Fleiri fréttir Ekki þverfótað fyrir Línu langsokk Um þrjú þúsund manns, að stórum hluta börn, tóku þátt í skrúðgöngu í miðborg Stokkhólms þar sem haldið var upp á að 60 ár eru liðin síðan bók Astrid Lindgren um Línu langsokk kom fyrst út. Skrúðgöngunni lauk með mikilli hátíð þar sem boðið var upp á fjölda skemmtiatriða í anda bókarinnar. 13.8.2005 00:01 Kjartan kom til Stokkseyrar Kjartan Jakob Hauksson kom til Stokkseyrar síðla í gær eftir rúmlega sólarhringslanga sjóferð frá Hjörleifshöfða. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti honum. Nokkrir fóru út á kajökum til að taka á móti honum og fylgja honum síðasta spölinn. Kjartan Jakob var hins vegar ekki þreyttari en svo að hann stakk þá af. 13.8.2005 00:01 Gefur lítið fyrir Baugsákærur Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis. 12.8.2005 00:01 Telja dvínandi líkur á samstarfi Menn úr öllum flokkum sem standa að R-listanum telja mjög dvínandi líkur á að R-listi verði boðinn fram við næstu borgarstjórnarkosningar eftir að starf viðræðunefndar flokkanna sigldi í strand í gær. Boltinn er nú aftur hjá félögum flokkanna þriggja í Reykjavík og hafa Vinstri -grænir boðað til félagsfundar á mánudag, en Samfylkingin og Framsóknarflokkur hafa ekki ákveðið fundartíma. 12.8.2005 00:01 Flug komist í lag síðar í dag Búist er við að flug breska flugfélagsins British Airways komist í eðlilegt horf síðar í dag en félagið aflýsti öllu flugi frá Hethrow-flugvelli í Lundúnum í gær. Ástæðan var skyndilegt verkfall um eitt þúsund flugvallarstarfsmanna sem mótmæltu uppsgögnum starfsmanna flugeldhúsa á vellinum. British Airways flýgur um 550 ferðir til og frá Heathrow á degi hverjum og ferðast yfir eitt hundrað þúsund farþegar með vélum flugfélagsins. 12.8.2005 00:01 Alvarlegt umferðarslys í Mexíkó Að minnsta kosti tveir létust og yfir 40 slösuðust þegar vöruflutningabíll með eldfimt efni og lest rákust saman í gær í bænum Matamoros í Mexíkó sem er nálægt landmærum Bandaríkjanna. Mikil sprenging varð og gríðarlegur hávaði og titringur fannst í margra kílómetra fjarlægð. Þa tók slökkvilið margar klukkustundir að slökkva eldinn, finna hina meiddu og koma þeim í öruggt skjól en mikill reykur var á svæðinu sem gerði björgunarmönnum erfitt fyrir. 12.8.2005 00:01 Hækkuðu fargjöld vegna olíuverðs Olíuverð hækkaði enn í Bandaríkjunum í gær og komst í 66 dollara fyrir tunnuna. Þrjú bandarísk flugfélög brugðust í gær við hækkununum með því að hækka fargjöld. Ekki liggur fyrir hvernig Flugleiðir bregðast við en við svipaðar aðstæður hafa ýmis evrósk flugfélög brugðist við með því að leggja svonefnt olíugjald á hvern farseðil án þess að kalla það beinlínis hækkun. 12.8.2005 00:01 Reyndist hafa rekist á rekald Ástæða þess að leki kom að hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni GK þegar hann var á siglingu á Aðalvík á Ströndum í fyrrinótt er að báturinn rakst á eitthvert rekald í sjónum og við það brotnaði byrðingurinn og sjór flæddi inn. Þetta kemur fram í máli sjómannanna tveggja sem um borð voru. Björgunarskip frá Ísafirði dró bátinn til Bolungarvíkur í gær þar sem hann var tekinn á land. 12.8.2005 00:01 Áframhaldandi mótmæli vegna Gasa Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Tel Aviv í Ísrael í gær til að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Ísraela frá Gasa en yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín á mánudag og finna ný. