Fleiri fréttir

Ódýrari tryggingar til skemmri tíma

Nýtt tryggingafélag, sem er í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar, býður bílatryggingar til mánaðar í senn. Félagið ætlar að bjóða tryggingar allt að fjórðungi undir listaverði tryggingafélaganna.

Svíakóngur í umdeildum viðskiptum

Karl Gústaf Svíakóngur lætur sér ekki nægja að ríkja yfir þegnum sínum. Hann er líka umfangsmikill kaupsýslumaður og það þykir vera á gráu svæði.

Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar

Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum.

Byrjaði með því að nokkrar töskur hrundu

Farangur hrundi úr rútum á ferð í veg fyrir innganginn að Jamarat-brúnni í Sádi-Arabíu í gær. Nokkrir pílagrímar duttu og ekki þurfti að spyrja að leikslokum. Svona var atburðarásin þegar vel á fjórða hundrað manns fórst á Hajj-hátíðinni nærri hinni heilögu borg Mekka í gær.

Um tuttugu árekstrar í dag

Það urðu fjölmargir árekstrar í höfuðborginni í dag vegna ófærðar og mikill erill var hjá lögreglu. Þetta er mesti snjór í Reykjavík í nokkurn tíma, en hætta er á að ekkert ferðaveður verði á vestanverðu landinu í kvöld.

Ekkert banaslys frá tvöföldun

Ekkert dauðaslys hefur orðið á Reykjanesbrautinni frá því hluti hennar var tvöfaldaður. Áður voru banaslysin þar fimm að jafnaði á hverju ári. Breikkun næsta áfanga, milli Strandarheiðar og Njarðvíkur, er nú hafin.

Íranar æfir vegna viðbragða vesturlanda

Íranar eru æfir vegna áætlana um að vísa kjarnorkuáætlun þeirra fyrir Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld í landinu hóta að hætta öllu samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina. Íslendingur sem er yfirmaður þar segir þetta slæm tíðindi, sem þýði að ekki verði hægt að fylgjast með þróun mála í Íran.

Ekki þrýst á ritstjóra DV

Gunnar Smári Egilsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar segir að ekki hafi verið þrýst á ritstjóra DV um að hætta störfum. Þeir hafi kosið að gera það sjálfir í ljósi umræðu síðustu daga. Hann kannast ekki við tilboð Björgólfs Guðmundssonar um að kaupa blaðið til að koma í veg fyrir umfjöllun um sjálfa sig. Það sé þó ótrúlegt ef mönnum detti slíkt í hug á Vesturlöndum.

Ritstjóraskipti á DV

Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason hafa látið af störfum sem ritstjórar DV að eigin ósk. Í yfirlýsingu þeirra segir að nauðsynlegt sé að skapa ró um blaðið og koma á vinnufriði. Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson eru nýir ritstjórar blaðsins.

Strætisvagnsstjóri beið bana

Strætisvagnabílstjóri beið bana í morgun, þegar vagninn hans lenti aftan á vöruflutningabíl. Engir farþegar voru í strætisvagninum.

Bush neitaði að loka Guantanamo

George Bush Bandaríkjaforseti hafnaði í dag tillögu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að fangabúðunum í Guantanamo yrði lokað.

Minntust átaka við Sovétmenn

Litháar minntust þess í dag að fimmtán ár eru frá umsátrinu um sjónvarpsturninn í Vilníus. Fjórtán manns létust í átökum við sovéska hermenn en þrátt fyrir það er sú stund talin marka endalok sovéskra yfirráða í landinu.

Kanna sameiningu HÍ og KHÍ

Kanna á kosti þess að sameina Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Menntamálaráðuneytið hefur skipað starfshóp sem fer yfir kosti og galla sameiningar.

Tveir skjálftar á rúmlega hálftíma

Tveir skjálftar hafa mælst í dag sem eru sterkari en þrír á Richterkvarða. Fyrri skjálftinn mældist um þrír á Richter og varð í Vatnajökli, norðan við Bárðarbungu, og reið yfir rétt fyrir klukkan þrjú. Seinni skjálftinn varð rétt út af Tjörnesi um hálftíma síðar og mældist hann 3,5 á Richterkvarða.

Tekist á um aðfarahæfi

Mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Jóns Ólafssonar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annars vegar var tekinn fyrir ágreiningur um aðfararhæfni enska dómsins á Íslandi og hins vegar krafa um að fjárnámsgerð sýslumanns yrði felld úr gildi.

Ekki góð blanda

Fullt tungl hefur löngum vakið forvitni meðal mann og hugsanleg áhrif þess á menn og málleysingja. Sumir vilja meina að fleiri börn fæðist á fullu tungli en ella og á fullu tungli komi einnig í ljós hvorf varúlfar séu manna á meðal eður ei. Við leituðum til spákonu til að fræðast um áhrif fulls tungls og hjátrúnna í kringum föstudaginn þrettánda.

