Erlent

Fimm námamenn létust í sprengingu

Fimm rúmenskir námamenn fórust og tveir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í vesturhluta landsins. Tveggja er enn saknað. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er enn ekki vitað hvað olli sprengingunni en uppsöfnun eldfimra gastegunda er talin líklegasta skýringin. Um það bil tvö hundruð verkamenn voru að störfum í námunni þegar slysið var og gekk greiðlega að koma þeim út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×