Innlent

Víða hálka eða hálkublettir

Hálka, él og skafrenningur gerir vart við sig á nokkrum stöðum í kringum landið en færð er best á Norðaustur- og Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru víða á Suðurlandi, á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka og hálkublettir. Á Norðurlandi eru hálkublettir og éljagangur og hálka á Austurlandi. Greiðfært er um Norðaustur- og Suðausturland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×