Erlent

Aðaldómari í máli Saddams Husseins segir af sér

Rizgar Mohammed Amin, aðaldómari við réttarhöld Saddams Husseins, hefur sagt af sér.
Rizgar Mohammed Amin, aðaldómari við réttarhöld Saddams Husseins, hefur sagt af sér. MYND/AP

Rizgar Mohammed Amin, aðaldómari við réttarhöldin yfir Saddam Hussein, hefur látið af embætti sínu. Talið er að ástæða uppsagnarinnar sé sú gagnrýni sem Amin hefur hlotið fyrir að leyfa einræðisherranum fyrrverandi að hleypa dómhaldi upp æ ofan í æ. Hins vegar er ekki vitað hvort ríkisstjórnin þrýsti á hann að hætta eða hann tók ákvörðunina sjálfur. Jaafar al-Mousawi, aðalsaksóknari réttarhaldanna, sagðist í samtali við AP-fréttastofuna búast við að afsögnin hefði hverfandi áhrif þar sem fljótlega mætti finna nýjan dómara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×