Innlent

Æfði köstun björgunarbáta

Áhöfn TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, æfði sig á mánudag í að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni í Stakksfirði. TF-SYN er oft send til leitar að bátum sem hafa sent út neyðarkall eða dottið út úr sjálfvirka eftirlitskerfinu og þá getur komið sér vel að hægt sé að kasta út björgunarbátum. Flugvélin fylgir þyrlum Landhelgisgæslunnar stundum eftir í löngum björgunar- og sjúkraflugum þar sem einnig getur þurft að kasta út björgunarbáti séu sjómenn í háska.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×