Fleiri fréttir HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. 16.8.2005 00:01 Allir eru taldir af Enginn er talinn hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél af gerðinni MD-82 fórst í skóglendi í Venesúela. 160 manns voru um borð, flestir ferðamenn frá eynni Martiník. 16.8.2005 00:01 Eggjum og grjóti kastað í lögreglu Lögreglu og mótmælendum brottflutningsins frá Gaza-ströndinni laust saman í gær og voru fimmtíu manns handteknir í kjölfarið. Þetta eru verstu átök sem komið hefur til vegna brottflutningsins. 16.8.2005 00:01 Voru á lífi þegar vélin fórst Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar. 16.8.2005 00:01 Sautján Spánverjar fórust Herþyrla á vegum Atlantshafsbandalagsins fórst í suðurhluta Afganistan í gær og með henni 17 spænskir hermenn. Önnur þyrla nauðlenti skammt frá og fregnir herma að nokkur fjöldi hermanna sem var um borð hefði slasast. 16.8.2005 00:01 Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt. 16.8.2005 00:01 Fimm prósent íbúða mannlaus Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár. 16.8.2005 00:01 Taugastofnfrumur búnar til Vísindamönnum við Edinborgarháskóla í Skotlandi hefur tekist að búa til taugastofnfrumur úr stofnfrumum manna. 16.8.2005 00:01 Björk vill breyta strætó Stjórnarformaður Strætó bs. ætlar að leggja fram tillögur um breytingar á ferðum strætisvagna á stjórnarfundi á föstudag. Meðal annars að ekið verði til miðnættis á öllum leiðum í þágu vaktavinnufólks. </font /></b /> 16.8.2005 00:01 Grunuð um tengsl við hryðjuverk Lögregla í Bretlandi handtók í gær fjórar manneskjur á Manchester-flugvelli vegna gruns um að þær tengdust hryðjuverkastarfsemi. Fólkið, tveir menn og tvær konur, sætir nú yfirheyrslu en það er talið hafa lagt til fé og ýmislegt annað sem notað hafi verið til hryðjuverka. 16.8.2005 00:01 Vilja efla umhverfisvæna tækni Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. 16.8.2005 00:01 Straumur hermanna til Gasa Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott. 16.8.2005 00:01 Hermaðurinn enn í haldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld, átti óuppgerðar sakir við hina látnu. Íslensk kona sem er mikilvægt vitni í málinu var á leið af vettvangi þegar lögreglan kom. Bandaríkskir sérfræðingar í glæparannsóknum komu hingað til lands frá Bretandi á tólfta tímanum í gær til að vinna að rannsókn málsins og stendur vettvangsrannsókn enn yfir. 16.8.2005 00:01 Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 16.8.2005 00:01 Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> 16.8.2005 00:01 Skólagangan kostar sitt Það kostar rúmlega sextíu þúsund krónur að hefja menntaskólanám og eru þá skólagjöldin sjálf undanskilin. Öllu ódýrara er fyrir sex ára nemendur að byrja en skólarnir hefjast í næstu viku. 16.8.2005 00:01 Brennuvargar kveikja skógarelda Brennuvargar hafa kveikt tugi skógarelda í Portúgal í sumar og brennt um það bil sjötíu þúsund hektara af skóglendi til kaldra kola. Verstu þurrkar í manna minnum hafa verið í Portúgal, í sumar. Þurrkunum hefur fylgt mikil hitabylgja og fleiri skógareldar en elstu menn muna. Margir eldarnir hafa kviknað af náttúrulegum orsökum, en lögreglan telur einnig að tugir elda hafi verið af mannavöldum. 16.8.2005 00:01 Flugstjórinn starfaði á Íslandi Flugstjóri flugvélarinnar sem fórst í Grikklandi á sunnudaginn starfaði hjá flugfélaginu Bláfugli á Keflavíkurflugvelli fyrir um ári. Þórarinn segir Hans Jurgen hafa starfað skamma hríð hjá Bláfugli. Hann hafi komið til starfa í gegnum áhafnaleigu eins og oft þegar flugmenn eru ráðnir í einhvern ákveðin tíma. 16.8.2005 00:01 Ekki svara vert Ásakanir Baugsfeðga um að stjórnvöld standi á bak við rannsókn Ríkislögreglustjóra og ofsæki fyrirtæki þeirra, taka einfaldlega engu tali, segir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 16.8.2005 00:01 VG fram undir eigin nafni R-listinn er liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri Grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar þó ekki samstarf Framsóknarflokks og Samfylkingar undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. 