Él um allt vestanvert landið

Gengið hefur á með éljum um allt vestanvert landið og snjór og hálka er á vegum. Þrátt fyrir þetta eru allar helstu leiðir færar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka eða hálkublettir eru einnig í öðrum landshlutum.

Fylgja siðareglum Blaðamannafélagsins

Ritstjórn DV mun hér eftir fylgja siðareglum Blaðamannafélags Íslands segir Björgvin Guðmundsson, annar tveggja nýráðinna ritstjóra blaðsins. Hann segir að í framtíðinni verði lögð meiri áhersla en verið hefur á að segja fréttir af stjórnmálum og viðskiptum.

Herforingi rekinn vegna yfirlýsinga hans

Spænskur herforingi var rekinn úr starfi í dag eftir að hann sagði að herinn gæti látið til sín taka í innanríkismálum ef Katalóníuhérað fengi aukna sjálfsstjórn.

Herþyrla skotin niður í Írak

Uppreisnarmenn í Írak skutu niður bandaríska herþyrlu nærri Mosul í norðurhluta landsins í dag. Tveir voru í áhöfn hennar og eru báðir taldir af. Þetta er önnur bandaríska herþyrlan sem er skotin niður á viku, tólf fórust með þyrlu sem var skotin niður síðasta laugardag.

Fjölmenni á fyrsta bæjarstjórnarfundinum

Um tíundi hver íbúi Voga á Vatnsleysuströnd, eða um hundrað manns, mætti á bæjarstjórnarfund í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem bæjarstjórn heldur eftir að hreppurinn sem lengi hefur verið til varð að sveitarfélagi.

Vara við að láta öryggisráðið úrskurða

Það gæti gert illt verra að vísa deilunni vegna kjarnorkuáætlunar Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði sendiherra Kína hjá Sameinuðu þjóðunum rétt í þessu. Hann sagðist óttast að slík aðgerð gerði deiluna flóknari og herti deilandi fylkingar í afstöðu sinni.

Sorphirðan dýrust á Ísafirði

Ísfirðingar greiða hæst sorphirðugjöld af íbúum fimmtán stærstu sveitarfélaga landsins. Þau hafa jafnframt hækkað meira á milli ára en í öllum hinum stærstu sveitarfélögunum.

Óttast mikið mannfall vegna fuglaflensu

Óttast er að þúsundir manna látist vegna fuglaflensunnar sem vísindamenn segja ekki spurningu hvort heldur hvenær verði að faraldri. Þjóðir heimsins verða að vera betur undirbúnar þegar og ef fuglaflensan verður að faraldri að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Hóta að slíta öllu samstarfi

Íranar hafa hótað að hætta samstarfi sínu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina, verði þeir kvaddir fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna vill fresta refsiaðgerðum en utanríkisráðherrar Evrópusambandsins segja enga aðra leið í stöðunni.

Stjórn og starfsfólk slegin

Í yfirlýsing frá Strætó bs.segir að starfsfólk og stjórn Strætó bs. séu harmi slegin vegna hins hörmulega umferðaslyss í morgun þar sem strætisvagnsstjóri beið bana.

Ekki þrýst á ritstjóra DV að segja upp

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að ekki hafi verið þrýst á ritstjóra DV að segja upp, enda engin ástæða til þess. Ritstjórarnir, Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, tilkynntu um uppsögn sína í morgun sem þeir sögðu tilkomna til að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá starfsfólki.

Eyrarrósin afhent á Bessastöðum í dag

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum upp úr klukkan fjögur í dag. Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. NFS verður með beina útsendingu frá athöfninni.

Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf harmar orð biskups

Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf, ÁST, harmar orð biskups Íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar, í sjónvarpsviðtali á NFS 2. janúar síðastliðinn þar sem hann ræddi um hjónabandið í tengslum við fram komna tillögu á Alþingi.

Tíu árekstrar og eitt banaslys

Tíu árekstrar höfðu orðið í Reykjavík fyrir hádegi og þar af eitt banaslys á Sæbraut. Vegna slæmrar færðar á götum höfuðborgarsvæðisins í morgun gekk umferðin hægt. Starfsmenn ruðningstækja höfðu í nógu að snúast í morgun, en nú ætti færð á öllum helstu umferðaræðum að vera orðin góð.

Yfirlýsing frá stjórn Dagsbrúnar

Stjórn Dagsbrúnar ræddi á fundi sínum í dag málefni dagblaðsins DV í kjölfar hinna hörmulegu atburða á Ísafirði. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að hún starfi eftir starfsreglum þar sem m.a. er kveðið á um að stjórnarmönnum sé óheimilt að hlutast til um einstök umfjöllunarefni fjölmiðla í eigu félagsins.

