Innlent

Hermaðurinn enn í haldi

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld, átti óuppgerðar sakir við hina látnu. Íslensk kona sem er mikilvægt vitni í málinu var á leið af vettvangi þegar lögreglan kom. Bandaríkskir sérfræðingar í glæparannsóknum komu hingað til lands frá Bretandi á tólfta tímanum í gær til að vinna að rannsókn málsins og stendur vettvangsrannsókn enn yfir. Morðið var framið í fjölbýlishúsi fyrir einheypa varnarliðsmenn og yfirhewrslur á íbúum hússins hafa því staðið yfir að undanförnu.Ekki fæst uppgefið hvort, rúmlega tvítugur maður, sem grunaður er um verknaðinn og verið hefur í haldi lögreglu frá því fyrrinótt, hefur játað verknaðinn. Upplýsingar fást heldur ekki um hvort morðvopnið sem leitað var að í gær er fundið, en ljóst er að konunni var ráðin bani með eggvopni. Íslensk, 29 ára, kona af asískum uppruna sem handtekin var á svipuðum tíma og sá grunaði er mikilvægt vini í málinu. Henni var sleppt í gærdag og er því ekki talin hafa átt þátt í morðinu. Hún var stödd á varnarliðssvæðinu sem gestur þess grunaða og er talið að hún sé unnusta hans. Konan var á leið af vettvangi þegar hún var handtekin. Fjölmiðlar fengu ekki að fara inn á svæði varnarliðsins í dag frekar en í gær. Þá hefur heldur ekki verið upplýst um nafn þeirrar látnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×