16.8.2005 00:01 Engar sættir í Landakoti Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru engar tilraunir gerðar til sátta í Landakoti eftir að nýr skólastjóri tók til starfa og fleiri starfsmenn hafa hætt störfum þar undanfarið vegna ástandsins. Eitthvað er um að foreldrar hafi tekið börn sín út úr skólanum og fleiri eru enn tvístígandi nú rétt áður en kennsla hefst. 16.8.2005 00:01 Menningarnótt um helgina Búist er við sextíu til hundrað þúsund manns á Menningarnótt á laugardag. Ákveðin áherslubreyting hefur orðið hjá aðstandendum menningarnætur sem leggja megináherslu á góða dagskrá og öryggi borgaranna en síður á að fá sem mestan fjölda gesta. Talið er að 104 þúsund manns hafi verið á síðustu Menningarnótt en það er talið við efri mörkin. 16.8.2005 00:01 Samkynhneigð pör öðlast sama rétt Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. 16.8.2005 00:01 Samlag utan greiðslumatskerfis Fetaostur frá mjólkursamlaginu Mjólku er væntanlegur í verslanir eftir þrjár til fjórar vikur. Skömmu síðar er von á jógúrt og fleiri ostum frá Mjólku, sem starfar fyrir utan greiðslumatskerfi landbúnaðarins. 16.8.2005 00:01 Jarðskjálfti í Japan Öflugur arðskjálftinn varð í Japan í dag og mældist hann 7,5 stig á Ricter kvarða. Hann átti upptök sín um tuttugu kílómetra undir hafsbotninum þrjúhundruð kílómetra norðaustur af Tokyo. Skjálftinn fannst mjög greinilega í Tókíó, en enn betur í borginni Míagí, þar sem fréttamaður sat í myndveri og var að lesa fréttir. 16.8.2005 00:01 Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. 16.8.2005 00:01 Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. 16.8.2005 00:01 Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. 16.8.2005 00:01 Æfði köstun björgunarbáta Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, æfði sig á mánudag í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni í Stakksfirði. 16.8.2005 00:01 Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. 16.8.2005 00:01 Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. 16.8.2005 00:01 Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. 16.8.2005 00:01 Ræða ráðningu framkvæmdastjóra Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kemur saman klukkan 16.00 í dag til þess að ræða um væntanlegan arftaka Andra Teitssonar í stól framkvæmdastjóra KEA og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður félagsins, önnur mál ekki á dagskrá. 16.8.2005 00:01 Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. 16.8.2005 00:01 Skildi nýbura eftir í klósetti Bandarísk kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að skilja nýfætt stúlkubarn eftir í klósetti í verslunarmiðstöð í Macon í Georgíuríki. Konan fæddi barnið á salerni, setti það ofan í klósettskál og huldið það með klósettrúllu og rusli. 16.8.2005 00:01 Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. 16.8.2005 00:01 Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. 15.8.2005 00:01 Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 15.8.2005 00:01 Ásgeir fer ekki á þing Ásgeir Friðgeirsson mun ekki taka sæti á Alþingi á komandi þingi en hann var í fimmta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum svokallaða og átti að leysa Guðmund Árna Stefánsson sem heldur til starfa í utanríkisþjónustunni. Sæti Ásgeirs tekur Valdimar L. Friðriksson. 15.8.2005 00:01 Reyndu að ná stjórn á flugvél Tveir menn reyndu að taka völdin í kýpversku farþegaþotunni rétt áður en hún fórst skammt frá Aþenu í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem grísk stjórnvöld hafa sent frá sér. Flugmenn tveggja orrustuþotna sem fóru til móts við farþegaþotuna eftir að samband rofnaði við hana, segja þó ekki ljóst hvort um fólk úr áhöfn eða farþega hafi verið að ræða. 15.8.2005 00:01 Sprengja sprakk í Istanbúl Kona særðist þegar sprengja sprakk í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöld. Sprengjan var skilin eftir við inngang verslunarmiðstöðvar en lögreglan segir sprengjuna ekki hafa verið stóra. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Nokkrar sprengjur sem hafa sprungið í landinu undanfarna mánuði og eru sprengingarnar taldar verk kúrdískra uppreisnarmanna, öfgasinnaðra vinstrihópa og íslamista. 15.8.2005 00:01 Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 15.8.2005 00:01 Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. 15.8.2005 00:01 Samið um frið í Aceh-héraði Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði undirrita í Finnlandi í dag samkomulag sem binda á enda á þrjátíu ára átök í héraðinu sem kostað hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns lífið. Þörfin fyrir neyðaraðstoð í kjölfar flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu á annan í jólum í fyrra leiddi til þess að deiluaðilar settust að samningaborðinu. 15.8.2005 00:01 Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. 15.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. 16.8.2005 00:01
Allir eru taldir af Enginn er talinn hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél af gerðinni MD-82 fórst í skóglendi í Venesúela. 160 manns voru um borð, flestir ferðamenn frá eynni Martiník. 16.8.2005 00:01
Eggjum og grjóti kastað í lögreglu Lögreglu og mótmælendum brottflutningsins frá Gaza-ströndinni laust saman í gær og voru fimmtíu manns handteknir í kjölfarið. Þetta eru verstu átök sem komið hefur til vegna brottflutningsins. 16.8.2005 00:01
Voru á lífi þegar vélin fórst Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar. 16.8.2005 00:01
Sautján Spánverjar fórust Herþyrla á vegum Atlantshafsbandalagsins fórst í suðurhluta Afganistan í gær og með henni 17 spænskir hermenn. Önnur þyrla nauðlenti skammt frá og fregnir herma að nokkur fjöldi hermanna sem var um borð hefði slasast. 16.8.2005 00:01
Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt. 16.8.2005 00:01
Fimm prósent íbúða mannlaus Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár. 16.8.2005 00:01
Taugastofnfrumur búnar til Vísindamönnum við Edinborgarháskóla í Skotlandi hefur tekist að búa til taugastofnfrumur úr stofnfrumum manna. 16.8.2005 00:01
Björk vill breyta strætó Stjórnarformaður Strætó bs. ætlar að leggja fram tillögur um breytingar á ferðum strætisvagna á stjórnarfundi á föstudag. Meðal annars að ekið verði til miðnættis á öllum leiðum í þágu vaktavinnufólks. </font /></b /> 16.8.2005 00:01
Grunuð um tengsl við hryðjuverk Lögregla í Bretlandi handtók í gær fjórar manneskjur á Manchester-flugvelli vegna gruns um að þær tengdust hryðjuverkastarfsemi. Fólkið, tveir menn og tvær konur, sætir nú yfirheyrslu en það er talið hafa lagt til fé og ýmislegt annað sem notað hafi verið til hryðjuverka. 16.8.2005 00:01
Vilja efla umhverfisvæna tækni Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. 16.8.2005 00:01
Straumur hermanna til Gasa Tugir rútubíla með ísraelskum hermönnum streyma nú á Gasaströndina, en klukkan níu að íslenskum tíma rennur út sá frestur sem landnemar hafa til þess að yfirgefa heimili sín, en eftir það beita ísraelskir hermenn valdi til þess að færa þá á brott. 16.8.2005 00:01
Hermaðurinn enn í haldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld, átti óuppgerðar sakir við hina látnu. Íslensk kona sem er mikilvægt vitni í málinu var á leið af vettvangi þegar lögreglan kom. Bandaríkskir sérfræðingar í glæparannsóknum komu hingað til lands frá Bretandi á tólfta tímanum í gær til að vinna að rannsókn málsins og stendur vettvangsrannsókn enn yfir. 16.8.2005 00:01
Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 16.8.2005 00:01
Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> 16.8.2005 00:01
Skólagangan kostar sitt Það kostar rúmlega sextíu þúsund krónur að hefja menntaskólanám og eru þá skólagjöldin sjálf undanskilin. Öllu ódýrara er fyrir sex ára nemendur að byrja en skólarnir hefjast í næstu viku. 16.8.2005 00:01
Brennuvargar kveikja skógarelda Brennuvargar hafa kveikt tugi skógarelda í Portúgal í sumar og brennt um það bil sjötíu þúsund hektara af skóglendi til kaldra kola. Verstu þurrkar í manna minnum hafa verið í Portúgal, í sumar. Þurrkunum hefur fylgt mikil hitabylgja og fleiri skógareldar en elstu menn muna. Margir eldarnir hafa kviknað af náttúrulegum orsökum, en lögreglan telur einnig að tugir elda hafi verið af mannavöldum. 16.8.2005 00:01
Flugstjórinn starfaði á Íslandi Flugstjóri flugvélarinnar sem fórst í Grikklandi á sunnudaginn starfaði hjá flugfélaginu Bláfugli á Keflavíkurflugvelli fyrir um ári. Þórarinn segir Hans Jurgen hafa starfað skamma hríð hjá Bláfugli. Hann hafi komið til starfa í gegnum áhafnaleigu eins og oft þegar flugmenn eru ráðnir í einhvern ákveðin tíma. 16.8.2005 00:01
Ekki svara vert Ásakanir Baugsfeðga um að stjórnvöld standi á bak við rannsókn Ríkislögreglustjóra og ofsæki fyrirtæki þeirra, taka einfaldlega engu tali, segir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 16.8.2005 00:01
VG fram undir eigin nafni R-listinn er liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri Grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar þó ekki samstarf Framsóknarflokks og Samfylkingar undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. 16.8.2005 00:01
Engar sættir í Landakoti Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru engar tilraunir gerðar til sátta í Landakoti eftir að nýr skólastjóri tók til starfa og fleiri starfsmenn hafa hætt störfum þar undanfarið vegna ástandsins. Eitthvað er um að foreldrar hafi tekið börn sín út úr skólanum og fleiri eru enn tvístígandi nú rétt áður en kennsla hefst. 16.8.2005 00:01
Menningarnótt um helgina Búist er við sextíu til hundrað þúsund manns á Menningarnótt á laugardag. Ákveðin áherslubreyting hefur orðið hjá aðstandendum menningarnætur sem leggja megináherslu á góða dagskrá og öryggi borgaranna en síður á að fá sem mestan fjölda gesta. Talið er að 104 þúsund manns hafi verið á síðustu Menningarnótt en það er talið við efri mörkin. 16.8.2005 00:01
Samkynhneigð pör öðlast sama rétt Samkynhneigð pör munu njóta nákvæmlega sömu réttinda og gagnkynhneigð, ef frumvarp sem er í smíðum í forsætisráðuneytinu verður samþykkt á þingi í haust. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun og er samstaða um að ganga skuli alla leið og leyfa bæði ættleiðingar samkynhneigðra erlendis frá og tæknifrjóvgun lesbískra para. 16.8.2005 00:01
Samlag utan greiðslumatskerfis Fetaostur frá mjólkursamlaginu Mjólku er væntanlegur í verslanir eftir þrjár til fjórar vikur. Skömmu síðar er von á jógúrt og fleiri ostum frá Mjólku, sem starfar fyrir utan greiðslumatskerfi landbúnaðarins. 16.8.2005 00:01
Jarðskjálfti í Japan Öflugur arðskjálftinn varð í Japan í dag og mældist hann 7,5 stig á Ricter kvarða. Hann átti upptök sín um tuttugu kílómetra undir hafsbotninum þrjúhundruð kílómetra norðaustur af Tokyo. Skjálftinn fannst mjög greinilega í Tókíó, en enn betur í borginni Míagí, þar sem fréttamaður sat í myndveri og var að lesa fréttir. 16.8.2005 00:01
Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. 16.8.2005 00:01
Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. 16.8.2005 00:01
Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. 16.8.2005 00:01
Æfði köstun björgunarbáta Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, æfði sig á mánudag í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni í Stakksfirði. 16.8.2005 00:01
Ferðamaður kom fram Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. 16.8.2005 00:01
Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. 16.8.2005 00:01
Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. 16.8.2005 00:01
