Innlent

Ræða ráðningu framkvæmdastjóra

Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kemur saman klukkan 16.00 í dag til þess að ræða um væntanlegan arftaka Andra Teitssonar í stól framkvæmdastjóra KEA og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður félagsins, önnur mál ekki á dagskrá. "Á fundinum mun stjórnin leggja línurnar varðandi ráðningu nýs framkvæmdastjóra en ljóst er að ýmsir hafa áhuga á starfinu. Hugsanlega verður ákveðið að ræða við nokkra einstaklinga um starfið en ekki verður gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra í dag," segir Benedikt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×