Fleiri fréttir Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur samkvæmt vefsíðu Hagstofunnar fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hvar hann fæddist, eða neitt nánar, að svo stöddu. Þetta gerðist heldur fyrr en reiknað hafði verið með því spár bentu til þess að áfanganum yrði náð undir lok mánaðarins eða snemma í febrúar. 9.1.2006 07:34 Þurfa að sýna fram á 300 vinnustundir á tveggja ára tímabili Lagabreyting sem varðar fjárjagsaðstoð frá hinu opinbera í Danmörku mun taka gildi um 15 mánuðum fyrr en áður hafði verið ráðgert. Lögin gera ráð fyrir að einstaklingar sem ekki hafi unnið 300 vinnustundir yfir tveggja ára tímabil, munu missa fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Lögin taka gildi 1. mars næstkomandi en 1. mars 2007 er sá dagur sem miðað er við að fólki þurfi að sýna fram á 300 vinnustundir ef það vill ekki missa fjárhagsaðstoð. 9.1.2006 07:29 Sharon enn á milli heims og helju Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, liggur enn á milli heims og helju. Læknar Sharons ætla að freista þess að vekja hann klukkan hálfníu að íslenskum tíma en þá fyrst verður hægt að meta skaðann sem Sharon hefur orðið fyrir vegna heilablóðfallsins sem hann fékk á miðvikudag. 9.1.2006 07:28 Ekki færri hælisumsækjendur í Danmörku í áratugi Ekki hafa jafn fáir sótt um hæli í Danmörku síðan í byrjun 9. áratugarins. Fjöldi umsækjenda náði hámarki árið 2001 þegar 12.500 manns sóttu um hæli og þar af var 6.000 manns veitt hæli. Í lok nóvember á síðasta ári var fjöldi þeirra sem fengu hæli í Danmörku 872 af þeim rúmlega 2.000 manns sem sóttu um hæli. 9.1.2006 06:53 Leiðindaveður á Hellisheiði í gærkvöldi Nokkrir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum, sem höfnuðu utan vegar, þegar óveður gerði á Hellisheiði í gærkvöldi. Enga í bílunum sakaði og heldur ekki í pallbíl, sem valt þar út af veginum fyrr um kvöldið. Lögregla kom ökumönnum til aðstoðar, en ekki kom til þess að kalla þyrfti út björgunarsveitir. 9.1.2006 09:24 Fékk hjartaáfall og lést Tony Banks, sem gengdi embætti íþróttamálaráðherra í bresku ríkisstjórninni undir lok síðustu aldar, lést í dag af völdum hjartaáfalls sem hann fékk þar sem hann var staddur í fríi í Bandaríkjunum. Banks var mjög vinsæll stjórnmálamaður og mikill aðdáandi Chelsea. 8.1.2006 21:12 Samfylkingin í Kópavogi fundar um leikskólamálin Samfylkingin í Kópavogi boðar til opins fundar um leikskólamálin í Kópavogi annað kvöld. Á fundinum verður rætt um starfsmannamál, stöðu barna og foreldra og hvernig leysa megi vandann sem skapast hefur í leikskólamálum í sveitafélaginu. 8.1.2006 16:21 Hringvegurinn gæti styttst um 13 kílómetra Verið er að kanna möguleika á að leggja nýjan veg norðan Svínavatns í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Leið ehf. félag um einkafjarmögnun vegamannvirkja sem fékk rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri til að gera skýrslu um fjárhagslega arðsemi tæplega 16 kílómetra langs vegakafla sem myndi stytta þjóðveginn um 13 kílómetra. 8.1.2006 16:11 Fjöldabrúðkaup í Bólivíu Hátt á 200 pör giftu sig í fjöldabrúðkaupi á íþróttaleikvangi í La Paz, höfuðborg Bólivíu í dag. Brúðhjónin voru á aldrinum 18 til 77 ára og nýttu þau sér þessa fríu þjónustu en mörg þeirra nýgiftu hjóna höfðu fram til þessa ekki haft efni á að gifta sig. Sum brúðhjónanna voru klædd í sitt fínasta púss í brúðarkjól og smóking en önnur pör kusu að klæðast hefðbundum fatnaði indíana. 8.1.2006 15:57 Háir hælar fyrir hæstarétti Heldur óvenjulegt mál er nú rekið fyrir hæstarétti Noregs en þar er deilt um hversu lengi hælar eigi að haldast undir kvennstígvélum. Kona ein frá Hamar í Noregi keypti sér stígvél sem kostuðu að andvirði 13. 000 íslenskra króna. Hún hafði ekki átt stógvélin lengi þegar hún varð fyrir því óláni að hælarnir brotnuðu undan þeim. 8.1.2006 15:15 Breskir hundar of feitir Eins og eigendur þeirra verða breskir hundar sífellt feitari og afleiðingin er alls kyns sjúkdómar sem fylgja offtitu. Líkt og of feitt mannfólk þjást æ fleiri hundar af hjartasjúkdómum, sykursýki og gigt sem er bein afleiðing offtitu. Könnun í Bretlandi leiddi í ljós að rúmlega þrjátíu prósent hunda voru of feitir en þrátt fyrir það eru þeir ekki settir í megrun af eigendum sínum frekar á lyf. 8.1.2006 15:00 Enginn morgunmatur ávísun á offitu Börn sem sleppa morgunmat eru mun líklegri til að verða of feit en þau sem nærast vel á morgnana. Þetta kemur fram í nýlegri ítalskri rannsókn sem framkvæmd var á stóru úrtaki barna á aldrinum sex til fjórtán ára. Þar kom fram að einn þriðji þeirra barna sem ekki borðuðu morgunmat átti við offituvandamál að stríða og tíu prósent voru í feitara lagi. 8.1.2006 15:00 40 sekúndur milli lífs og dauða Það munaði aðeins fjörtíu sekúndum að tvær flugvélar með yfir 350 manns innanborðs myndu skella saman á flugleið yfir Noregi í gær. Engin viðvörun barst flugmönnunum frá flugumferðarstjórninni í Røyken sem sér um flugsvæðið sem flugvélarnar áttu leið um. Það var ekki fyrr en þegar viðvörunarkerfið fór í gang að flugmennirnir áttuðu sig á aðsteðjandi hættu. 