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ákvörðunar sinnar og voru yfir tvö þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu. 12.8.2005 00:01 Telur brottflutning auka öryggi George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á. 12.8.2005 00:01 Æfðu viðbrögð við eldsvoða Mörgum vegfarendum um Kamba og nágrenni Hveragerðis var brugðið í gærkvöld þegar mikinn reyk lagði frá húsi í bænum. Þegar nær dró kom í ljós að húsið stóð í björtu báli. Engin vá var þó fyrir dyrum því slökkviliðið í Hveragerði hafði fengið húsið til æfinga enda var hætt að nota það og til stóð að rífa það. 12.8.2005 00:01 Reyndu að læðast burt með fartölvu Þrír piltar innan við tvítugt laumuðust inn í íbúðarhús í austurborginni undir miðnætti og stálu þar fartölvu. Heimilisfólkið, sem var á efri hæð hússins, varð ekki vart við piltana fyrr en það sá þá laumast á burt með fartölvuna. Lögregla fann piltana í grenndinni með tölvuna í fórum sínum og gista þeir nú fangageymslur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir áður komist í kast við lögin. 12.8.2005 00:01 Umboð sveitar SÞ í Írak framlengt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna framlengdi umboð sveitar sem er við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak um eitt ár í gær. Ákvörðunin var samþykkt samhljóða af þeim 15 ríkjum sem eiga sæti í ráðinu. Alls eru um 340 erlendir, borgaralegir starfsmenn við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak og 470 heimamenn. 12.8.2005 00:01 Má ekki snúa aftur til Bretlands Bresk yfirvöld hafa bannað harðlínuklerknum Omar Bakri Mohammed að snúa aftur til Bretlands, en hann yfirgaf landið skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir. Hann var handtekinn í Líbanon í gær og var í fyrstu talið að bresk yfirvöld hefðu óskað eftir því en þau neita því. 12.8.2005 00:01 Segjast ekki leggja niður vopn Félagar í Hamas-samtökunum munu ekki leggja niður vopn þrátt fyrir brotthvarf Ísraelshers og landnema frá Gasaströndinni. Þetta segja talsmenn samtakanna og bæta því við að vopnuð barátta gegn Ísraelsríki muni halda áfram. Það er meðal takmarka Hamas að tortíma Ísrael og koma á fót íslömsku trúarríki sem næði yfir Vesturbakkann, Gasaströndina og það svæði sem Ísraelsríki nær nú yfir. 12.8.2005 00:01 Litið sé fram hjá heildarmyndinni Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. 12.8.2005 00:01 Hugsanlega í samstarfi og baráttu Sú ótrúlega staða gæti verið að koma upp að R-listaflokkarnir þrír þurfi að starfa áfram saman fram að kosningum en standi jafnframt í harðvítugri kosningabaráttu sín á milli. 12.8.2005 00:01 Hundruð flugferða falla niður Tugþúsundir farþega British Airways eru strandaglópar vegna skyndiverkfalla á Heathrow-flugvelli. Félagið hefur þurft að fella niður hundruð flugferða fyrir vikið. 12.8.2005 00:01 Margfalda burðargetu GSM Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Prófanir á tækninni eru hafnar og er áætlað að hún verði tekin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. 12.8.2005 00:01 Danir flæktir í síldardeilu Danir hafa flækst inn í deilu Íslendinga og Norðmanna um kvótaskiptingu úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hans Christian Schmidt ráðherra sjávarúrvegs-, matvæla- og landbúnaðarmála Danmerkur er nú staddur hér í vinnuferð til þess að leita málamiðlunar í deilunum. 12.8.2005 00:01 Norska stjórnin tapar fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi, undir stjórn Kjell Magne Bondevik, tapa verulegu fylgi í þingkosningum sem fara fram eftir mánuð, ef marka má skoðanakönnun norska dagblaðsins Aftenposten. 12.8.2005 00:01 Dönsku eftirlaunalögunum breytt Aukinn meirihluti danska þingsins hyggst greiða atkvæði með því að lögum um eftirlaun verði breytt svo eftirlaunaþegum verði gert kleift að stunda hlutastarf án þess að það hafi of mikil áhrif á eftirlaun þeirra. 