íslenskur friðargæsluliði slapp ómeiddur þegar sprengja sprakk nálægt dvalarstað hans í borginni Batticaloa á Sri Lanka. Starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á Sri Lanka segir ljóst að stríð geysi í landinu þó vopnahlé sé í gildi. 15.1.2006 12:07
Forsætisráðuneytinu var ekki heimilt að binda ráðningu umboðsmanns barna við lögfræðimenntun. Þetta kemur fram í úrskurði umboðsmanns Alþingis 15.1.2006 12:06
Opnað í Hlíðarfjalli Opnað var í Hliðarfjalli í morgun og segir starfsfólk þar útlit fyrir góðan skíðadag. 15.1.2006 11:57
Erling Ásgeirsson í 1. sæti Erling Ásgeirsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fór fram í dag. Páll Hilmarsson varð í öðru sæti en Stefán Konráðsson í því þriðja. Kosningaþátttaka svar 81.2% og er prófkjörið því bindandi samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins. 14.1.2006 22:12
Fjögur sjúkraflug í dag Mikið hefur verið að gera í sjúkraflugi í dag og hefur verið flogið fjórum sinnum. Þar af þurfti að sinna þremur sjúklingum strax. Flugfélag Íslands flaug í öll skiptin. 14.1.2006 19:07
Útilt fyrir að Erling Ásgeirsson leiði Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ Útlit er fyrir að Erling Ásgeirsson leiði lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Búist er við að flokkurinn vilji að Gunnar Einarsson verði bæjarstjóri áfram. 14.1.2006 18:55
Kalt bað í Tokyo Það er víðar kalt en á Íslandi þessa dagana en sumir láta hins vegar kuldabola ekkert á sig fá. Þannig létu tvær tylftir Japana sig ekki muna um að bregða sér í bað í þriggja gráðu kaldri laug við sjintó-hof í Tokyo í dag. 14.1.2006 18:52
Íransforseti þegir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Íransforseti situr fast við sinn keip og segir þjóð sína ekki þurfa á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vilja deilur með átökum þarfnist slíkra vopna að hans mati. 14.1.2006 18:48
Ekki víst hvort hægri hönd bin Ladens hafi fallið í loftárás í Pakistan 18 liggja í valnum eftir eldflaugaárás á þorp í Pakistan þar sem liðsmenn al-Qaida samtakanna voru sagðir hafast við. Íbúar þorpsins sverja af sér öll slík tengsl og segja konur og börn hafa farist í árásinni. 14.1.2006 18:37
Íslenskan friðargæsluliða sakaði ekki þegar bílasprengja sprakk á Sri Lanka Íslenskan friðargæsluliða sakaði ekki þegar bílsprengja sprakk nálægt höfðustöðvum norrænna friðargæsluliða í borginni Batticaloa á Sri Lanka í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu lét enginn lífið í árásinni og enginn særðist. 14.1.2006 18:29
Forseti Írans segir þjóð sína ekki þurfa kjarnorkuvopn Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði á blaðamannafundi í dag að þjóð sín þyrfti ekki á kjarnorkuvopnum að halda. Einungis þær þjóðir sem leysa vildu deilur með átökum þörfnuðust slíkra vopna. 14.1.2006 14:03
Svissneskur þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leynifangelsi í Evrópu Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast. 14.1.2006 13:48
Átján féllu í eldflaugaárás í Pakistan Átján féllu í eldflaugaárás sem gerð var á pakistanskt þorp í morgun en þar var talið að liðsmenn al-Kaída hefðust við. 14.1.2006 12:41
Sex á slysadeild vegna líkamsmeiðinga Sex manns komu á slysadeild í morgun vegna líkamsmeiðinga og ofbeldisáverka. Einn maður var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að hann var sleginn niður. 14.1.2006 12:32
Lést í umferðarslysi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut í Reykjavík í gærmorgun, hét Pétur Sigurðsson til heimilis að Geitlandi 8 Reykjavík. Hann var fæddur tuttugasta og sjöunda janúar árið 1946 og hefði því orðið sextugur í þessum mánuði. Pétur, sem var kjötiðnaðarmaður og strætisvagnabílstjóri, lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. 14.1.2006 12:28
Bæjarstjóri sækist ekki eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ Sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa ekki ákveðið hvort núverandi bæjarstjóri, verði bæjarstjóraefni flokksins vegna sveitastjórnarkosninga í vor. Prófkjör flokksins þar í bæ er haldið í dag í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi og er bæjarstjórinn ekki í framboði. 14.1.2006 12:17
Býst við fjörugum umræðum á launamálaráðstefnu Formaður launanefndar sveitarfélaganna segir miklar væntingar til launamálaráðstefnu sem haldin verið næsta föstudag en að þau deilumál sem uppi eru í kjaramálum verði ekki leyst strax þann dag. Hann býst við fjörugum umræðum á ráðstefnunni þar sem fjárhagsleg staða sveitarfélaganna sé mjög mismunandi. 14.1.2006 11:45
Dómari í máli Saddams Hussein ætlar ekki að hætta Dómari við dómstólinn sem réttar yfir Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, segir fullyrðingar yfirdómara í málinu um að hann ætli að hætta staðlausa stafi. 14.1.2006 10:13
Fimm námamenn létust í sprengingu Fimm rúmenskir námamenn fórust og tveir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í vesturhluta landsins. Tveggja er enn saknað. 14.1.2006 10:10
Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Prófkjör verður haldið í dag hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ vegna sveitastjórnakosninga í vor. Aðeins tveir bjóða sig fram í fyrsta sæti en það eru Erling Ásgeirsson og Páll Hilmarsson. 14.1.2006 10:05
Gaus fimm sinnum Eldfjallið Augustine í Alaska gaus að minnsta kosti fimm sinnum í gær. Aflýsa varð flugi og loka skólum vegna gossins og voru um 16.000 íbúar í nágrenni fjallsins varaðir við öskufalli. 14.1.2006 10:04
Tveir menn verða fyrir líkamsárás í nótt. Rólegt var í öllum umdæmum lögreglunnar á landinu í gærkveldi og í nótt. Þó voru tvær líkamsárásir í Reykjavík. Um klukkan 7 í morgun var maður sleginn niður fyrir utan veitingastaðinn Amsterdam í Tryggvagötu. 14.1.2006 10:03
Svín með græn líffæri Vísindamenn við ríkisháskóla í Taívan hafa náð að rækta græn svín, sem glóa í myrkri. Þótt fyrst og fremst séu það trýnið og klaufirnar sem eru græn að lit, er kannski enn sérstakara að öll líffærin í svínunum eru græn. 13.1.2006 23:15
Mannréttindaskrifstofa sækist eftir öllu fénu Mannréttindaskrifstofa Íslands hyggst sækjast eftir öllum þeim átta milljónum króna sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið veitir til verkefna á sviði mannréttindamála. Þá mun skrifstofan halda áfram baráttu sinni fyrir því að fá fast fjármagn á fjárlögum. 13.1.2006 23:07