8.1.2006 14:31 Nýr frystitogari til Eskifjarðar Aðalsteinn Jónsson, eða Alli ríki fyrrverandi athafnamaður á Eskifirði, er á farinn úr plássinu þar sem ekki er rúm fyrir hann á elliheimilinu. Staðgengill hans, Aðalsteinn Jónsson SU 11, frystitogari í eigu Eskju, sem mun í framtíðinni gera út frá þorpinu, var hinsvegar vígður við hátíðlega athöfn í gær. 8.1.2006 14:00 Hollendingar í Pakistan kvarta undan áfengisbanni Hollenskar hersveitir sem vinna að björugnarstörfum í Pakistan kvarta undan áfengisbanni og segja björgunarmönnum mismunað eftir þjóðernum. Á sama síma og þeim sé meinað að drekka sitji spænskar og breskar herdeildir að sumbli við varðeldana. Þeir segja Spánverja keyra um með heilu hlössin af bjór og að Bretar hæðist að því að þeir séu allsgáðir alla daga. 8.1.2006 13:52 Jarðskjálfti undan ströndum Grikklands Jarðskjálfti varð neðanjarðar fyrir undan ströndum Grikklands í dag. Skjálftinn mældist 6,9 á richteskala en engin slys urðu á fólki og ekki er vitað um skemmdir af völdum skjálftans. Upptök skjálftans voru suðaustan við Peloponnese skaga en hans varð vart á Grikklandi og víða á Suður-Ítalíu. Það þykir hafa skipt miklu máli að upptök skjálftans voru neðansjávar en líklegt þykir að töluvert tjón hefði orðið af völdum jarðskjálftans ef hann hefði átt upptök sín í landi. 8.1.2006 13:45 Fimm þúsund í Laugardalshöllinni í gærkvöldi Rúmlega 5000 manns mættu til styrktar verndun íslenskrar náttúru í Laugardalshöllinni í gærkvöld enda ekki á hverjum degi sem Björk, Sigur Rós, Mugison, hinir bresku Damien Rice og Damon Albarn koma saman á Íslandi og telja í - allt í nafni náttúruverndar og gegn stóriðjuframkvæmdum og öðru raski á hálendinu. 8.1.2006 13:28 Fuglaflensa greinist í mönnum í höfuðborg Tyrklands Tvö tilfelli fuglaflensu greindust í mönnum í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag. Einnig greindust tvö tilfelli í dauðum kjúklingum í tveimur þorpum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hvort um hinn banvæna stofn H5N1 er að ræða eða hvort veiran hafi borist í menn. Þorpin eru bæði í einangrun. 8.1.2006 13:24 Ný fuglaflensutilfelli í Tyrklandi Tvö tilfelli fuglaflensu greindust í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag. Einnig greindust tvö tilfelli í dauðum kjúklingum á tveimur þorpum í austurhluta landsins en ekki er vitað hvort um hinn banvæna stofn H5N1 er að ræða og hvort veiran hafi borist í menn. Þorpin eru bæði í einangrun. 8.1.2006 12:48 Ehud Olmert stjórnaði sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísrael, stjórnaði sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrða að helstu samstarfsmenn Ariel Sharons vilji að Olmert taki við forystu í Kadíma flokknum. 8.1.2006 12:45 Félagsmálaráðherra í leyfi næstu vikurnar Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, verður í leyfi frá störfum næstu vikur vegna veikinda eiginkonu sinnar. Áætlað er að ráðherrann taki aftur til starfa í byrjun febrúar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, gegnir embætti félagsmálaráðherra í fjarveru Árna en Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður tekur sæti Árna á Alþingi. 8.1.2006 12:30 Kuldakast í Nýju Delí á Indlandi Morguninn í morgun var sá kaldasti í heil sjötíu ár í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Hitastigið fór alveg að frostmarki og hefur slíkt ekki gerst frá árinu 1935. Í morgun var jörðin sums staðar hvít, sem þykir miklum tíðindum sæta og eins var hél á rúðum og þökum bíla. Yfirvöld í Nýju Delí hafa ákveðið að loka leikskólum í þrjá daga vegna kuldanna. 8.1.2006 12:27 Sharon haldið sofandi áfram Ariel Sharon fór í enn eina sneiðmyndatökuna í morgun. Niðurstaðan liggur fyrir, en verður ekki tilkynnt fyrr en núna á næstu mínútunum. Sharon hefur verið haldið sofandi í tvo sólarhringa, en læknar hans ákveða í dag hvort hættandi sé á að vekja hann í kvöld. 8.1.2006 12:26 Öflugur skjálfti í Aþenu Öflugur jarðskjálfti upp á 6,7 á Richter skók Aþenu, höfuðborg Grikklands á tólfta tímanum. Enn hafa ekki borist fregnir af skemmdum eða slysum á fólki. 