Fleiri fréttir

Vilja nýjan R-lista án VG

Tillögur eru innan raða Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar um að flokkarnir bjóði fram sameiginlega í næstu borgarstjórnarkosningum og haldi þannig merkjum R-listans á lofti.

Búseta Ísraela á Gaza bönnuð

Ísraelar innsigluðu Gaza á miðnætti í nótt og mörkuðu þannig formlegt upphaf brottflutnings landnema frá svæðinu. Búseta Ísraela þar er nú ólögleg.

Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju

Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002.

Lifði af 400 stungur

Kona á níræðisaldri er á batavegi eftir að hún hlaut fjögur hundruð býflugnastungur skömmu fyrir helgi. Býflugurnar komu frá vegg geymsluhúsnæðis við heimili konunnar, að því er fram kemur á fréttavef CNN.

Sanna hið gagnstæða

Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum.

Vilja sanna hið gagnstæða

Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum. </font />

Hafnar samsæriskenningum

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómir hafnar því sem hann kallar samsæriskenningum feðganna Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Jón Steinar sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna ummæla feðganna í Fréttablaðinu á laugardaginn. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni.

Bush tilbúinn að beita valdi

Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag að honum fyndist koma til greina að beita Írana valdi til að fá þá til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði engar leiðir útilokaðar, þótt bein árás væri auðvitað síðasta úrræðið.

Kannabis í bíl í Keflavík

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni og farþega á bíl, nú undir morgun, eftir að áhaldi til kannabisneyslu var hent út um glugga bílsins. Við leit á mönnunum fannst smáræði af kannabisefnum.

Varðskipin í kvikmynd Eastwoods

Varðskipið Óðinn kemur íslenskum sjómönnum ekki að miklu gagni næstu dægrin og Týr líkast til ekki heldir því Landhelgisgæslan hefur leigt erlendum kvikmyndagerðarmönnum skipin. Óskað var eftir tveimur skipum og lofaði Landhelgisgæslan að gera sitt besta, en lofaði einungis Óðni sem lítið er notaður nema þegar Ægir og Týr eru í viðgerð.

Flug BA enn í ólagi

Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag.

Neyðarlög á Sri Lanka

Yfirvöld á Sri Lanka hafa sett í gildi neyðarlög í landinu, eftir að utanríkisráðherra landsins, Lakshman Kadirgamar var skotinn til bana í gærkvöldi. Lögreglan hefur ásakað hreyfingu Tamíltígra um að bera ábyrgð á morðinu, en hún neitar því að hafa haft nokkuð með það að gera.

Ítalir tínast frá Írak

Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska.

Atvinnulausum fer fækkandi

Þrjúþúsund eitthundrað þrjátíu og fimm manns voru að jafnaði atvinnulausir í júlímánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Það jafngildir tveggja prósenta atvinnuleysi. Skráðir voru 65.837 atvinnuleysisdagar á landinu öllu.

Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld

Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki.

Ný stjórnarskrá Íraka í augsýn

"Ef Guð lofar, verður hún tilbúin á morgun," sagði Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi í dag, um stjórnarskrána írösku. Stjórnarskráin hefur verið mjög lengi í smíðum og mikið hefur verið deilt um innihaldið.

Biðlistar í kristna einkaskóla

Langir biðlistar eru við meira en helming allra kristnu einkaskólanna í Danmörku. Í suma þarf að skrá börnin strax við fæðingu til að þau eigi möguleika á að komast inn þegar skólaaldri er náð.

Bilun í ljósleiðara

Í morgun rofnaði samband um ljósleiðara til Akureyrar. Af þessum sökum eru ADSL tengingar Og Vodafone á Akureyri óvirkar og jafnframt truflanir á GSM sambandi á Akureyri. Á Sauðárkróki og Húsavík er farsímasamband að mestu úti. Bilunin hefur einnig áhrif á ADSL samband nokkurra fyrirtækja við Höfðabakka, samkvæmt upplýsingum frá OgVodafone. Tæknimenn vinna að viðgerð á biluninni.

ADSL og farsímar komið í lag

ADSL Og Vodafone á Akureyri og farsímasamband þar á Húsavík og Sauðárkróki er komið í samt lag. Gert hefur verið við bilun sem varð vegna þess að verktaki tók ljósleiðara í sundur við Höfðabakka í Reykjavík.

Einn svakalegasti dagur lífs míns

Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus situr nú á sakamannabekk og á jafnvel yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um fjárdrátt. Jóhannes sver af sér sakir og kallar málatilbúnaðinn apaspil. Hann kveðst bjartsýnn og finnur ómældan stuðning við málstað sinn og fjölskyldu sinnar.

Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin

Óvild forsætisráðherra skapaði það andrúm sem drifið hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, að mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og að Baugur hafi alltaf haft betur í viðskiptum við sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar.

Birting ákæru í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum.

Mótmæli við Austurvöll

Á fjórða tug mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Hópurinn stóð fyrir gjörningum og að sögn lögreglunnar kom hvorki til óláta né skemmdarverka. Einn mótmælandi sem í þessu tilfelli er Íslendingur var handtekinn fyrir að klæðast lögreglujakka og lögregluhúfu en slíkt er brot á lögreglulögum. Hann var fluttur á lögreglustöðina og færður úr einkennisbúningum.

