Erlent

Frelsaði eiginmann úr fangelsi

Hjón voru handtekin í Bandaríkjunum í gær eftir að eiginkonan frelsaði eiginmanninn úr haldi yfirvalda á þriðjudag. Konan skaut einn fangavarðanna sem lét lífið. Fólkið var handtekið á hóteli í Ohio einum og hálfum sólarhring eftir að það lagði á flótta. Fólkið gekk í hjónaband fyrir þremur mánuðum en maðurinn er síbrotamaður sem hefur tvisvar áður strokið úr haldi lögreglu. Konan er hins vegar hjúkrunarkona sem var rekin úr starfi í fangelsinu, þar sem maðurinn var í haldi, vegna óviðeigandi sambands við hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×