8.1.2006 12:15 Sharon vakinn á morgun. Nú rétt í þessu tilkynntu læknar Ariels Sharon að hann yrði vakinn á morgun ef allt gengi að áætlun. Honum hefur verið haldið sofandi síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudagskvöldið og ekki verður hægt að meta ástand leiðtogans fyrr en hann vaknar. Einn af skurðlæknum Sharons segir að líklega muni hann lifa af, en óvíst sé hvort hann muni nokkru sinni geta talað eða skilið annað fólk. Ehud Olmert, sem hefur tekið við starfi Sharons til bráðabirgða, hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund í morgun. Þar sagðist hann ætla að stjórna málum eins og Sharon hefði viljað. Eitt af hans fyrstu verkum verður að ákveða hvort Palestínumenn í austurhluta Jerúsalem fái að kjósa í þingkosningunum í Palestínu í lok mánaðarins. Leyfi hann það ekki, gæti það sett kosningarnar í uppnám. Ísraelskir fjölmiðlar segja að helstu samstarfsmenn Sharons vilji að Olmert taki við forystu í Kadíma flokknum og leiði hann í kosningunum í Ísrael í lok mars. Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og einn af aðalmönnunum á bakvið friðarferlið í Osló, sagðist í morgun styðja Olmert til forystu í Kadíma. Peres sem gekk í Kadíma fyrir nokkrum vikum vill ekki staðfesta að hann verði áfram í flokknum eftir brotthvarf Sharons. Verði hann áfram í stjórnmálum verður það líklega í Kadíma, því Peres útilokaði í morgun að hann myndi aftur ganga í verkamannaflokkinn. Innanbúðarmenn í Kadíma segja að Peres sé einn af fimm mönnum sem flokksmenn vilji í ráðherraembætti eftir kosningarnar. 8.1.2006 12:11 Búið að moka vegi víða á Vestfjörðum Búið er að moka Kleifarheiði, Hálfdán og Gemlufallsheiði á Vestfjörðum. Verið er að moka Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp, þó ekki Eyrarfjall. Það eru hálkublettir á Ströndum og í Húnavatnssýslum og eins á Lágheiði, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði en þar fyrir austan er greiðfært um Norðausturland og Austurland. 8.1.2006 11:58 Enn leitað vitna að árás á stúlku sem beið í strætóbiðskýli Rannsóknarlögreglan leitar enn vitna að árás karlmanns á 16 ára gamalli stúlku í strætóskýli við Miklubraut á föstudagskvöldið. Stúlkan var að bíða eftir strætosvagni í biðskýli milli hálf-níu og níu og lenti í átökum við karlmann. Átökin bárust að Sogavegi þar sem stúlkunni tókst að losa sig frá manninum. 8.1.2006 11:51 Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu bíður enn svara Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga skilaði áliti sínu fyrir rúmu ári síðan og bíður enn viðbragða. Ástæðan fyrir biðinni er tregða sveitarfélaga til sameiningar, segir heilbrigðisráðherra. 8.1.2006 11:47 Gefur ekki kost á sér í sameiginlegu prófkjöri fyrir sveitastjórnarkosningarnar Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Ísafirði mun ekki gefa kost á sér í sameiginlegu prófkjöri minnihlutaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Bryndís hefur verið í bæjarstjórn á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ meira og minna í um 15 ár. 8.1.2006 11:16 Ekið á ungan dreng í Grindavík Ekið var á ungan dreng við Miðgarð í Grindavík um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Talið var að drengurinn væri fótbrotinn en annar fótur hans hafði orðið undir afturhjóli bifreiðar sem hafði ekið framhjá honum. Drengurinn, sem er sex ára, var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og þar kom í ljós að hann var ekki fótbrotinn. Hann hafði tognað á fætinum og fékk að fara heim að skoðunn lokinni. 8.1.2006 10:00 Ófært víða á Vestfjörðum Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum sem og á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er víða ýmist hálka eða hálkublettir og á Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur. Á Vestfjörðum er óveður og ófært, bæði á Hálfdán- og Gemlufallsheiði en verið er að moka Kleifarheiði og Klettháls. 8.1.2006 09:39 Sinueldar blossa upp á Akureyri Slökkvilið Akureyrar var kallað út um sjöleitið í gær vegna sinuelda sem höfðu kviknað út frá brennu inn í Melgerði, hjá Torfum. Slökkvilið var síðan kallað út aftur í nótt en þá hafði eldur blossað upp að nýju. Engin hætta stafaði af eldinum en girðingar urðu hvað verst úti í sinueldinum. Þrír voru ökumenn voru stoppaðir, grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavik í nótt. Að því frátöldu var nóttin róleg hjá lögreglunni í Reykjavík og sömuleiðis víða um land. 8.1.2006 09:23 Charles Kennedy segir af sér Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sagði af sér í dag. Tuttugu og fimm þingmenn flokksins höfðu hótað að hætta ef Kennedy myndi ekki segja af sér fyrir mánudaginn. Áður hafði Kennedy sagt að hann myndi berjast fyrir starfi sínu, en í tilkynningu sem barst úr höfuðstöðvum flokksins fyrir stundu, sagði að Kennedy myndi ekki gefa kost á sér í fyrirhuguðu leiðtogakjöri flokksins. 