Banaslys á Sæbraut

Banaslys varð á níunda tímanum í morgun þegar flutningabíll og strætisvagn skullu saman á Sæbraut, rétt ofan við Húsasmiðjuna. Ökumaður annars bílsins lést en enga aðra sakaði.

Ritstjórn norska blaðsins Magazinet berast morðhótanir

Ritstjórn og blaðamönnum norska dagblaðsins Magazinet hafa borist morðhótanir með tölvupósti hvaðanæva úr heiminum eftir að það birti teikningar af Múhameð spámanni í vikunni. Þessar sömu myndir birtust í danska Jótlandspóstinum á nýliðnu hausti og fengu starfsmenn þar einnig morðhótanir í framhaldinu.

Páll Baldvin og Björgvin ráðnir ritstjórar DV

Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri DV, og Björgvin Guðmundsson, blaðamaður á Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hafa verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sem sögðu upp í morgun.

Ritstjórar DV segja upp

Ritstjórar DV, þeir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, hafa sagt upp störfum. Þeir segjast gera það til að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá því dugandi starfsfólki sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess, segir í tilkynningu frá þeim.

Mikill snjór víða á Suðvesturlandi

Talsverður snjór féll víða á Suðvesturlandi í nótt og má búast við talsverðum umferðartöfum í morgunsárið á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn borgarinnar byrjuðu fyrir allar aldir að hreinsa og saltbera aðar umferðaræðarnar en á hliðargötum er sumstaðar þæfingur og auðvitað hálka.

350 pílagrímar létust í Mekka

Að minnsta kosti 350 íslamskir pílagrímar létust og um 300 eru taldir hafa slasast þegar þeir hrösuðu um farangur annarra pílagríma og tróðust undir er þeir voru á leið að steinsúlu til að kasta í hana steinum í gær.

Sjálfsmorðsárás í Jenín

Palestínskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp nærri ísraelskum hermönnum þegar þeir voru í handtökuaðgerðunum í bænum Jenín í gær. Sprengjumaðurinn sprengdi sig þegar hermenn ætluðu að handtaka hann sem og aðra palestínumenn sem voru inni í húsi í borginni en þá hljóp hann út og sprengdi sig sem fyrr segir. Talið er að enginn hermaður hafi særst í sprengjuárásinni.

Vill alþjóðlegt bann við vopnavæðingu í geimnum

Paul Martin, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins vill alþjóðlegt bann við vopnavæðingu í geimnum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum er sögð ósátt við afstöðu Frjálslynda flokksins, sem hefur neitað að verða aðili að geimvarnaráætlun Bandaríkjanna.

Olmert ræðir við Bush um stjórnmálaástandið í Ísrael

Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, ræddi í gær við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í síma um ástand Sharons, undirbúning að kosningum til þings Palestínumanna, sem haldnar verða í lok janúar, og stjórnmálaástandið í Ísrael en kosningar þar í landi fara fram í lok mars.

Tveir meintir fíkniefnasalar handteknir

Tveir meintir fíkniefnasalar voru handteknir í gær og í nótt. Fyrst handtók Selfosslögreglan karl og konu í bíl á Eyrarbakkavegi eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra sem leiddi til handtöku sölumanna í Þorlákshöfn.

Kannaðir kostir þess að sameina KHÍ og HÍ

Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna kosti þess að sameina Háskóla Íslands og Kennaraháskólann. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þetta sé gert í samráði við rektora beggja skólanna. Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri mun leiða starf nefndarinnar og er henni ætlað að skila niðurstöðu fyrir lok febrúarmánaðar.

Norðmenn vilja smíða varðskip fyrir Íslendinga

Norðmenn hafa mikinn áhuga á að smíða nýtt varðskip fyrir Íslendinga því þeir eiga þrjár umsóknir af fimmtán, um að fá að taka þátt í lokuðu útboði um smíðina. Annars komu umsóknirnar úr öllum heimshornum, frá Chile, Danmörku, Kína, Póllandi, Spáni og Ítalíu, svo nokkrir séu nefndir. Stefnt er að því að umsækjendur fái útboðsgögn í febrúar og að undirritaður samningur liggi fyrir í sumar byrjun. Upp úr því ætti smíðin að geta hafist

Íranar hafa samþykkt að hefja samningarviðræður

Íranar hafa samþykkt að ganga að samningaborðinu með Bretum, Frökkum og Þjóðverjum um kjarnorkuáætlun landsins. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í gær.

Sjá næstu 50 fréttir