Ræða ráðningu framkvæmdastjóra Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kemur saman klukkan 16.00 í dag til þess að ræða um væntanlegan arftaka Andra Teitssonar í stól framkvæmdastjóra KEA og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður félagsins, önnur mál ekki á dagskrá. 16.8.2005 00:01
Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. 16.8.2005 00:01
Skildi nýbura eftir í klósetti Bandarísk kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir að skilja nýfætt stúlkubarn eftir í klósetti í verslunarmiðstöð í Macon í Georgíuríki. Konan fæddi barnið á salerni, setti það ofan í klósettskál og huldið það með klósettrúllu og rusli. 16.8.2005 00:01
Rigning áfram Votviðrasamt var um allt land í gær. Þremenningarnir á myndinni klæddu sig vel til að verjast bleytunni. Það þurfa þeir að gera aftur í dag því samkvæmt veðurspá Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings heldur áfram að rigna í dag og næstu daga, rigningin verður þó skúrakenndari en í gær. 16.8.2005 00:01
Ísraelar flykkjast frá Gasasvæðinu Ísraelar flykkjast nú frá Gasasvæðinu en brottflutningur hófst formlega klukkan níu í gærkvöld eða á miðnætti að staðartíma. Íbúum hefur formlega verið afhent tilkynning um að þeir hafi tvo daga til að yfirgefa Gasasvæðið, ella muni Ísraelsher rýma byggðirnar með valdi. 15.8.2005 00:01
Framtíð R-listans ræðst í kvöld Framtíð R-listans ræðst í kvöld á félagsfundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var síðasti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna haldinn og málið sent til flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Ekki eru taldar miklar líkur á að félagsfundur Vinstri - grænna samþykki að halda áfram í R-listanum heldur sé vilji til þess að hreyfingin bjóði fram í eigin nafni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 15.8.2005 00:01
Ásgeir fer ekki á þing Ásgeir Friðgeirsson mun ekki taka sæti á Alþingi á komandi þingi en hann var í fimmta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum svokallaða og átti að leysa Guðmund Árna Stefánsson sem heldur til starfa í utanríkisþjónustunni. Sæti Ásgeirs tekur Valdimar L. Friðriksson. 15.8.2005 00:01
Reyndu að ná stjórn á flugvél Tveir menn reyndu að taka völdin í kýpversku farþegaþotunni rétt áður en hún fórst skammt frá Aþenu í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem grísk stjórnvöld hafa sent frá sér. Flugmenn tveggja orrustuþotna sem fóru til móts við farþegaþotuna eftir að samband rofnaði við hana, segja þó ekki ljóst hvort um fólk úr áhöfn eða farþega hafi verið að ræða. 15.8.2005 00:01
Sprengja sprakk í Istanbúl Kona særðist þegar sprengja sprakk í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöld. Sprengjan var skilin eftir við inngang verslunarmiðstöðvar en lögreglan segir sprengjuna ekki hafa verið stóra. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Nokkrar sprengjur sem hafa sprungið í landinu undanfarna mánuði og eru sprengingarnar taldar verk kúrdískra uppreisnarmanna, öfgasinnaðra vinstrihópa og íslamista. 15.8.2005 00:01
Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 15.8.2005 00:01
Áfram verði unnið að sáttum Forseti Srí Lanka sagði í dag að þrátt fyrir morðið á utanríkisráðherra landsins yrði ekki horfið frá fyrirætlunum um að stjórnin deildi völdum með Tamílum. Forsetinn kenndi Frelsisher Tamíl-Tígra um morðið á ráðherranum en sagðist myndu auka áhersluna á að minnihlutahópar í landinu fengju aðild að stjórninni. 15.8.2005 00:01
Samið um frið í Aceh-héraði Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði undirrita í Finnlandi í dag samkomulag sem binda á enda á þrjátíu ára átök í héraðinu sem kostað hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns lífið. Þörfin fyrir neyðaraðstoð í kjölfar flóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu á annan í jólum í fyrra leiddi til þess að deiluaðilar settust að samningaborðinu. 15.8.2005 00:01
Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. 15.8.2005 00:01