7.1.2006 16:39 Stjórnmálaflokkar ekki sammála um breytingar á eftirlaunalögum Engar breytingar hafa verið gerðar á eftirlaunalögunum þar sem stjórnmálaflokkarnir eru ekki samstíga um hversu langt eigi að ganga til breytinga. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir engar málamiðlanir til. Það verði að rífa þessi ólög upp með rótum. Allt hik sýni að hugur fylgi ekki máli hjá stjórnarflokkunum. 7.1.2006 18:15 Jólahátíð rétttrúnaðarmanna gengin í garð Á sama tíma og flestir Íslendingar kveðja jólin eru þau rétt að hefjast hjá réttrúnaðarmönnum. Þeirra jól voru hringd inn eftir miðnætti í nótt, víða um heim, líka hér á landi. 7.1.2006 17:08 Félagsmálaráðherra efnir til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins Félagsmálaráðherra ætlar að efna til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins. Starfshópur á vegum ráðherra telur koma til greina að þróa Íbúðalánasjóð í átt til heildsölubanka. Að mati hópsins kemur tvennt til greina, að Íbúðalánasjóður verði rekin áfram í lítið breyttri mynd eða verði heildsölubanki. 7.1.2006 16:51 Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustunnar til sveitarfélaga bíður svara Nefnd um flutning verkefna á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga skilaði skýrslu sinni til heilbrigðisráðherra fyrir meira en ári en þó hafa enn engin viðbrögð borist frá Ráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali við Dag B. Eggertsson, í þættinum Skaftahlíð 24 á NFS í dag. 7.1.2006 16:40 Eldur í bílskúr við Safamýri Mikill eldur varð laus í bílskúr við Safamýri í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Tveir dælubílar voru sendir á staðinn og enn var verið að ráða niðurlögum eldsins klukkan fjögur. Bílskúrinn var áfastur íbúðarhúsi að hluta engin slys urðu á fólki þar sem húsráðendur voru ekki heima við. Ekki er vitað um upptök eldsins. 7.1.2006 15:59 Skopmyndir af Múhammeð ekki kæruverðar Saksóknari í Viborg í Danmörku hefur vísað frá kæru ellefu múslimasamtaka á hendur Jótlandspóstinum. Múslimasamtökin kærðu Jótlandspóstinn fyrir birtingu skopmynda af spámanninum Múhammeð. Lögmaðurinn segir birtingu myndanna hvorki brjóta lög um mismunun eftir trú og kynþætt,i né lög um guðlast. Múslimar eru æfir vegna þessa og ætla með málið fyrir hæstarétt. 7.1.2006 14:00 Ráðist á stúlku í strætóskýli í gærkvöldi Lögreglan í Reykjavík rannsakar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi, föstudaginn 6. janúar um kl: 20.30 til 21.00, í biðskýli Strætó við Miklubraut, gegnt Skeifunni, í akstursleið austur. Þar er talið að veist hafi verið að ungri stúlku sem beið þar eftir strætisvagni.og að til átaka hafi komið milli hennar og árásarmannsins. Átökin munu hafa borist í átt að Sogavegi áður en stúlkan náði að losa sig frá árásarmanninum. 7.1.2006 14:00 Opinn fundur um Norðlingaölduveitu í Norræna húsinu í dag Átta félagasamtök sem láta sig varða umhverfisvernd efna í dag til opins fundar um mikilvægi þess að vernda Þjórsárver og koma þannig í veg fyrir Norðlingaölduveitu. Yfirskrift fundarins er "Þjórsárver eru þjóðargersemi sem ekki má spilla" en fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst klukkan hálftvö. 7.1.2006 13:30 Eyþór Arnalds tilkynnnir viðbrögð við framboðsáskorun Sunnlendinga Eyþór Arnalds heldur fund í Tryggvaskála á Selfossi klukkan fjögur í dag. Þar ætlar að tilkynna viðbrögð sín við auglýsingu í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni. Þar skoruðu eitthundrað og fimmtíu sunnlendingar á hann að gefa kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkin í komandi sveitarstjórnarkosnigum í vor. 7.1.2006 13:23 Naugðaði vændiskonu og réðst að annarri Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar nú manns en hann er sakaður um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur vændiskonur. Tékknesk vændiskona náði að flýja undan manninum aðfaranótt föstudags, en maðurinn hafði ógnað henni og sigað hundi sínum á hana. 7.1.2006 13:21 Starfshópur um Íbúðalánasjóð vill jafnvel heildsölubanka Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem falið var að leggja mat á stöðu Íbúðalánasjóðs og möguleika sjóðsins við breyttar markaðsaðstæður, telur eðlilegt að kannað verði til hlítar hvort rétt sé að þróa hlutverk Íbúðalánasjóðs í átt til heildsölubanka. 7.1.2006 13:00 Færeyingar leita langmest allra Norðurlandabúa að barnaklámi á netinu Færeyingar leita langmest allra Norðurlandabúa að barnaklámi á netinu. Aðgangur að sambærilegum upplýsingum um sambærilega netnotkun Íslendinga er ekki að finna. 7.1.2006 12:47 Sjá næstu 50 fréttir
Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur Þrjú hundruð þúsundasti Íslendingurinn er fæddur samkvæmt vefsíðu Hagstofunnar fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hvar hann fæddist, eða neitt nánar, að svo stöddu. Þetta gerðist heldur fyrr en reiknað hafði verið með því spár bentu til þess að áfanganum yrði náð undir lok mánaðarins eða snemma í febrúar. 9.1.2006 07:34
Þurfa að sýna fram á 300 vinnustundir á tveggja ára tímabili Lagabreyting sem varðar fjárjagsaðstoð frá hinu opinbera í Danmörku mun taka gildi um 15 mánuðum fyrr en áður hafði verið ráðgert. Lögin gera ráð fyrir að einstaklingar sem ekki hafi unnið 300 vinnustundir yfir tveggja ára tímabil, munu missa fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Lögin taka gildi 1. mars næstkomandi en 1. mars 2007 er sá dagur sem miðað er við að fólki þurfi að sýna fram á 300 vinnustundir ef það vill ekki missa fjárhagsaðstoð. 9.1.2006 07:29
Sharon enn á milli heims og helju Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, liggur enn á milli heims og helju. Læknar Sharons ætla að freista þess að vekja hann klukkan hálfníu að íslenskum tíma en þá fyrst verður hægt að meta skaðann sem Sharon hefur orðið fyrir vegna heilablóðfallsins sem hann fékk á miðvikudag. 9.1.2006 07:28
Ekki færri hælisumsækjendur í Danmörku í áratugi Ekki hafa jafn fáir sótt um hæli í Danmörku síðan í byrjun 9. áratugarins. Fjöldi umsækjenda náði hámarki árið 2001 þegar 12.500 manns sóttu um hæli og þar af var 6.000 manns veitt hæli. Í lok nóvember á síðasta ári var fjöldi þeirra sem fengu hæli í Danmörku 872 af þeim rúmlega 2.000 manns sem sóttu um hæli. 9.1.2006 06:53
Leiðindaveður á Hellisheiði í gærkvöldi Nokkrir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum, sem höfnuðu utan vegar, þegar óveður gerði á Hellisheiði í gærkvöldi. Enga í bílunum sakaði og heldur ekki í pallbíl, sem valt þar út af veginum fyrr um kvöldið. Lögregla kom ökumönnum til aðstoðar, en ekki kom til þess að kalla þyrfti út björgunarsveitir. 9.1.2006 09:24
Fékk hjartaáfall og lést Tony Banks, sem gengdi embætti íþróttamálaráðherra í bresku ríkisstjórninni undir lok síðustu aldar, lést í dag af völdum hjartaáfalls sem hann fékk þar sem hann var staddur í fríi í Bandaríkjunum. Banks var mjög vinsæll stjórnmálamaður og mikill aðdáandi Chelsea. 8.1.2006 21:12
Samfylkingin í Kópavogi fundar um leikskólamálin Samfylkingin í Kópavogi boðar til opins fundar um leikskólamálin í Kópavogi annað kvöld. Á fundinum verður rætt um starfsmannamál, stöðu barna og foreldra og hvernig leysa megi vandann sem skapast hefur í leikskólamálum í sveitafélaginu. 8.1.2006 16:21
Hringvegurinn gæti styttst um 13 kílómetra Verið er að kanna möguleika á að leggja nýjan veg norðan Svínavatns í Austur-Húnavatnssýslu. Það er Leið ehf. félag um einkafjarmögnun vegamannvirkja sem fékk rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri til að gera skýrslu um fjárhagslega arðsemi tæplega 16 kílómetra langs vegakafla sem myndi stytta þjóðveginn um 13 kílómetra. 8.1.2006 16:11
Fjöldabrúðkaup í Bólivíu Hátt á 200 pör giftu sig í fjöldabrúðkaupi á íþróttaleikvangi í La Paz, höfuðborg Bólivíu í dag. Brúðhjónin voru á aldrinum 18 til 77 ára og nýttu þau sér þessa fríu þjónustu en mörg þeirra nýgiftu hjóna höfðu fram til þessa ekki haft efni á að gifta sig. Sum brúðhjónanna voru klædd í sitt fínasta púss í brúðarkjól og smóking en önnur pör kusu að klæðast hefðbundum fatnaði indíana. 8.1.2006 15:57
Háir hælar fyrir hæstarétti Heldur óvenjulegt mál er nú rekið fyrir hæstarétti Noregs en þar er deilt um hversu lengi hælar eigi að haldast undir kvennstígvélum. Kona ein frá Hamar í Noregi keypti sér stígvél sem kostuðu að andvirði 13. 000 íslenskra króna. Hún hafði ekki átt stógvélin lengi þegar hún varð fyrir því óláni að hælarnir brotnuðu undan þeim. 8.1.2006 15:15
Breskir hundar of feitir Eins og eigendur þeirra verða breskir hundar sífellt feitari og afleiðingin er alls kyns sjúkdómar sem fylgja offtitu. Líkt og of feitt mannfólk þjást æ fleiri hundar af hjartasjúkdómum, sykursýki og gigt sem er bein afleiðing offtitu. Könnun í Bretlandi leiddi í ljós að rúmlega þrjátíu prósent hunda voru of feitir en þrátt fyrir það eru þeir ekki settir í megrun af eigendum sínum frekar á lyf. 8.1.2006 15:00
Enginn morgunmatur ávísun á offitu Börn sem sleppa morgunmat eru mun líklegri til að verða of feit en þau sem nærast vel á morgnana. Þetta kemur fram í nýlegri ítalskri rannsókn sem framkvæmd var á stóru úrtaki barna á aldrinum sex til fjórtán ára. Þar kom fram að einn þriðji þeirra barna sem ekki borðuðu morgunmat átti við offituvandamál að stríða og tíu prósent voru í feitara lagi. 8.1.2006 15:00
40 sekúndur milli lífs og dauða Það munaði aðeins fjörtíu sekúndum að tvær flugvélar með yfir 350 manns innanborðs myndu skella saman á flugleið yfir Noregi í gær. Engin viðvörun barst flugmönnunum frá flugumferðarstjórninni í Røyken sem sér um flugsvæðið sem flugvélarnar áttu leið um. Það var ekki fyrr en þegar viðvörunarkerfið fór í gang að flugmennirnir áttuðu sig á aðsteðjandi hættu. 8.1.2006 14:31
Nýr frystitogari til Eskifjarðar Aðalsteinn Jónsson, eða Alli ríki fyrrverandi athafnamaður á Eskifirði, er á farinn úr plássinu þar sem ekki er rúm fyrir hann á elliheimilinu. Staðgengill hans, Aðalsteinn Jónsson SU 11, frystitogari í eigu Eskju, sem mun í framtíðinni gera út frá þorpinu, var hinsvegar vígður við hátíðlega athöfn í gær. 8.1.2006 14:00
Hollendingar í Pakistan kvarta undan áfengisbanni Hollenskar hersveitir sem vinna að björugnarstörfum í Pakistan kvarta undan áfengisbanni og segja björgunarmönnum mismunað eftir þjóðernum. Á sama síma og þeim sé meinað að drekka sitji spænskar og breskar herdeildir að sumbli við varðeldana. Þeir segja Spánverja keyra um með heilu hlössin af bjór og að Bretar hæðist að því að þeir séu allsgáðir alla daga. 8.1.2006 13:52
Jarðskjálfti undan ströndum Grikklands Jarðskjálfti varð neðanjarðar fyrir undan ströndum Grikklands í dag. Skjálftinn mældist 6,9 á richteskala en engin slys urðu á fólki og ekki er vitað um skemmdir af völdum skjálftans. Upptök skjálftans voru suðaustan við Peloponnese skaga en hans varð vart á Grikklandi og víða á Suður-Ítalíu. Það þykir hafa skipt miklu máli að upptök skjálftans voru neðansjávar en líklegt þykir að töluvert tjón hefði orðið af völdum jarðskjálftans ef hann hefði átt upptök sín í landi. 8.1.2006 13:45
Fimm þúsund í Laugardalshöllinni í gærkvöldi Rúmlega 5000 manns mættu til styrktar verndun íslenskrar náttúru í Laugardalshöllinni í gærkvöld enda ekki á hverjum degi sem Björk, Sigur Rós, Mugison, hinir bresku Damien Rice og Damon Albarn koma saman á Íslandi og telja í - allt í nafni náttúruverndar og gegn stóriðjuframkvæmdum og öðru raski á hálendinu. 8.1.2006 13:28
Fuglaflensa greinist í mönnum í höfuðborg Tyrklands Tvö tilfelli fuglaflensu greindust í mönnum í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag. Einnig greindust tvö tilfelli í dauðum kjúklingum í tveimur þorpum í austurhluta landsins. Ekki er vitað hvort um hinn banvæna stofn H5N1 er að ræða eða hvort veiran hafi borist í menn. Þorpin eru bæði í einangrun. 8.1.2006 13:24
Ný fuglaflensutilfelli í Tyrklandi Tvö tilfelli fuglaflensu greindust í Ankara höfuðborg Tyrklands í dag. Einnig greindust tvö tilfelli í dauðum kjúklingum á tveimur þorpum í austurhluta landsins en ekki er vitað hvort um hinn banvæna stofn H5N1 er að ræða og hvort veiran hafi borist í menn. Þorpin eru bæði í einangrun. 8.1.2006 12:48
Ehud Olmert stjórnaði sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísrael, stjórnaði sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrða að helstu samstarfsmenn Ariel Sharons vilji að Olmert taki við forystu í Kadíma flokknum. 8.1.2006 12:45
Félagsmálaráðherra í leyfi næstu vikurnar Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, verður í leyfi frá störfum næstu vikur vegna veikinda eiginkonu sinnar. Áætlað er að ráðherrann taki aftur til starfa í byrjun febrúar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, gegnir embætti félagsmálaráðherra í fjarveru Árna en Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður tekur sæti Árna á Alþingi. 8.1.2006 12:30
Kuldakast í Nýju Delí á Indlandi Morguninn í morgun var sá kaldasti í heil sjötíu ár í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Hitastigið fór alveg að frostmarki og hefur slíkt ekki gerst frá árinu 1935. Í morgun var jörðin sums staðar hvít, sem þykir miklum tíðindum sæta og eins var hél á rúðum og þökum bíla. Yfirvöld í Nýju Delí hafa ákveðið að loka leikskólum í þrjá daga vegna kuldanna. 8.1.2006 12:27
Sharon haldið sofandi áfram Ariel Sharon fór í enn eina sneiðmyndatökuna í morgun. Niðurstaðan liggur fyrir, en verður ekki tilkynnt fyrr en núna á næstu mínútunum. Sharon hefur verið haldið sofandi í tvo sólarhringa, en læknar hans ákveða í dag hvort hættandi sé á að vekja hann í kvöld. 8.1.2006 12:26
Öflugur skjálfti í Aþenu Öflugur jarðskjálfti upp á 6,7 á Richter skók Aþenu, höfuðborg Grikklands á tólfta tímanum. Enn hafa ekki borist fregnir af skemmdum eða slysum á fólki. 8.1.2006 12:15
