Innlent

Nota varðskip við myndatökur

Varðskip Landhelgisgæslunnar verða notuð sem leikmynd við tökur á Flags of our fathers, mynd Clint Eastwood, meðan tökur standa yfir úti fyrir Stóru Sandvík á Reykjanesi. Landhelgisgæslan fær milljón króna á dag fyrir leigu skipanna. Framleiðendur myndarinnar óskuðu eftir aðkomu tveggja varðskipa. Stjórnendur Landhelgisgæslunnar samþykktu að leigja Óðinn, sem ekki er notaður nema þegar Ægir og Týr eru í viðgerð, og leggja annað varðskip til þegar önnur verkefni Landhelgisgæslunnar koma ekki í veg fyrir það. Einn yfirmaður hjá Landhelgisgæslunni er á launaskrá sem ráðgjafi við gerð myndarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×