Erlent

Átján féllu í eldflaugaárás í Pakistan

Ayman al-Zawahiri sem er sagður hægri hönd Osama bin Ladens.
Ayman al-Zawahiri sem er sagður hægri hönd Osama bin Ladens. MYND/AFP

Átján féllu í eldflaugaárás sem gerð var á pakistanskt þorp í morgun en þar var talið að liðsmenn al-Kaída hefðust við.

Fregnir af árásinni sem gerð var snemma í morgun eru enn óljósar. Að sögn AP-fréttastofurnar skutu pakistanskar herþotur eldflaugum að húsum í þorpi, nærri afgönsku landamærunum en þar var talið að háttsettir liðsmenn al-Kaída hryðjuverkanetsins hefðu aðsetur.

Fyrstu fréttir hermdu að á meðal þeirra átján sem féllu væri Ayman al-Zawahri, egypski læknirinn sem er sagður hægri hönd Osama bin Laden, en undir hádegi lýstu pakistönsk stjórnvöld því yfir að svo væri ekki.

Íbúar í þorpinu eru að vonum æfir yfir árásinni sem þeir telja runna undan rifjum Bandaríkjamanna. Talsmaður Bandaríkjahers sagði í morgun að engar aðgerðir stæðu yfir á hans vegum um þessar mundir en bandarískir fjölmiðlar útiloka ekki að leyniþjónustan CIA hafi skipulagt árásina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×