Innlent

Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn

Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Fimm bandarískir sérfræðingar komu til landsins seint í fyrrakvöld og veita þeir aðstoð við rannsókn málsins en forræði þess er nú í höndum rannsóknarnefndar sjóhersins. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli veitir einnig aðstoð við rannsóknina að sögn Jóhanns Benediktssonar sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Vettvangsrannsókn og frekari yfirheyrslur fóru fram í gær að sögn Jóhanns en ekki fékkst uppgefið hvort játning mannsins liggi fyrir né heldur hvort morðvopn hafi fundist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×