Innlent

Vantar skýr markmið í heilbrigðismálum

Skýr markmið og heilstæða stefnu í heilbrigðismálum vantar á Íslandi að mati Sigurbjargar Sigurðardóttur stjórnsýslufræðings. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir var gestur Fréttavaktarinnar fyrir hádegi á NFS. Hún sagði stefnu stjórnvalda hafa einkennst af tilviljunum og óráðsíu og að ríkisstjórnin hafi farið offari með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík.

Og Sigurbjörg segir tíma til komin að gera breytingar í heilbrigðiskerfinu. Hún villl setja á fót nýja stofnun, skipulagsstofnun heilbrigðismála á Íslandi. Þannig væri hægt að nýta þá reynslu sem fengist hefur innan heilbrigðiskerfisins með sameiningu sjúkrahúsanna. Undir slíka stofnun myndu allar stofnanir sem koma að heilbrigðismálum, þar með talin Tryggingastofnun ríkisins, heyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×