Syntu yfir Faxaflóann

Fjórtán unglingar syntu frá Ægisgarði og upp á Akranes í dag. Hér voru á ferðinni unglingar úr sundfélagi ÍA og var sundið áheitasund þar sem þau eru að safna fyrir keppnisferð sem farin verður næsta vor. Þau skiptust á að synda og voru í sjónum frá 15 mínútum og upp í fjörutíu. Þau lögðu af stað yfir Faxflóann klukkan tíu í morgun og sundinu lauk klukkan þrjú og þykir það nokkuð góður tími.

Mengun í Malasíu

Neyðarástandi vegna loftmengunar hefur verið aflétt á tveimur stöðum í Malasíu og sást til himna í Kúala Lumpur í fyrsta sinn um margra vikna skeið. Mengunin hefur verið yfir hættumörkum um hríð og er ástandið verra en um átta ára skeið.

Ákærurnar flóknar og efnismiklar

Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt.

Viðbrögð Baugsfeðga við ákærum

Baugsfeðgarnir, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir telja með ólíkindum að einn reikningur, sem lögreglan vissi ekki hvort væri debit eða kredit, skyldi vera tilefni hinnar miklu rannsóknar á fyrirtækinu. Þeir bera Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, þungum sökum.

Harka í þýsku kosningabaráttunni

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp.

Skaðleg áhrif á samkeppni

Þeir sem ætla að fylgjast með enska boltanum í gegnum ADSL þurfa að hafa tengingu hjá Símanum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir vísbendingar um að það kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppni.

Óttast óöld á Sri Lanka

Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni.

Upptökur gerðar opinberar

Hljóðupptökur af síðustu augnablikum fólks sem var í tvíburaturnunum ellefta september voru gerðar opinberar í New York í gær.

Orustan við Iwo Jima

Kvikmyndin sem Clint Eastwood er að gera hér á landi fjallar um einhverja blóðugustu orrustu seinni heimsstyrjaldarinnar á Kyrrahafsvígstöðvunum, þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás á eyna Iwo Jima. Og nú er kempan komin til Íslands, til þess að gera sína næstu stórmynd.

Friðarvilji í Indónesíu

Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði á Súmötru komu í dag til Helsinki í Finnlandi til að skrifa undir friðarsamkomulag.Uppreisnarmenn hafa í tæp þrjátíu ár barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs en indónesísk stjórnvöld hafa barið uppreisnina niður með miklu ofbeldi og hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns látið lífið í þeim átökum

Allar framkvæmdir út úr friðlandi

Framkvæmd Norðlingaölduveitu verður öll utan friðlandsins Þjórsárverum að því er Samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum á föstudag.

Handtekinn í lögreglubúningi

Talið er að um sjötíu manns hafi safnast saman á Austurvelli eftir hádegi í gær til þess að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og álveri við Reyðarfjörð. Fóru mótmælin friðsamlega fram að sögn lögreglu.

Vill skipa sér í forystusveit

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári.

Hverjum steini velt við

Lögmenn sem Fréttablaðið náði tali af eru gagnrýnir á framferði ákæruvaldsins. Einhverjar kærurnar eru alvarlegar en sumt sparðatíningur. Þó má búast við að margt nýtt eigi eftir að koma í ljós þegar málflutningur hefst. "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson.

Fær ekki bætur vegna íþróttaslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Tryggingastofnun af bótakröfu stúlku sem fékk flugu í augað á unglingalandsliðsæfingu í badminton árið 1997 með þeim afleiðingum að augnbotninn rifnaði. Hún hefur í dag takmarkaða sjón á auganu.

Umsækjundur guldu fyrir reynslu

Landbúnaðarráðuneytið leitaði sérstaklega eftir reynslulitlum einstakling í starf sérfræðings á sviði markaðs- og framleiðslumála í árslok 2002 ef marka má skýringar sem Umboðsmaður Alþingis fékk frá ráðuneytinu. 

Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk

Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær.

Vopnaðir á vellinum

Lögregla fór inn á áhorfendapalla í gær og handtók ellefu manns meðan leikur Queens Park Rangers og Sheffield í ensku fyrstu deildinni stóð yfir í gær. Mennirnir voru vopnaðir og höfðu að sögn lögreglu ógnað lífi Gianni Paladini, stjórnarformanni QPR. Ekki er vitað hvað vakti fyrir mönnunum.

Dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi var þriðjungi minna í júlí en á sama tíma fyrir ári. 3.135 einstaklingar að meðaltali voru án atvinnu í síðasta mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Í júlí í fyrra voru að meðaltali 4.712 einstaklingar án atvinnu. Heldur meira hefur dregið úr atvinnuleysi karla en kvenna.

Haldið upp á afmæli Castro

Mikið var um hátíðahöld á Kúbu í dag þegar haldið var upp á 79 ára afmæli Fidels Castro. Forsíður dagblaða voru helgaðar leiðtoga landsins til 46 ára og heimildarþættir um hann voru sýndir í sjónvarpi.

Réðist á andstæðinga sína

Gerhard Schröder, Þýskalandskanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, réðist harkalega að Kristilegum demókrötum þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar sem haldnar verða eftir rúman mánuð.

Fyrsti herra Afganistan

Khosraw Basheri komst í sögubækurnar þegar hann varð fyrsti maðurinn til að verða krýndur herra Afganistan. Þessi 23 ára kaupsýslumaður, sem hefur árum saman stundað lyftingar, sagðist aldrei myndu gleyma deginum þegar hann var valinn herra Afganistan.

Sjá næstu 50 fréttir