12.8.2005 00:01 Danir brjóta gegn mannréttindum Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði í fyrravetur að brottvísun úgandsks manns frá Danmörku hafi stítt gegn alþjóðasáttmálum. Nefndin hefur nú vísað frá beiðni danskra yfirvalda um að fá málið tekið upp að nýju. 12.8.2005 00:01 Festist undir bíl í árekstri Bifhjól og bíll lentu í árekstri á Laugavegi á móts við hús númer 166 um klukkan ellefu í morgun. Ökumaður bifhjólsins festist undir bílnum og þurfti að tjakka bílinn upp til að ná honum undan. Hann var fluttur á slysadeild, en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. 12.8.2005 00:01 Útvegsmenn geti ekki farið í mál Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur útilokað fyrir útvegsmenn að fara í mál við íslensk stjórnvöld til að fá svonefndan byggðakvóta afnuminn, sem þeir segja að skerði sinn eigin kvóta. 12.8.2005 00:01 Handtekinn fyrir veggjakrot Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins. 12.8.2005 00:01 Ísraelar íhuga aðgerðir gegn Íran Kjarnorkuáætlun Írana kemur illa við kauninn á Ísraelsmönnum sem íhuga aðgerðir til að trufla eða eyðileggja hana. 12.8.2005 00:01 Kannar lagaheimildir SMÁÍS og Sky Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Samtök myndrétthafa á Íslandi og Sky-sjónvarpsstöðin hafi lagalegar heimildir til að loka á öll viðskipti þar sem greitt er með íslenskum greiðslukortum. Neytendasamtökin segja ljóst að með þessum aðgerðum sé mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en þau þurfa nú að gera. 12.8.2005 00:01 Sjónarhóll semur við borgina Sjónarhóll og Reykjavíkurborg undirrita í dag þjónustusamning um þjónustu við foreldra barna með sérþarfir sem eiga lögheimili í Reykjavík. 12.8.2005 00:01 Rómaborg brennur á ný Yfirvöld í Róm á Ítalíu leita nú logandi ljósi að brennuvargagengi sem farið hefur um borgina að næturlagi og kveikt í farartækjum. Alls hafa 200 bílar og vélhjól brunnið í borginni síðastliðinn mánuð, en sumir bílanna hafa sprungið í loft upp með tilheyrandi skemmdum á nærliggjandi húsum. Engan hefur þó sakað í brununum hingað til en yfirvöld segja það aðeins tímaspursmál hvenær það gerist. 12.8.2005 00:01 Samið um spænsk-íslenska orðabók Háskólinn í Reykjavík og Edda útgáfa undirrituðu í morgun samstarfssamning um útgáfu nýrrar spænsk-íslenskrar orðabókar, en áhugi á spænskunámi hefur farið ört vaxandi hér á landi síðustu misserin. 12.8.2005 00:01 Fjórðungur vill kynlíf daglega Ný, bresk könnun leiðir í ljós að það sem skiptir góðan hluta breskra kvenna máli er kynlíf og það daglega. 27 prósent breskra kvenna svöruðu því til í könnun að þær vildu gamna sér daglega hið minnsta. Konur virðast jafnframt njóta kynlífsins betur nú en fyrir rúmum tíu árum, því 62 prósent aðspurðra sögðust fá fullnægingu. Það gengur því betur hjá þeim en breskum körlum, en aðeins hjá 54 prósentum þeirra lýkur ástarleikjum með fullnægingu. 12.8.2005 00:01 Krotaði á styttu Jóns Sigurðssonar Útlendingurinn sem handtekinn var í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, krotaði m.a. á gamla Landssímahúsið og á styttu Jón Sigurðssonar á Austurvelli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. 12.8.2005 00:01 Salmonella í taílenskum matvælum Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli. 12.8.2005 00:01 Vígsla brautar frestast vegna þoku Ekkert verður að vígslu endurbyggðrar flugbrautar og nýrrar vélageymslu á Grímseyjarflugvelli eins og boðað hafði verið í morgun. Ófært er til Grímseyjar vegna þoku og er stefnt að því að vígslan fari fram í næstu viku. 12.8.2005 00:01 Össur snuprar útgerðarmenn Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur útgerðarmenn á beinið fyrir að ætla að kæra úthlutun byggðakvóta á þeim forsendum að með því sé verið að taka af þeim stjórnarskrárvarin eignarréttindi af því byggðakvótinn minnkar þeirra hlut. 12.8.2005 00:01 Sigrún hættir hjá RKÍ eftir 15 ár Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu eftir 15 ára starf hjá félaginu, þar af 12 ár sem framkvæmdastjóri. Rauði krossinn kveður Sigrúnu með söknuði og þakklæti og þakkar henni frábær störf í gegnum árin. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni. 12.8.2005 00:01 Ísbjörn synti 100 km á sólarhring Vísindamenn hafa nú í fyrsta skipti fylgst með því þegar bjarndýr synti um 100 kílómetra í einni lotu á um það bil sólarhring. Vitað var að birnir ferðast þúsundir kílómetra á ári í fæðuleit en hins vegar var ekki vitað að þeir væru jafn mikilir sundgarpar og raun ber vitni. 12.8.2005 00:01 NASA sendir könnunarfar til Mars Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, sendi í morgun könnunarfar á loft sem halda á til Mars. Geimskotinu hafði verið frestað í tvígang vegna minni háttar tæknivandamála í Atlas 5 eldflauginni, sem ætlað er að flytja könnunarfarið til Mars, en rétt fyrir hádegi þaut hún af stað upp í himingeiminn áleiðis til plánetunnar rauðu. 12.8.2005 00:01 Axlarbrotnaði og marðist í slysi Maður á mótorhjóli sem lenti í árekstri við bifreið til móts við Laugaveg 164 laust fyrir hádegi axlarbrotnaði og marðist á höfði. Bifreiðinni var ekið í veg fyrir mótorhjólið og lenti maðurinn undir henni. Hann var fluttur á sjúkrahús. 12.8.2005 00:01 Eltu meinta tilræðismenn Tveir egypskir lögreglumenn særðust í dag í bardaga við hóp vopnaðra manna sem grunaðir eru um aðild að sprengjutilræðinu í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði sem kostaði 64 lífið. Átökin urðu í helli á Sinai-skaga þar sem mennirnir höfðu falið sig. Lögreglan telur að þeir hafi verið fimmtán talsins. Einn þeirra var handtekinn og auk þess kona sem talin er vega eiginkona annars manns. Hinir sluppu. 12.8.2005 00:01 Kaupa gróðurhús á Gasa Einkaaðilar munu kaupa gróðurhús af ísraelskum landnemum á Gasasvæðinu fyrir um þrettán milljónir dollara þegar landnemarnir yfirgefa Gasa um miðjan þennan mánuð. Kaupendurnir munu svo gefa palestinsku heimstjórninni gróðurhúsin. Um níu þúsund gyðingar flytjast frá Gasasvæðinu. 12.8.2005 00:01 Handtekinn nærri höfuðstöðvum SÞ Bandaríkjamaður var í gær handtekinn fyrir að reyna að komast inn í bílageyslu nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með stóran bensínbrúsa og tvær byssur í bíl sínum. Frá þessu greindu talsmenn Sameinuðu þjóðanna og lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum í dag. 12.8.2005 00:01 Hungursneyð vofir yfir Malí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag beiðni sína til þjóða heims um aðstoð vegna hungrsneyðar í ríkjum í Vestur-Afríku. Sagði talskona stofnunarinnar að brýn þörf væri fyrir matvæli í Malí ef ekki ætti að fara jafnilla þar og í nágrannaríkinu Níger þar sem fjöldi fólks hefur látist úr hungri vegna þess að hjálp barst ekki í tæka tíð. 12.8.2005 00:01 Kjöt framleitt án dýra Hægt verður innan tíðar að rækta kjöt án þess að dýr komi þar við sögu, að sögn breska líffræðingsins Brians J. Ford, en hann segi tækni sem gerir kleift að rækta kjöt úr dýrafrumum þegar fyrir hendi. Ár gætu þó enn liðið þar til kjöt framleitt á þennan hátt kemur á markaði. 12.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki þverfótað fyrir Línu langsokk Um þrjú þúsund manns, að stórum hluta börn, tóku þátt í skrúðgöngu í miðborg Stokkhólms þar sem haldið var upp á að 60 ár eru liðin síðan bók Astrid Lindgren um Línu langsokk kom fyrst út. Skrúðgöngunni lauk með mikilli hátíð þar sem boðið var upp á fjölda skemmtiatriða í anda bókarinnar. 13.8.2005 00:01
