Erlent

Drög að ályktun vegna Írana kynnt

Drög að ályktun hafa verið kynnt hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni þar sem þess er krafist að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst á ný. Enn fremur er þess krafist að fulltrúar stofnunarinnar gangi úr skugga um að Íranar hlíti tilmælum stofnunarinnar. Því er hins vegar ekki hótað að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem gæti sett viðskiptabann á Íran. Bregðist Íranar ekki við tilmælum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er látið að því liggja að málinu verði vísað til Öryggisráðsins í september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×