Sharon vakinn á morgun. Nú rétt í þessu tilkynntu læknar Ariels Sharon að hann yrði vakinn á morgun ef allt gengi að áætlun. Honum hefur verið haldið sofandi síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudagskvöldið og ekki verður hægt að meta ástand leiðtogans fyrr en hann vaknar. Einn af skurðlæknum Sharons segir að líklega muni hann lifa af, en óvíst sé hvort hann muni nokkru sinni geta talað eða skilið annað fólk. Ehud Olmert, sem hefur tekið við starfi Sharons til bráðabirgða, hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund í morgun. Þar sagðist hann ætla að stjórna málum eins og Sharon hefði viljað. Eitt af hans fyrstu verkum verður að ákveða hvort Palestínumenn í austurhluta Jerúsalem fái að kjósa í þingkosningunum í Palestínu í lok mánaðarins. Leyfi hann það ekki, gæti það sett kosningarnar í uppnám. Ísraelskir fjölmiðlar segja að helstu samstarfsmenn Sharons vilji að Olmert taki við forystu í Kadíma flokknum og leiði hann í kosningunum í Ísrael í lok mars. Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og einn af aðalmönnunum á bakvið friðarferlið í Osló, sagðist í morgun styðja Olmert til forystu í Kadíma. Peres sem gekk í Kadíma fyrir nokkrum vikum vill ekki staðfesta að hann verði áfram í flokknum eftir brotthvarf Sharons. Verði hann áfram í stjórnmálum verður það líklega í Kadíma, því Peres útilokaði í morgun að hann myndi aftur ganga í verkamannaflokkinn. Innanbúðarmenn í Kadíma segja að Peres sé einn af fimm mönnum sem flokksmenn vilji í ráðherraembætti eftir kosningarnar. 8.1.2006 12:11
Búið að moka vegi víða á Vestfjörðum Búið er að moka Kleifarheiði, Hálfdán og Gemlufallsheiði á Vestfjörðum. Verið er að moka Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp, þó ekki Eyrarfjall. Það eru hálkublettir á Ströndum og í Húnavatnssýslum og eins á Lágheiði, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði en þar fyrir austan er greiðfært um Norðausturland og Austurland. 8.1.2006 11:58
Enn leitað vitna að árás á stúlku sem beið í strætóbiðskýli Rannsóknarlögreglan leitar enn vitna að árás karlmanns á 16 ára gamalli stúlku í strætóskýli við Miklubraut á föstudagskvöldið. Stúlkan var að bíða eftir strætosvagni í biðskýli milli hálf-níu og níu og lenti í átökum við karlmann. Átökin bárust að Sogavegi þar sem stúlkunni tókst að losa sig frá manninum. 8.1.2006 11:51
Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu bíður enn svara Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga skilaði áliti sínu fyrir rúmu ári síðan og bíður enn viðbragða. Ástæðan fyrir biðinni er tregða sveitarfélaga til sameiningar, segir heilbrigðisráðherra. 8.1.2006 11:47
Gefur ekki kost á sér í sameiginlegu prófkjöri fyrir sveitastjórnarkosningarnar Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Ísafirði mun ekki gefa kost á sér í sameiginlegu prófkjöri minnihlutaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Bryndís hefur verið í bæjarstjórn á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ meira og minna í um 15 ár. 8.1.2006 11:16
Ekið á ungan dreng í Grindavík Ekið var á ungan dreng við Miðgarð í Grindavík um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Talið var að drengurinn væri fótbrotinn en annar fótur hans hafði orðið undir afturhjóli bifreiðar sem hafði ekið framhjá honum. Drengurinn, sem er sex ára, var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og þar kom í ljós að hann var ekki fótbrotinn. Hann hafði tognað á fætinum og fékk að fara heim að skoðunn lokinni. 8.1.2006 10:00
Ófært víða á Vestfjörðum Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum sem og á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er víða ýmist hálka eða hálkublettir og á Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur. Á Vestfjörðum er óveður og ófært, bæði á Hálfdán- og Gemlufallsheiði en verið er að moka Kleifarheiði og Klettháls. 8.1.2006 09:39
Sinueldar blossa upp á Akureyri Slökkvilið Akureyrar var kallað út um sjöleitið í gær vegna sinuelda sem höfðu kviknað út frá brennu inn í Melgerði, hjá Torfum. Slökkvilið var síðan kallað út aftur í nótt en þá hafði eldur blossað upp að nýju. Engin hætta stafaði af eldinum en girðingar urðu hvað verst úti í sinueldinum. Þrír voru ökumenn voru stoppaðir, grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavik í nótt. Að því frátöldu var nóttin róleg hjá lögreglunni í Reykjavík og sömuleiðis víða um land. 8.1.2006 09:23
Charles Kennedy segir af sér Charles Kennedy, formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sagði af sér í dag. Tuttugu og fimm þingmenn flokksins höfðu hótað að hætta ef Kennedy myndi ekki segja af sér fyrir mánudaginn. Áður hafði Kennedy sagt að hann myndi berjast fyrir starfi sínu, en í tilkynningu sem barst úr höfuðstöðvum flokksins fyrir stundu, sagði að Kennedy myndi ekki gefa kost á sér í fyrirhuguðu leiðtogakjöri flokksins. 7.1.2006 16:39
