Innlent

Frekari tafir á borun

Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var. Ástæðan er að bergið er mun lausara í sér en reiknað hafði verið með og stöðugt þarf að vera að styrkja það svo að borinn geti haldið áfram. Fyrr í sumar var bor þrjú látinn hætta við að klára sinn áfanga af svipuðum ástæðum og er verið að snúa honum við. Þrátt fyrir þessar tafir segja Landsvirkjunarmenn að göngin eigi að geta orðið tilbúin á tilsettum tíma, en nú sé farið að ganga á þann tíma sem áætlaður var til frágangsvinnu frá því að borun lýkur og þar til vatni verður hleypt á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×