Kjartan kom til Stokkseyrar Kjartan Jakob Hauksson kom til Stokkseyrar síðla í gær eftir rúmlega sólarhringslanga sjóferð frá Hjörleifshöfða. Fjölmenni var við höfnina til að taka á móti honum. Nokkrir fóru út á kajökum til að taka á móti honum og fylgja honum síðasta spölinn. Kjartan Jakob var hins vegar ekki þreyttari en svo að hann stakk þá af. 13.8.2005 00:01
Gefur lítið fyrir Baugsákærur Breska blaðið <em>The Guardian</em> gefur lítið fyrir ákærurnar á hendur Baugi í ítarlegri grein sem birt er á viðskiptasíðu blaðsins í dag. <em>The Guardian</em> hefur látið þýða málsskjölin fyrir sig og látið sérfræðinga sína rannsaka það. Þeir virðast komast að þeirri niðurstöðu að allt vafstrið í kringum Baug sé stormur í vatnsglasi. Ekkert tillit sé tekið til þess hversu hratt Baugur hafi vaxið né önnur fyrirtæki í svipuðum rekstri erlendis. 12.8.2005 00:01
Telja dvínandi líkur á samstarfi Menn úr öllum flokkum sem standa að R-listanum telja mjög dvínandi líkur á að R-listi verði boðinn fram við næstu borgarstjórnarkosningar eftir að starf viðræðunefndar flokkanna sigldi í strand í gær. Boltinn er nú aftur hjá félögum flokkanna þriggja í Reykjavík og hafa Vinstri -grænir boðað til félagsfundar á mánudag, en Samfylkingin og Framsóknarflokkur hafa ekki ákveðið fundartíma. 12.8.2005 00:01
Flug komist í lag síðar í dag Búist er við að flug breska flugfélagsins British Airways komist í eðlilegt horf síðar í dag en félagið aflýsti öllu flugi frá Hethrow-flugvelli í Lundúnum í gær. Ástæðan var skyndilegt verkfall um eitt þúsund flugvallarstarfsmanna sem mótmæltu uppsgögnum starfsmanna flugeldhúsa á vellinum. British Airways flýgur um 550 ferðir til og frá Heathrow á degi hverjum og ferðast yfir eitt hundrað þúsund farþegar með vélum flugfélagsins. 12.8.2005 00:01
Alvarlegt umferðarslys í Mexíkó Að minnsta kosti tveir létust og yfir 40 slösuðust þegar vöruflutningabíll með eldfimt efni og lest rákust saman í gær í bænum Matamoros í Mexíkó sem er nálægt landmærum Bandaríkjanna. Mikil sprenging varð og gríðarlegur hávaði og titringur fannst í margra kílómetra fjarlægð. Þa tók slökkvilið margar klukkustundir að slökkva eldinn, finna hina meiddu og koma þeim í öruggt skjól en mikill reykur var á svæðinu sem gerði björgunarmönnum erfitt fyrir. 12.8.2005 00:01
Hækkuðu fargjöld vegna olíuverðs Olíuverð hækkaði enn í Bandaríkjunum í gær og komst í 66 dollara fyrir tunnuna. Þrjú bandarísk flugfélög brugðust í gær við hækkununum með því að hækka fargjöld. Ekki liggur fyrir hvernig Flugleiðir bregðast við en við svipaðar aðstæður hafa ýmis evrósk flugfélög brugðist við með því að leggja svonefnt olíugjald á hvern farseðil án þess að kalla það beinlínis hækkun. 12.8.2005 00:01
Reyndist hafa rekist á rekald Ástæða þess að leki kom að hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni GK þegar hann var á siglingu á Aðalvík á Ströndum í fyrrinótt er að báturinn rakst á eitthvert rekald í sjónum og við það brotnaði byrðingurinn og sjór flæddi inn. Þetta kemur fram í máli sjómannanna tveggja sem um borð voru. Björgunarskip frá Ísafirði dró bátinn til Bolungarvíkur í gær þar sem hann var tekinn á land. 12.8.2005 00:01
Áframhaldandi mótmæli vegna Gasa Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Tel Aviv í Ísrael í gær til að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Ísraela frá Gasa en yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín á mánudag og finna ný. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ákvörðunar sinnar og voru yfir tvö þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu. 12.8.2005 00:01
Telur brottflutning auka öryggi George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á. 12.8.2005 00:01
Æfðu viðbrögð við eldsvoða Mörgum vegfarendum um Kamba og nágrenni Hveragerðis var brugðið í gærkvöld þegar mikinn reyk lagði frá húsi í bænum. Þegar nær dró kom í ljós að húsið stóð í björtu báli. Engin vá var þó fyrir dyrum því slökkviliðið í Hveragerði hafði fengið húsið til æfinga enda var hætt að nota það og til stóð að rífa það. 12.8.2005 00:01
