Innlent

Skólagangan kostar sitt

Það kostar rúmlega sextíu þúsund krónur að hefja menntaskólanám og eru þá skólagjöldin sjálf undanskilin. Öllu ódýrara er fyrir sex ára nemendur að byrja en skólarnir hefjast í næstu viku. Fréttastofan tók saman lista yfir meðalverð á hverjum hlut sem sex ára barn þarf, til að geta hafið skólagöngu. Það þarf góða skólatösku, pennaveski, penna, blýanta, yddara, strokleður, stílabækur, reikningsbækur, vasareikni, möppur, skrúfblýant, reglustiku, blý, tréliti, tússliti að ógleymdum föndurskærunum svo eitthvað sé nefnt. Meðalpakki af skóladóti kostar í kringum 7800 krónur. Hægt er að fá pakkann mun ódýrari en einnig mun dýrari en um meðalverð er að ræða. En hvað skyldi það kosta fyrir menntskæling að hefja framhaldsskólagöngu. Sá pakki er mun dýrari en nauðsynlegt er að hafa skólatösku, pennaveski, penna, áherslutúss, yddara, strokleður, stílabækur, reikningsbækur, vasareikni, möppur, skrúfblýant, gráðuboga, blý og sirkil og er pakkinn þá á rúmar 14000 krónur að ógleymdum bókunum sem má gera ráð fyrir að kosti í kringum 50 þúsund krónur. Þeim er þó hægt að skipta á skiptabókamörkuðum bæði í skólunum og í bókabúðum en stofnkostnaðurinn er þó óneitanlega mikill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×