Fleiri fréttir

Viðar ráðinn framkvæmdastjóri RA

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur ráðið Viðar Hreinsson bókmenntafræðing framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september næstkomandi af Ernu Indriðadóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReykjavíkurAkademíunni.

Frusu til bana fyrir flugslys

Allir sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst nærri Aþenu í gær virðast hafa frosið til bana og voru látnir þegar vélin skall á fjallinu. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir heimildarmönnum úr gríska varnarmálaráðuneytinu.

Sölubann vegna gerlamengunar

Salmonella, saurkólígerlar og E.coli gerlar hafa fundist í sýnum sem tekin hafa verið úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Tælandi sem seld hafa verið hér á landi um hríð.

Ginntar hingað á fölskum forsendum

"Mér var tjáð að ég hefði dágóðan tíma til að skoða landið og fengi minn frítíma en þegar til kom stóð ekki neitt sem hún sagði," segir Sabrina Maurus, ein hinna þýsku stúlkna sem hingað voru fengnar til vinnu að tilstuðlan þýskra eigenda Cafe Margret á Breiðdalsvík fyrr í sumar.

Fórnarlömb sögð hafa frosið í hel

Margir farþeganna sem voru um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst í grennd við Aþenu í gær höfðu frosið í hel, að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins.

Fuglaflensa stefnir til V-Evrópu

Fuglaflensan í Asíu virðist nú stefna til Vestur-Evrópu. Rússar gripu í dag til umfangsmikilla aðgerða í Síberíu til þess að hefta útbreiðslu hennar.

2700 látnir í námuslysum í Kína

2700 kolanámumenn hafa farist í námuslysum í Kína það sem af er þessu ári. Margar námurnar eru ólöglegar en lítið er gert til þess að hafa eftirlit með þeim enda kolaþörf landsins gríðarleg. Kol sjá fyrir tveim þriðju af orkuþörf landsins og því er sjaldgæft að námum sé lokað, jafnvel þótt þær séu stórhættulegar.

Neytendasamtök taka undir með FÍB

Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd.

Tókst ekki að leggja Friðrik

Önnu Þorsteinsdóttur tókst ekki að leggja Frikðrik Ólafsson stórmeistara að velli á afmælisfjöltefli Skáksambands Íslands í gær. Anna, sem er níræð, var elst þeirra sem tóku þátt í fjölteflinu. Yngsti þátttakandinn var þriggja ára telpa. Leikar fóru þannig að Friðrik vann nítján skákir, gerði sex jafntefli en tapaði engri.

Atvinnulífið fram yfir þingsæti

Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna.

Blæs á sögusagnir um klofning

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna.

Aflaverðmæti komið í 280 milljónir

Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum.

Vill ljúka róðri á Menningarnótt

Hringferð Kjartans Haukssonar á árabát um landið fer senn að ljúka. Hann er nú staddur á Stokkseyri þar sem hann bíður eftir lygnari sjó en hann stefnir ótrauður á að ná til höfuðborgarinnar fyrir Menningarnótt.

Útskrifaður af gjörgæslu í dag

Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur.

Fundu 59 kg af heróíni í vörubíl

Tyrkneska lögreglan lagði nýlega hald á 59 kíló af heróíni sem ætlað var á Evrópumarkað, en efnið fannst í vörubíl í bænum Gaziantep nærri landmærum Sýrlands. Lögreglan mun hafa fengið ábendingu um efnið og fylgdist með flutningabílnum í um mánuð áður en hún lét til skarar skríða.

Enn í öndunarvél eftir bílslys

Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús.

Styrktur til rannsókna á ufsa

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur veitt Hlyni Ármannssyni líffræðingi hálfrar milljónar króna styrk til framhaldsnáms í fiskifræði. Í tilkynningu frá LÍÚ segir að um sé að ræða árlegan styrk sem veittur hafi verið í fyrsta sinn árið 1998. Styrkurinn er ætlaður náttúrufræðingum sem hafa lokið eða eru að ljúka grunnnámi í háskóla og hyggjast hefja framhaldsnám erlendis á næsta skólaári.

Taka undir áskorun FÍB

Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði.

Ísraelar yfirgefi fleiri byggðir

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, vill að Ísraelar yfirgefi fleiri landnemabyggðir, en brottflutningur frá öllum byggðum á Gasasvæðinu hófst í dag. Landnemar hafa tvo daga til að hafa sig á brott, ella grípur Ísraelsher til aðgerða og fjarlægir fólk með valdi. Í samtali við Wafa-fréttastofuna í Palestínu í dag sagði Abbas að brottflutningurinn væri mikilvægt og sögulegt skref en meira þyrfti til.

Virði útivistarreglur á pysjutíma

Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan.

Á víkingaskipi úr íspinnaprikum

Það eru fleiri en Íslendingar sem láta sér detta í hug að sigla þvert yfir Atlantshafið á víkingaskipum. Bandaríkjamaðurinn Robert McDonald fetar þó í fótspor Leifs heppna á heldur óvenjulegan hátt því hann hefur búið til 15 metra langt víkingaskip eingöngu úr íspinnaprikum. Eins og gefur að skilja þarf fjölmörg prik í svo stórt farartæki, alls 15 milljónir, en það tók McDonald tvö ár að líma þau saman.

Konu sleppt eftir yfirheyrslur

Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar.

Rændu frönskum sjónvarpsmanni

Palestínskir byssumenn rændu hljóðmanni á vegum frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 3 í Gasaborg í dag. Mohamed Ouathi var á leið heim á hótelið sitt í dag ásamt samstarfsmönnum sínum þegar þrír vopnaðir menn komu akandi á bíl, rifu hann upp í og óku á brott.

Vélamiðstöðin seld

Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna.

Afganar leita að nýjum þjóðsöng

Yfirvöld í Afganistan leita nú að nýjum þjóðsöng fyrir landið. Ástæðan er sú að sá gamli þykir úr sér genginn, en hann má rekja til sigurs svokallaðra mújahedín-stríðsmanna á Rauða hernum snemma á tíunda áratug síðustu aldar og er í raun nokkurs konar hersöngur.

Fjallkjóaunga komið á legg

Fjallkjói hefur komið upp unga hér á landi í fyrsta sinn svo vitað sé, eftir því sem fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Fullorðinn fjallkjói sást í júní á Mývatnsheiði og stuttu fyrir helgi á sama stað sáust að minnsta kosti tveir fullorðnir fjallkjóar og nýlega fleygur fjallkjóaungi í för með þeim. Fjallkjóinn er svo kallaður umferðarfugl sem fer hér um vor og haust á leið til og frá varpheimkynnum sínum á Norðaustur-Grænlandi.

Kláruðust á fimm tímum

Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær.

Konan var myrt með hnífi

Hnífur var notaður sem morðvopn að sögn heimilda fréttastofu þegar varnarliðsmaður myrti tvítuga varnarliðskonu á miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Áverka var að finna á hnakka konunnar en ekki er víst hvort þeir hafi leitt dauða hennar, segir á vef <em>Víkurfrétta</em>.

Framleiðsla minnkar milli ára

Framleiðsla mjólkur í júlí á þessu ári var minni en í fyrra samkvæmt uppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mjólkurframleiðslan í júlí var 9 milljónir lítra en í júlí í fyrra var hún 9,6 milljónir lítra. Sama var upp á teningnum í júní og þar sem verðlagsárið endar 31. ágúst má telja harla ólíklegt að kúabændur nái að framleiða alla þá mjólk sem óskað hefur verið eftir til kaupa.

Minningarathöfn vegna fósturláta

Árleg minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju í Reykjavík á miðvikudaginn klukkan fjögur. Sjúkrahúsprestar Landspítala - háskólasjúkrahúss sjá um athöfnina í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en athöfnin er öllum opin.

Sauðfé sækir í garða á Ísafirði

Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar.

Átök á fyrsta degi brottflutnings

Ísraelskir landnemar á Gaza tókust á við hermenn í gær en þá hófst brottflutningur þeirra formlega. Mahmoud Abbas hefur boðað til þingkosninga í Palestínu 21. janúar.

Svörtu kassarnir til Frakklands

Talið er að bilun í jafnþrýstibúnaði hafi orðið til þess að flugvél kýpverska Helios-flugfélagsins fórst á sunnudaginn.

Öfuguggar á kreiki

Gestir Huk-nektarstrandarinnar við Ósló verða í síauknum mæli fyrir áreitni og ónæði ljósmyndara og dóna af ýmsu tagi. Sumir fletta sig klæðum frammi fyrir strípalingunum en það þykir þeim heldur miður.

Stoltenberg vinsæll

Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir þegar nokkrar vikur eru til þingkosninga í Noregi.

Tveir dóu í bílsprengjuárás

Öflug bílsprengja var sprengd fyrir utan veitingastað í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær og létust tveir í tilræðinu.

Vilja aðstoð að utan

Lík Lakshman Kadirgamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðarsorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggisgæsla var við athöfnina.

Friðarsamkomulag undirritað

Indónesíska ríkisstjórnin og uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Súmötru skrifuðu í gær undir friðarsamkomulag. Þar með er vonast til þess að þriggja áratuga löngum átökum, sem kostað hafa 15.000 mannslíf, sé lokið.

Grétu vegna brottflutnings

Ísraelskir lögregluþjónar og landnemar grétu saman þegar brottflutningur hófst frá stærstu landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu í dag.

Mikil sorg á Kýpur eftir flugslys

Mikil sorg ríkir á Kýpur og í Grikklandi vegna flugslyssins sem varð í grennd við Aþenu í gær. Enn berast misvísandi fréttir af hvað olli því að farþegaþotan með 121 mann innanborðs flaug beint á fjall. Grískur embættismaður hefur sagt að mörg líkin hafi verið gegnumfrosin sem bendi til þess að jafnþrýstibúnaður vélarinnar hafi gefið sig skyndilega í mikilli hæð þar sem frost er um og yfir 40 gráður.

Marglyttur hrjá ferðamenn á Spáni

Marglyttur í milljónatali hrjá nú ferðamenn á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Sums staðar er varla þorandi að fara í sjóinn.

Undirbúningur málsóknar hafinn

Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum.

Tvítug varnarliðskona myrt

Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins.

Leiðbeinandi hraði á hringveginum

Skilti sem sýna leiðbeinandi hraða hverju sinni eru komin upp á hringveginum. Sett verða upp fleiri skilti næsta sumar en til stendur að koma upp slíkum skiltum á stofnvegum að sögn Gunnar Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra.

Sjá næstu 50 fréttir