Fleiri fréttir

Biðst afsökunar á mútuhneyksli

Forseti Brasilíu, Luis Inacio Lula, hefur beðið þjóðina fyrirgefningar á mútuhneyksli sem hefur orðið þess valdandi að ríkisstjórn hans riðar til falls. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Lula að ríkisstjórnin og Verkamannaflokkurinn þyrfti að biðja þjóðina afsökunar. Hann fullyrti jafnframt að hann hefði ekki vitað um múturnar.

Vegsprengjuárásum fjölgar í Írak

Vegsprengjuárásum á bandarískar flutningabílalestir í Írak hefur fölgað um helming á einu ári. Yfirmaður flutningadeildar hersins sagði að vikulega væru gerðar þrjátíu árásir á bílalestar sem flyttu mat, eldsneyti, vatn, skotfæri og aðrar nauðsynjar. Heimatilbúnar sprengjur eru notaðar í langflestum tilvikum og er þeim komið fyrir í vegkanti þar sem trukkarnir fara um.

Flugvöllurinn lamaðist

Ófremdarástand skapaðist á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær og í fyrrakvöld þegar flugvallarstarfsmenn fóru í skyndilegt samúðarverkfall. Tugþúsundir farþega komust hvorki lönd né strönd.

Útilokar ekki frekari lokanir

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki að landnemabyggðum á Vesturbakkanum verði lokað, þó ekki þeim stærstu. Ísraelsher flytur í næstu viku landnema af Gaza-ströndinni með valdi.

Leitað að lífsummerkjum

Ómönnuðu könnunargeimfari var á föstudagsmorgun skotið út í geiminn frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum. Förinni er heitið til Mars.

Hluti ránsfengsins fundinn

Lögregla hefur fundið örlítinn hluta ránsfengsins sem stolið var úr Banco Central í borginni Fortaleza fyrr í vikunni.

Bakri fær ekki að snúa aftur

Múslimaklerkurinn Omar Bakri fær ekki aftur að koma til Bretlands þar sem breska ríkisstjórnin telur veru hans í landinu ekki vera lengur "til almannaheilla".

Sjíar vilja sambandsríki

Á mánudaginn rennur út fresturinn sem Írakar tóku sér til að semja stjórnarskrá. Sjíar virðast vera að snúast á sveif með Kúrdum um stofnun sambandsríkis en súnníar eru því mjög andsnúnir.

Formsatriði var ekki fullnægt

Danska innflytjendamálaráðuneytið hyggst vísa rússneskri konu, Elenu Jensen, 44 ára, og fimmtán ára gamalli dóttur hennar, úr landi.

Sjaldgæf vískíflaska á 15 millj.

Sjaldgæf flaska af írsku viskíi hefur verið boðin upp á Netinu og er lágmarksboð 100 þúsund sterlingspund, eða fimmtán milljónir íslenskra króna. Flaskan er frá síðari hluta nítjándu aldar og er talin sú síðasta sem eftir er frá Nunnueyjarbrugghúsinu í Galway-sýslu á Vestur-Írlandi. Það hætti framleiðslu árið 1913 og fyrir þá sem vilja reyna að tryggja sér flöskuna er slóðin á uppboðsvefnum whiskyandwines.com.

FÍB vill lægri eldsneytisskatta

Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftarsöfnun á heimasíðu sinni, www.fib.is, þar sem stjórnvöld eru hvött til þess lækka skatta á eldsneyti. Á heimasíðu félagsins segir að eldsneyti til neytenda sé háskattavara hér á landi og að tæp 60 prósent af útsöluverði eldsneytis á bifreiðar renni til ríkissjóðs. Eldsneytisverð hér á landi sé því með því allra hæsta í veröldinni.

Segir Baugsmál storm í vatnsglasi

Dökk mynd er dregin upp af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forsvarsmönnum Baugs í ákærum ríkissaksóknara, að mati breska dagblaðsins <em>The Guardian</em>. Blaðið, sem eitt fjölmiðla hefur fengið að sjá ákærurnar, telur málarekstur ríkisins á hendur sexmenningunum þó ekkert annað en storm í vatnsglasi.

Slösuðust við tökur stórmyndar

Tökur eru ekki fyrr hafnar á stórmynd Clints Eastwoods í Sandvík en óhöppin dynja þar á. Tveir menn slösuðust í dag.

Robin Cook borinn til grafar

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, var borinn til grafar í dag. Gordon Brown fjármálaráðherra, minntist Cooks sem framúrskarandi þingmanns við jarðarförina þar sem allir helstu samstarfsmenn Cooks í gegnum tíðina og rjómi bresku stjórnmálaelítunnar var viðstaddur. Tony Blair var hins vegar ekki á meðal gesta þar sem hann er í sumarfríi og ákvað að breyta áætlunum sínum ekki til að vera við jarðarförina.

Minntust sjóliða á Kursk

Rússar minntust þess í dag að fimm ár eru liðin frá því að kjarnorkukafbáturinn Kursk, stolt Norðurflotans, sökk í Barentshafi. 118 sjóliðar fórust í sprengingunni sem varð um borð í bátnum. Getuleysi hersins í málinu olli miklu uppnámi í Rússlandi og fimm árum síðar er enn þá mörgum spurningum ósvarað. Minnisvarðar um áhöfnina voru afhjúpaðir víða í Rússlandi í dag.

Ekkert rafmagn þegar skólinn hefst

"Við vonum bara að það verði komið rafmagn þegar krakkarnir mæta í skólan í þarnæstu viku en kennararnir sem mæta nú á mánudaginn munu hinsvegar koma að skólanum rafmagnslausum," segir Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri Laugarnesskóla.

Hefur skömm á stjórnarþingmönnum

"Þetta er algjör leikaraskapur og ég hef sífellt meiri og meiri skömm á því hvernig stjórnarþingmenn geta komið fram við fólkið á landsbyggðinni," segir Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslindaflokksins aðspurður um viðbrögð stjórnarþingmanna við ástandinu á Bíldudal.

Íslam og Ísland lofsungið

"Eins og þú sérð þá erum við ekki að smíða kjarnorkuvopn hérna," segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hlæjandi meðan hann leiðir blaðamann um aðsetur félagsins í Ármúla, þar sem staðið er fyrir bænastundum á hverjum föstudegi. </font />

R-listinn virðist í andarslitrunum

Dagar R-listans virðast taldir. Svartsýni um áframhaldandi samstarf ríkir í herbúðum þeirra þriggja flokka sem að honum standa og vilji Vinstri-grænna og Samfylkingar til samstarfs er lítill sem enginn.

Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið

Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna.

Einhleypar konur fái tæknifrjógvun

Einhleypar konur ættu að fá að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun að mati formanns Félags einstæðra foreldra. Hann segir löngu tímabært að afnema það ákvæði í lögum að kona þurfi að vera í samsvistum við karl til að teljast hæfur uppalandi.

Milljónir svelta heilu hungri

Milljónir íbúa Afríkulýðveldisins Nígers svelta heilu hungri. Þurrkur og skæður engisprettufaraldur hefur eyðilagt uppskeruna þar samfellt í tvö ár með hörmulegum afleiðingum.

Bjórneysla tvöfaldast á 12 árum

Íslendingar hafa stóraukið áfengisdrykkju sína og eru nú í þriðja sæti á eftir Dönum og Grænlendingum yfir þær norrænu þjóðir sem mest drekka. Léttvínsdrykkja Íslendinga hefur aukist um meira en helming á sex árum og bjórneysla meira en tvöfaldast frá árinu 1993.

Tekið á móti útgerðum með hörku

Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn.

Tugþúsundir fastar vegna verkfalls

Sjötíu þúsund ferðamenn eru strandaglópar um allan heim þar sem British Airways hefur fellt niður hundruð flugferða. Ástæðan er skæruverkföll starfsmanna.

Samvinna um afnám niðurgreiðslna

Danir og Íslendingar ætla að vinna sameiginlega að afnámi niðurgreiðslna í sjávarútvegi, segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann segir mikilvægt að þjóðirnar samhæfi krafta sína á alþjóðlegum vettvangi.

Fjöregg R-listans hjá VG

Borgarstjórnarflokkur R-listans kom saman til fundar í gær, en margt bendir til þess að hann þurfi næstu mánuðina að starfa við ný skilyrði þar sem dagar R-listans kunna að vera taldir. Félagsfundur Reykjavíkurfélags Vinstri grænna hefur verið boðaður á mánudag en þar kann framtíð samstarfsins að ráðast.

Ekkert hlustað á sakborninga

Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Fréttablaðið birtir ákærurnar í Baugsmálinu ásamt viðtölum við Jón Ásgeir og Jóhannes í dag.

Utanríkisráðherra ráðinn af dögum

Friðarhorfur á Srí Lanka versnuðu enn þegar Lakshman Kadirgamar utanríkisráðherra var ráðinn af dögum í gær. Kadirgamar var skotinn til bana af leyniskyttum skömmu eftir að hann steig upp úr sundlaug við heimili sitt. Tvö skot hæfðu hann, annað í höfuðið og hitt í hjartað.

Nota varðskip við myndatökur

Varðskip Landhelgisgæslunnar verða notuð sem leikmynd við tökur á Flags of our fathers, mynd Clint Eastwood, meðan tökur standa yfir úti fyrir Stóru Sandvík á Reykjanesi. Landhelgisgæslan fær milljón króna á dag fyrir leigu skipanna.

Ráðuneytum verður fækkað

Meðal þess sem rætt hefur verið um endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar er tilkoma aðstoðarráðherra. Forsætisráðherra segir löngu tímabært að hefja vinnu við uppstokkun ráðuneyta.

Innflutningur aldrei hættulaus

"Ég hef verið fylgjandi fyllstu varúð þegar um er að ræða innflutning hingað til lands, hvort sem um er að ræða dýr, afurðir, fósturvísa eða notuð landbúnaðartæki," segir Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma á Keldum.

Efast um lögmætið

Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna lögmæti þess að sjónvarpsstöðin SKY taki ekki við íslenskum greiðslukortum.

