Innlent

Dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi var þriðjungi minna í júlí en á sama tíma fyrir ári. 3.135 einstaklingar að meðaltali voru án atvinnu í síðasta mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Í júlí í fyrra voru að meðaltali 4.712 einstaklingar án atvinnu. Heldur meira hefur dregið úr atvinnuleysi karla en kvenna. Atvinnuleysi er 2,3 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 1,4 prósent á landsbyggðinni. Atvinnuleysi mælist minnst á Vesturlandi og Austurlandi, 0,6 prósent á hvoru landsvæði. Mest mælist atvinnuleysið á Norðurlandi eystra, 2,5 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×