Erlent

Svín með græn líffæri

Græneygt svín með grænleitt trýni við hlið venjulegs svíns.
Græneygt svín með grænleitt trýni við hlið venjulegs svíns. MYND/AP

Vísindamenn við ríkisháskóla í Taívan hafa náð að rækta græn svín, sem glóa í myrkri. Þótt fyrst og fremst séu það trýnið og klaufirnar sem eru græn að lit, er kannski enn sérstakara að öll líffærin í svínunum eru græn.

Liturinn stafar af grænu prótíni sem var sprautað í fósturvísa dýranna. Tilraunin er ekki bara til gamans, því litunin er hluti af rannsóknum vísindamannanna á stofnfrumum, sem vonast er til að hægt verði að nota til að lækna erfiða sjúkdóma hjá mönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×