Reyndu að læðast burt með fartölvu Þrír piltar innan við tvítugt laumuðust inn í íbúðarhús í austurborginni undir miðnætti og stálu þar fartölvu. Heimilisfólkið, sem var á efri hæð hússins, varð ekki vart við piltana fyrr en það sá þá laumast á burt með fartölvuna. Lögregla fann piltana í grenndinni með tölvuna í fórum sínum og gista þeir nú fangageymslur. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir áður komist í kast við lögin. 12.8.2005 00:01
Umboð sveitar SÞ í Írak framlengt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna framlengdi umboð sveitar sem er við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak um eitt ár í gær. Ákvörðunin var samþykkt samhljóða af þeim 15 ríkjum sem eiga sæti í ráðinu. Alls eru um 340 erlendir, borgaralegir starfsmenn við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak og 470 heimamenn. 12.8.2005 00:01
Má ekki snúa aftur til Bretlands Bresk yfirvöld hafa bannað harðlínuklerknum Omar Bakri Mohammed að snúa aftur til Bretlands, en hann yfirgaf landið skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir. Hann var handtekinn í Líbanon í gær og var í fyrstu talið að bresk yfirvöld hefðu óskað eftir því en þau neita því. 12.8.2005 00:01
Segjast ekki leggja niður vopn Félagar í Hamas-samtökunum munu ekki leggja niður vopn þrátt fyrir brotthvarf Ísraelshers og landnema frá Gasaströndinni. Þetta segja talsmenn samtakanna og bæta því við að vopnuð barátta gegn Ísraelsríki muni halda áfram. Það er meðal takmarka Hamas að tortíma Ísrael og koma á fót íslömsku trúarríki sem næði yfir Vesturbakkann, Gasaströndina og það svæði sem Ísraelsríki nær nú yfir. 12.8.2005 00:01
Litið sé fram hjá heildarmyndinni Breska blaðið <em>The Guardian</em> segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. 12.8.2005 00:01
Hugsanlega í samstarfi og baráttu Sú ótrúlega staða gæti verið að koma upp að R-listaflokkarnir þrír þurfi að starfa áfram saman fram að kosningum en standi jafnframt í harðvítugri kosningabaráttu sín á milli. 12.8.2005 00:01
Hundruð flugferða falla niður Tugþúsundir farþega British Airways eru strandaglópar vegna skyndiverkfalla á Heathrow-flugvelli. Félagið hefur þurft að fella niður hundruð flugferða fyrir vikið. 12.8.2005 00:01
Margfalda burðargetu GSM Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Prófanir á tækninni eru hafnar og er áætlað að hún verði tekin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. 12.8.2005 00:01
Danir flæktir í síldardeilu Danir hafa flækst inn í deilu Íslendinga og Norðmanna um kvótaskiptingu úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hans Christian Schmidt ráðherra sjávarúrvegs-, matvæla- og landbúnaðarmála Danmerkur er nú staddur hér í vinnuferð til þess að leita málamiðlunar í deilunum. 12.8.2005 00:01
Norska stjórnin tapar fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi, undir stjórn Kjell Magne Bondevik, tapa verulegu fylgi í þingkosningum sem fara fram eftir mánuð, ef marka má skoðanakönnun norska dagblaðsins Aftenposten. 12.8.2005 00:01
Dönsku eftirlaunalögunum breytt Aukinn meirihluti danska þingsins hyggst greiða atkvæði með því að lögum um eftirlaun verði breytt svo eftirlaunaþegum verði gert kleift að stunda hlutastarf án þess að það hafi of mikil áhrif á eftirlaun þeirra. 12.8.2005 00:01
Danir brjóta gegn mannréttindum Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði í fyrravetur að brottvísun úgandsks manns frá Danmörku hafi stítt gegn alþjóðasáttmálum. Nefndin hefur nú vísað frá beiðni danskra yfirvalda um að fá málið tekið upp að nýju. 12.8.2005 00:01
