Erlent

Nítjan manns hafa greinst með fuglaflensu í Tyrklandi

Fimm ára drengur greindist með H5N1 afbrigði fuglaflensunnar í Tyrklandi um helgina. Er það nítjánda manneskjan þar í landi sem greinist með afbrigðið. Systir drengsins lést í gær en var ekki sögð með veiruna í sér. Hún hafði þó komist í snertingu við smitaða fugla líkt og bróðir hennar og segja sérfræðingar mjög líklegt að hún hafi verið ranglega greind. Systkinin eru frá bænum Dogubaisit, þeim sama og börnin þrjú sem létust úr fuglaflensku í liðinni viku voru frá. Fuglaflensan hefur greinst í yfir 30 héröðum í Tyrklandi og óttast yfirvöld að veiran verði að faraldri innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×