Innlent

Mótmæli við Austurvöll

Á fjórða tug mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Hópurinn stóð fyrir gjörningum og að sögn lögreglunnar kom hvorki til óláta né skemmdarverka. Einn mótmælandi sem í þessu tilfelli er Íslendingur var handtekinn fyrir að klæðast lögreglujakka og lögregluhúfu en slíkt er brot á lögreglulögum. Hann var fluttur á lögreglustöðina og færður úr einkennisbúningum. Mómælendur eru enn á Austurvelli og halda gjörningum sínum áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×