Stjórnmálaflokkar ekki sammála um breytingar á eftirlaunalögum Engar breytingar hafa verið gerðar á eftirlaunalögunum þar sem stjórnmálaflokkarnir eru ekki samstíga um hversu langt eigi að ganga til breytinga. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir engar málamiðlanir til. Það verði að rífa þessi ólög upp með rótum. Allt hik sýni að hugur fylgi ekki máli hjá stjórnarflokkunum. 7.1.2006 18:15
Jólahátíð rétttrúnaðarmanna gengin í garð Á sama tíma og flestir Íslendingar kveðja jólin eru þau rétt að hefjast hjá réttrúnaðarmönnum. Þeirra jól voru hringd inn eftir miðnætti í nótt, víða um heim, líka hér á landi. 7.1.2006 17:08
Félagsmálaráðherra efnir til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins Félagsmálaráðherra ætlar að efna til víðtæks samráðs um framtíð húsnæðislána ríkisins. Starfshópur á vegum ráðherra telur koma til greina að þróa Íbúðalánasjóð í átt til heildsölubanka. Að mati hópsins kemur tvennt til greina, að Íbúðalánasjóður verði rekin áfram í lítið breyttri mynd eða verði heildsölubanki. 7.1.2006 16:51
Nefnd um flutning heilbrigðisþjónustunnar til sveitarfélaga bíður svara Nefnd um flutning verkefna á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga skilaði skýrslu sinni til heilbrigðisráðherra fyrir meira en ári en þó hafa enn engin viðbrögð borist frá Ráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali við Dag B. Eggertsson, í þættinum Skaftahlíð 24 á NFS í dag. 7.1.2006 16:40
Eldur í bílskúr við Safamýri Mikill eldur varð laus í bílskúr við Safamýri í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Tveir dælubílar voru sendir á staðinn og enn var verið að ráða niðurlögum eldsins klukkan fjögur. Bílskúrinn var áfastur íbúðarhúsi að hluta engin slys urðu á fólki þar sem húsráðendur voru ekki heima við. Ekki er vitað um upptök eldsins. 7.1.2006 15:59
Skopmyndir af Múhammeð ekki kæruverðar Saksóknari í Viborg í Danmörku hefur vísað frá kæru ellefu múslimasamtaka á hendur Jótlandspóstinum. Múslimasamtökin kærðu Jótlandspóstinn fyrir birtingu skopmynda af spámanninum Múhammeð. Lögmaðurinn segir birtingu myndanna hvorki brjóta lög um mismunun eftir trú og kynþætt,i né lög um guðlast. Múslimar eru æfir vegna þessa og ætla með málið fyrir hæstarétt. 7.1.2006 14:00
Ráðist á stúlku í strætóskýli í gærkvöldi Lögreglan í Reykjavík rannsakar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi, föstudaginn 6. janúar um kl: 20.30 til 21.00, í biðskýli Strætó við Miklubraut, gegnt Skeifunni, í akstursleið austur. Þar er talið að veist hafi verið að ungri stúlku sem beið þar eftir strætisvagni.og að til átaka hafi komið milli hennar og árásarmannsins. Átökin munu hafa borist í átt að Sogavegi áður en stúlkan náði að losa sig frá árásarmanninum. 7.1.2006 14:00
Opinn fundur um Norðlingaölduveitu í Norræna húsinu í dag Átta félagasamtök sem láta sig varða umhverfisvernd efna í dag til opins fundar um mikilvægi þess að vernda Þjórsárver og koma þannig í veg fyrir Norðlingaölduveitu. Yfirskrift fundarins er "Þjórsárver eru þjóðargersemi sem ekki má spilla" en fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst klukkan hálftvö. 7.1.2006 13:30
Eyþór Arnalds tilkynnnir viðbrögð við framboðsáskorun Sunnlendinga Eyþór Arnalds heldur fund í Tryggvaskála á Selfossi klukkan fjögur í dag. Þar ætlar að tilkynna viðbrögð sín við auglýsingu í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni. Þar skoruðu eitthundrað og fimmtíu sunnlendingar á hann að gefa kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkin í komandi sveitarstjórnarkosnigum í vor. 7.1.2006 13:23
Naugðaði vændiskonu og réðst að annarri Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar nú manns en hann er sakaður um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur vændiskonur. Tékknesk vændiskona náði að flýja undan manninum aðfaranótt föstudags, en maðurinn hafði ógnað henni og sigað hundi sínum á hana. 7.1.2006 13:21
Starfshópur um Íbúðalánasjóð vill jafnvel heildsölubanka Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem falið var að leggja mat á stöðu Íbúðalánasjóðs og möguleika sjóðsins við breyttar markaðsaðstæður, telur eðlilegt að kannað verði til hlítar hvort rétt sé að þróa hlutverk Íbúðalánasjóðs í átt til heildsölubanka. 7.1.2006 13:00
Færeyingar leita langmest allra Norðurlandabúa að barnaklámi á netinu Færeyingar leita langmest allra Norðurlandabúa að barnaklámi á netinu. Aðgangur að sambærilegum upplýsingum um sambærilega netnotkun Íslendinga er ekki að finna. 7.1.2006 12:47