Festist undir bíl í árekstri Bifhjól og bíll lentu í árekstri á Laugavegi á móts við hús númer 166 um klukkan ellefu í morgun. Ökumaður bifhjólsins festist undir bílnum og þurfti að tjakka bílinn upp til að ná honum undan. Hann var fluttur á slysadeild, en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. 12.8.2005 00:01
Útvegsmenn geti ekki farið í mál Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur útilokað fyrir útvegsmenn að fara í mál við íslensk stjórnvöld til að fá svonefndan byggðakvóta afnuminn, sem þeir segja að skerði sinn eigin kvóta. 12.8.2005 00:01
Handtekinn fyrir veggjakrot Útlendingur var handtekinn í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar frá því í nótt og að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns vinnur lögreglan í Reykjavík að rannsókn málsins. 12.8.2005 00:01
Ísraelar íhuga aðgerðir gegn Íran Kjarnorkuáætlun Írana kemur illa við kauninn á Ísraelsmönnum sem íhuga aðgerðir til að trufla eða eyðileggja hana. 12.8.2005 00:01
Kannar lagaheimildir SMÁÍS og Sky Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Samtök myndrétthafa á Íslandi og Sky-sjónvarpsstöðin hafi lagalegar heimildir til að loka á öll viðskipti þar sem greitt er með íslenskum greiðslukortum. Neytendasamtökin segja ljóst að með þessum aðgerðum sé mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en þau þurfa nú að gera. 12.8.2005 00:01
Sjónarhóll semur við borgina Sjónarhóll og Reykjavíkurborg undirrita í dag þjónustusamning um þjónustu við foreldra barna með sérþarfir sem eiga lögheimili í Reykjavík. 12.8.2005 00:01
Rómaborg brennur á ný Yfirvöld í Róm á Ítalíu leita nú logandi ljósi að brennuvargagengi sem farið hefur um borgina að næturlagi og kveikt í farartækjum. Alls hafa 200 bílar og vélhjól brunnið í borginni síðastliðinn mánuð, en sumir bílanna hafa sprungið í loft upp með tilheyrandi skemmdum á nærliggjandi húsum. Engan hefur þó sakað í brununum hingað til en yfirvöld segja það aðeins tímaspursmál hvenær það gerist. 12.8.2005 00:01
Samið um spænsk-íslenska orðabók Háskólinn í Reykjavík og Edda útgáfa undirrituðu í morgun samstarfssamning um útgáfu nýrrar spænsk-íslenskrar orðabókar, en áhugi á spænskunámi hefur farið ört vaxandi hér á landi síðustu misserin. 12.8.2005 00:01
Fjórðungur vill kynlíf daglega Ný, bresk könnun leiðir í ljós að það sem skiptir góðan hluta breskra kvenna máli er kynlíf og það daglega. 27 prósent breskra kvenna svöruðu því til í könnun að þær vildu gamna sér daglega hið minnsta. Konur virðast jafnframt njóta kynlífsins betur nú en fyrir rúmum tíu árum, því 62 prósent aðspurðra sögðust fá fullnægingu. Það gengur því betur hjá þeim en breskum körlum, en aðeins hjá 54 prósentum þeirra lýkur ástarleikjum með fullnægingu. 12.8.2005 00:01
Krotaði á styttu Jóns Sigurðssonar Útlendingurinn sem handtekinn var í Reykjavík í nótt vegna veggjakrots í miðbænum, krotaði m.a. á gamla Landssímahúsið og á styttu Jón Sigurðssonar á Austurvelli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er hann í hópi mótmælenda sem Útlendingastofnun íhugar að vísa úr landi vegna mótmælaaðgerða við Kárahnjúka. 12.8.2005 00:01
Salmonella í taílenskum matvælum Niðurstöður gerlarannsókna á ferskum kryddjurtum og fleiri matvælum frá Taílandi eru ekki viðunandi að mati umhverfisstofnunar. Salmonella hefur greinst í 7 prósentum sýna sem tekin voru í sumar og er það sambærilegt við niðurstöður frá Svíþjóð. Umhverfisstofnun ráðleggur neytendum að meðhöndla ferskar kryddjurtir, grænmeti og ávexti sem hugsanlega eiga uppruna í Taílandi þannig að lágmarkslíkur séu á að krossmengun gerla verði yfir í tilbúin matvæli. 12.8.2005 00:01