Tveimur bjargað af hraðfiskibáti

Tveimur bátsverjunum af hraðfiskibátnum Eyjólfi Ólafssyni sem siglt var upp í fjöru í Aðalvík á Ströndum í nótt var bjargað yfir í björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði um klukkan sjö í morgun. Ekkert amar að mönnunum. Búið er að koma taug á milli bátanna og verður reynt að draga strandaða bátinn á flot á næsta flóði, en háflóð er á svæðinu um hádegisbil.

Mannskætt umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti 10 manns fórust og 14 slösuðust þegar strætisvagn og vörubifreið skullu saman í miðhluta Mexíkó í gær. Slysið varð eftir að vörubíllinn varð bremsulaus í brattri brekku og rann hann því niður á gríðarmiklum hraða á strætisvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Níu farþegar í strætisvagninum létust auk bílstjóra vörubílsins. Slysið átti sér stað 275 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg.

Teknir vegna ógnar við öryggi

Lögreglufyrivöld á Bretlandi hafa handtekið 10 erlenda ríkisborgara þar sem breska innanríkisráðuneytið telur þá vera ógn við þjóðaröryggi landsins. Talið er að jórdanski klerkurinn Abu Qatada sé þeirra á meðal en eftir á að ákveða hvort fólkið verði sent úr landi. Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, vildi ekki staðfesta hvort Abu Qatada væri á meðal hinna handteknu.

Frekari tafir á borun

Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var. Ástæðan er að bergið er mun lausara í sér en reiknað hafði verið með og stöðugt þarf að vera að styrkja það svo að borinn geti haldið áfram. Fyrr í sumar var bor þrjú látinn hætta við að klára sinn áfanga af svipuðum ástæðum og er verið að snúa honum við.

Fleiri ákærðir vegna árása

28 ára gamall Lundúnarbúi hefur verið ákærður vegna tengsla við misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni þann 21. júlí. Honum er gefið að sök að hafa leynt upplýsingum um Hussain Osman sem sagður er hafa ætlað að sprengja upp neðanjarðarlest í vesturhluta Lundúna. Osman var handtekinn á Ítalíu eftir að hafa flúið frá Englandi og hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 1. ágúst.

Frelsaði eiginmann úr fangelsi

Hjón voru handtekin í Bandaríkjunum í gær eftir að eiginkonan frelsaði eiginmanninn úr haldi yfirvalda á þriðjudag. Konan skaut einn fangavarðanna sem lét lífið. Fólkið var handtekið á hóteli í Ohio einum og hálfum sólarhring eftir að það lagði á flótta.

Byrjað á snjóframleiðslukerfi

Akureyringar hefjast handa við það í dag að búa til vetur, eða snjó að minnsta kosti. Framkvæmdir við fyrsta snjóframleiðslukerfi á Íslandi hefjast formlega með skóflustungu í dag og síðan fer allt af stað. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki um miðjan október og að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað formlega eigi síðar en 3. desember. Lengd skíðasvæðisins sem mun njóta snjóframleiðslunnar er um tveir og hálfur kílómetri.

Bensínlítrinn í 118 krónur

Bensínverð hækkar nánast daglega og er nú komið upp í 118 krónur með fullri þjónustu en 110 til 112 í sjálfsafgreiðslu. Miðað við þróun á heimsmarkaði er ekki útlit fyrir að það fari að lækka aftur í bráð. Díselolían hækkar líka og er litlu ódýrari en bensínið. Eins greint var frá í gær eru þjófar farnir að stela díselolíu sem var óþekkt fyrirbæri þar til hún snarhækkaði í verði í sumar.

Felldu uppreisnarmenn í Kólumbíu

Um 30 uppreisnarmenn létust þegar kólumbískar hersveitir gerðu loftárás á herbúðir þeirra í norðvesturhluta landsins í gær. Mennirnir tilheyrðu samtökum vinstri sinnaðra uppreisnarmanna sem stjórnvöld hafa barist við í meira en fjóra áratugi. Um þrjú þúsund manns láta lífið á ári hverju í átökum uppreisnarmanna og lögreglu í Kólumbíu, aðallega óbreyttir borgarar.

Smygli ekki vopnum til Íraks

Írönsk stjórnvöld segja það alrangt að írönskum vopnum sé smyglað yfir landamæri Írans til Íraks eins og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið fram. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir Rumsfeld vera að reyna að breiða yfir mistök Bandaríkjamanna í Írak með þessari yfirlýsingu. Forsætisráðherra Íraks sagði að íröksk öryggisyfirvöld myndu rannsaka ásakanirnar.

Drög að ályktun vegna Írana kynnt

Drög að ályktun hafa verið kynnt hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni þar sem þess er krafist að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst á ný. Enn fremur er þess krafist að fulltrúar stofnunarinnar gangi úr skugga um að Íranar hlíti tilmælum stofnunarinnar.

Vísitala hækkar um 0,21 prósent

Vísitala neysluverðs í ágúst 2005 er 243,2 stig og hækkaði um 0,21 prósent frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 227,5 stig og lækkaði um 0,18 prósent frá því í júlí. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir