Erlent

Mikill erill á slysadeild

Íbúar Suðvestur hornsins virðast vera komnir úr allri þjálfun á skíðum og snjóbrettum því mikill erill var á slysadeild Landsspítalans í gær við að hlynna að skíða- og snjóbrettafólki sem lent hafði í slæmum byltum. Engin reyndist þó alvarlega slasaður og stúlkan, sem þyrla Landhelgilsgæslunnar sótti upp í Bláfjöll í gær, reynidst líka minna slösuð en óttast var í fyrstu. Sama á við um vélsleðamanninn, sem þyrlan sótti í sömu ferð upp í Landmannalaugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×