Vígsla brautar frestast vegna þoku Ekkert verður að vígslu endurbyggðrar flugbrautar og nýrrar vélageymslu á Grímseyjarflugvelli eins og boðað hafði verið í morgun. Ófært er til Grímseyjar vegna þoku og er stefnt að því að vígslan fari fram í næstu viku. 12.8.2005 00:01
Össur snuprar útgerðarmenn Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur útgerðarmenn á beinið fyrir að ætla að kæra úthlutun byggðakvóta á þeim forsendum að með því sé verið að taka af þeim stjórnarskrárvarin eignarréttindi af því byggðakvótinn minnkar þeirra hlut. 12.8.2005 00:01
Sigrún hættir hjá RKÍ eftir 15 ár Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu eftir 15 ára starf hjá félaginu, þar af 12 ár sem framkvæmdastjóri. Rauði krossinn kveður Sigrúnu með söknuði og þakklæti og þakkar henni frábær störf í gegnum árin. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni. 12.8.2005 00:01
Ísbjörn synti 100 km á sólarhring Vísindamenn hafa nú í fyrsta skipti fylgst með því þegar bjarndýr synti um 100 kílómetra í einni lotu á um það bil sólarhring. Vitað var að birnir ferðast þúsundir kílómetra á ári í fæðuleit en hins vegar var ekki vitað að þeir væru jafn mikilir sundgarpar og raun ber vitni. 12.8.2005 00:01
NASA sendir könnunarfar til Mars Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, sendi í morgun könnunarfar á loft sem halda á til Mars. Geimskotinu hafði verið frestað í tvígang vegna minni háttar tæknivandamála í Atlas 5 eldflauginni, sem ætlað er að flytja könnunarfarið til Mars, en rétt fyrir hádegi þaut hún af stað upp í himingeiminn áleiðis til plánetunnar rauðu. 12.8.2005 00:01
Axlarbrotnaði og marðist í slysi Maður á mótorhjóli sem lenti í árekstri við bifreið til móts við Laugaveg 164 laust fyrir hádegi axlarbrotnaði og marðist á höfði. Bifreiðinni var ekið í veg fyrir mótorhjólið og lenti maðurinn undir henni. Hann var fluttur á sjúkrahús. 12.8.2005 00:01
Eltu meinta tilræðismenn Tveir egypskir lögreglumenn særðust í dag í bardaga við hóp vopnaðra manna sem grunaðir eru um aðild að sprengjutilræðinu í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði sem kostaði 64 lífið. Átökin urðu í helli á Sinai-skaga þar sem mennirnir höfðu falið sig. Lögreglan telur að þeir hafi verið fimmtán talsins. Einn þeirra var handtekinn og auk þess kona sem talin er vega eiginkona annars manns. Hinir sluppu. 12.8.2005 00:01
Kaupa gróðurhús á Gasa Einkaaðilar munu kaupa gróðurhús af ísraelskum landnemum á Gasasvæðinu fyrir um þrettán milljónir dollara þegar landnemarnir yfirgefa Gasa um miðjan þennan mánuð. Kaupendurnir munu svo gefa palestinsku heimstjórninni gróðurhúsin. Um níu þúsund gyðingar flytjast frá Gasasvæðinu. 12.8.2005 00:01
Handtekinn nærri höfuðstöðvum SÞ Bandaríkjamaður var í gær handtekinn fyrir að reyna að komast inn í bílageyslu nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með stóran bensínbrúsa og tvær byssur í bíl sínum. Frá þessu greindu talsmenn Sameinuðu þjóðanna og lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum í dag. 12.8.2005 00:01
Hungursneyð vofir yfir Malí Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag beiðni sína til þjóða heims um aðstoð vegna hungrsneyðar í ríkjum í Vestur-Afríku. Sagði talskona stofnunarinnar að brýn þörf væri fyrir matvæli í Malí ef ekki ætti að fara jafnilla þar og í nágrannaríkinu Níger þar sem fjöldi fólks hefur látist úr hungri vegna þess að hjálp barst ekki í tæka tíð. 12.8.2005 00:01
Kjöt framleitt án dýra Hægt verður innan tíðar að rækta kjöt án þess að dýr komi þar við sögu, að sögn breska líffræðingsins Brians J. Ford, en hann segi tækni sem gerir kleift að rækta kjöt úr dýrafrumum þegar fyrir hendi. Ár gætu þó enn liðið þar til kjöt framleitt á þennan hátt kemur á markaði. 12.8.2005 00:01