Innlent

Ferðamaður kom fram

Þýskur ferðamaður sem saknað var frá því á þriðjudagskvöld kom fram heill á húfi í Rekavík laust fyrir klukkan þrjú í gær. Maðurinn var í hópi ferðamanna á ferð við Hornvík þegar hann týndist. Samferðafólk hans náði sambandi við yfirvöld um morguninn og tilkynnti um hvarf hans. Um 30 björgunarsveitarmenn voru sendir til leitar. Auk þeirra tók þátt í leitinni skátahópur frá Reykjavík sem var á þessum slóðum fyrir tilviljun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×