Ekkert rafmagn þegar skólinn hefst 12. ágúst 2005 00:01 "Við vonum bara að það verði komið rafmagn þegar krakkarnir mæta í skólan í þarnæstu viku en kennararnir sem mæta nú á mánudaginn munu hinsvegar koma að skólanum rafmagnslausum," segir Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri Laugarnesskóla. Í sumar hófst Orkuveitan handa við að leggja nýjar rafmagnslagnir en fyrirséð var að þær gömlu myndu ekki anna þeim tækjum sem notaðar verða í nýju mötuneyti skólans sem tekið verður í notkunn nú á haustönn. Vel gekk að koma nýju rafmagnslögnum fyrir þangað til í ljós kom að ekki hafði verið gert ráð fyrir vatnslögnum sem eiga að fara samhliða rafmagnslögnunum. Fyrir þremur vikum var svo lagst í að koma vatnslögnum fyrir og varð þá að taka rafmagn af byggingunni. Símasamband við skólan hefur verið strjált en þó hefur verið hægt að taka við einhverjum símtölum í gegnum farsíma. "Orkuveitan er að vinna að þessu hörðum höndum og vonandi verður rafmagn komið á þegar kennsla hefst eftir rúma viku," segir Þorkell Jónsson deildarstjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Miklar framkvæmdir eiga sér stað í Laugarnesskóla en verið er að reisa viðbyggingu og er ráðgert hún verði öll tilbúinn til vígslu haustið 2006. Það er að minnsta kosti hálfu ári seinna en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Tafirnar eru til komnar vegna hönnunarbreytinga sem samþykktar voru á byggingarferlinu að sögn Þorkels. Viðamiklar breytingar verða svo gerðar á gömlu byggingunni og að sögn Guðmundar skólastjóra er gert ráð fyrir því að þeim verði lokið um haustið 2007. "Við fáum líka nota aðstöðuna í Laugarlækjarskóla á meðan á þessu stendur, maður verður líka að kíkja á björtu hliðarnar," segir Guðmundur sem tók við skólastjórninni um síðustu áramót. Forveri hans virðist líka hafa litið á björtu hliðarnar við þessar aðstæður en hann fór þess á leit við Orkuveituna að hún gerði smá frálögn á sjólögnina sem liggur um svæðið og flytur sjó í Húsdýragarðinn. Það verður því úr að stórt fiskibúr verður í nýju viðbyggingunni þar sem sjávarlífverur svamla í sjávarvatninu úr sjölögninni nemendum til gagns og gamans. Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
"Við vonum bara að það verði komið rafmagn þegar krakkarnir mæta í skólan í þarnæstu viku en kennararnir sem mæta nú á mánudaginn munu hinsvegar koma að skólanum rafmagnslausum," segir Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri Laugarnesskóla. Í sumar hófst Orkuveitan handa við að leggja nýjar rafmagnslagnir en fyrirséð var að þær gömlu myndu ekki anna þeim tækjum sem notaðar verða í nýju mötuneyti skólans sem tekið verður í notkunn nú á haustönn. Vel gekk að koma nýju rafmagnslögnum fyrir þangað til í ljós kom að ekki hafði verið gert ráð fyrir vatnslögnum sem eiga að fara samhliða rafmagnslögnunum. Fyrir þremur vikum var svo lagst í að koma vatnslögnum fyrir og varð þá að taka rafmagn af byggingunni. Símasamband við skólan hefur verið strjált en þó hefur verið hægt að taka við einhverjum símtölum í gegnum farsíma. "Orkuveitan er að vinna að þessu hörðum höndum og vonandi verður rafmagn komið á þegar kennsla hefst eftir rúma viku," segir Þorkell Jónsson deildarstjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Miklar framkvæmdir eiga sér stað í Laugarnesskóla en verið er að reisa viðbyggingu og er ráðgert hún verði öll tilbúinn til vígslu haustið 2006. Það er að minnsta kosti hálfu ári seinna en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Tafirnar eru til komnar vegna hönnunarbreytinga sem samþykktar voru á byggingarferlinu að sögn Þorkels. Viðamiklar breytingar verða svo gerðar á gömlu byggingunni og að sögn Guðmundar skólastjóra er gert ráð fyrir því að þeim verði lokið um haustið 2007. "Við fáum líka nota aðstöðuna í Laugarlækjarskóla á meðan á þessu stendur, maður verður líka að kíkja á björtu hliðarnar," segir Guðmundur sem tók við skólastjórninni um síðustu áramót. Forveri hans virðist líka hafa litið á björtu hliðarnar við þessar aðstæður en hann fór þess á leit við Orkuveituna að hún gerði smá frálögn á sjólögnina sem liggur um svæðið og flytur sjó í Húsdýragarðinn. Það verður því úr að stórt fiskibúr verður í nýju viðbyggingunni þar sem sjávarlífverur svamla í sjávarvatninu úr sjölögninni nemendum til gagns og gamans.
Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Biggi ekki lengur lögga Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira