Innlent

Arnþór hættur hjá ÖBÍ

Arnþór Helgason hefur hætt störfum sem framkvæmdarstjóri Öryrkjabandalags Íslands. Engar skýringar hafa verið gefnar á uppsögn Arnþórs og hvorki hann né formaður Öryrkjabandalagins, Sigursteinn Másson vildu tjá sig um málið við fjölmiðla.

Heimildir fréttastofu NFS herma að miklir samstarfserfiðleikar hafi verið að undanförnu á milli formannsins og framkvæmdarstjórans. Svo langt hefur verið gengið af fólki sem nákomið er framkvæmdarstjóranum segir að um ógnarstjórn af hálfu Sigursteins Mássonar hafi verið að ræða.

Öryrkjabandalagið mun funda á fimmtudaginn á Grand Hótel þar sem væntanæega verður nýtt skipulag kynnt og átæður brotthvarfs Arnþórs rætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×