Fleiri fréttir

Mikil loftmengun í Malasíu

Yfirvöld í Malasíu hafa lýst yfir neyðarástandi á tveimur svæðum í landinu vegna mikillar loftmengunar sem rekja má til reykjarmakkar sem stígur frá brennandi skógum á Súmötru í Indónesíu. Svæðin sem um ræðir eru nærri höfuðborginni Kúala Lúmpúr og eru mjög þéttbýl.

Ófyrirséð vandamál við borun

Bor númer tvö af þremur risaborum á Kárhnjúkasvæðinu hefur upp á síðkastið gengið mun hægar en ráðgert var og hafa ófyrirséð vandamál verið meiri en reiknað var með.

Ákvörðun um mótmælendur í dag

Útlendingastofnun hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort tólf erlendum mótmælendum, sem hafa undanfarið dvalist við Kárahnjúka og meðal annars valdið þar eignaspjöllum, verði vísað úr landi. Erindi þess efnis barst frá Sýslumanninum á Eskifirði fyrir helgi en í samtali við forstöðumann Útlendingastofnunar nú rétt fyrir hádegisfréttir kom fram að ákvörðun lægi ekki fyrir í málinu, en hennar væri að vænta síðar í dag.

Enginn hafi gengið að tilboði

Hesthúsaeigendum í Kópavogi barst skömmu fyrir mánaðamót tilboð frá óstofnuðu hlutafélagi í hesthús á svokölluðu Gustssvæði ofan við Smáralindina. Tilboðið rann út í gær og ekki er vitað til þess að nokkur hafi gengið að tilboðinu.

Enn á gjörgæsludeild eftir slys

Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús.

Aðeins kröfur en ekki hótanir

Evrópusambandið krefst þess að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst í gær. Engu er hins vegar hótað verði ekki brugðist við kröfunum.

Minni útleiga leiði til betri hags

Útvegsmenn, sem þessa dagana þiggja ókeypis byggðakvóta frá stjórnvöldum, leigja margfalt það magn út úr sveitarfélögunum þannig að með því einu að draga úr útleigunni myndi hagur í héraði væntanlega vænkast.

Sky lokar á íslenska áskrifendur

Sky hefur ákveðið að loka fyrir íslenska áskrifendur. Ástæðan er að íslensk fyrirtæki auglýsa áskrift að stöðinni en fyrir því hafa þau ekki leyfi.

Ekki bjartsýnn á R-listaframboð

Í kvöld ætti að skýrast hvort áframhald verði á samstarfi R-lista flokkanna. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segist hafa verið bjartsýnn á samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna í aðdraganda síðustu tvennra borgarstjórnarkosninga, er það ekki lengur.

Ungbarn nærri drukknað í baðkari

Fyrir skemmstu var fimm mánaða gamalt barn nærri drukknað í baðkari. Verið var að baða barnið og sat það í þar til gerðu baðsæti en litið var af því eitt augnablik og losnaði baðsætið með þeim afleiðingum að barninu hvolfdi.

Mismunun verði afnumin með öllu

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að afnema alla mismunun á grundvelli kynhneigðar í ályktun sem félagið samþykkti í janúar síðastliðnum og ítrekar nú í tilefni umræðu síðustu daga. Í ályktun SUS segir að í lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir séu ákvæði sem fela í sér þessa mismunun og það sé ekki líðandi.

Matvælaráðherra Dana í heimsókn

Hans Christian Schmidt, matvælaráðherra Danmerkur, er nú staddur í vinnuferð hér á landi til að kynna sér íslenskan sjávarútveg. Ráðherrann á fund með Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í dag auk þess sem hann mun heimsækja sjávarútvegs- og sölufyrirtæki á næstu dögum.

Leita manns á Þingvöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað rétt fyrir klukkan tvö til að aðstoða lögregluna á Selfossi og björgunarsveitir þar við að leita manns sem ekkert hefur spurst til síðan í gærkvöld. Maðurinn sást síðast á ferli við Þingvelli í gær samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar en lögreglan á Selfossi neitar að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

250 lán veitt til listaverkakaupa

Fjöldi fólks hefur nýtt sér vaxtalaus lán KB banka til listaverkakaupa. Flest lánin eru á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en mest er hægt að fá 600 þúsund krónur lánaðar. </font /></b />

Gripnir með fíkniefni í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum.

Íhuga málsókn vegna byggðakvóta

Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, íhugar nú að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra og ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. LÍÚ telur að aðgerðir sjávarútvegsráðherra jafngildi eignaupptöku og standist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt.

Besti bjórinn búinn til í klaustri

Besti bjór í heimi er framleiddur í klaustri í Belgíu ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðunni ratebeer.com. Þúsundir bjóráhugamanna frá 65 löndum tóku þátt í könnuninni og flestir voru á því að Westvleteren 12 væri sá allra besti. Bjórinn framleiða 30 munkar í klaustri heilags Sixtusar af Westvleteren í vesturhluta Belgíu á milli þess sem þeir biðjast fyrir og sinna almennum rekstri klaustursins.

Endurgreitt ef efi vaknar

Það kostar 29.900 krónur að sitja sjö klukkustunda námsstefnu með fyrirlesaranum Brian Tracy í Háskólabíói í október.

Abu Qatada meðal hinna handteknu

Jórdanski klerkurinn Abu Qatada, sem starfað hefur á Bretlandi og hefur verið undir lögreglueftirliti, er á meðal þeirra tíu manna sem handteknir voru í Bretlandi í morgun þar sem þeir eru taldir ógna öryggi þjóðarinnar. Lögfræðingur Qatada staðfestir þetta við <em>Reuters</em>-fréttastofuna.

Maður sem leitað var að fundinn

Maðurinn sem leitað var að á Þingvöllum er fundinn heill á húfi. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var einn á ferð með kajak og hafði fengið sér veiðileyfi í Þingvallavatni í dag, en lögregla hafði verið beðin um að leita hans vegna þess að bíll hans hafði verið yfirgefinn í allnokkurn tíma. Bæði björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út til að leita mannsins um klukkan tvö í dag en hann fannst fljótlega sem fyrr segir.

Loka á áskrifendur SKY á Íslandi

Samtök myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa komist að samkomulagi við SKY sjónvarpsstöðina að hér eftir verði ekki hægt að greiða fyrir áskriftir með íslenskum kreditkortum. Hafa nokkrir söluaðilar auglýst aðgang að stöðvum SKY, þar á meðal enska boltanum, með sérstökum búnaði til þess arna en nú er að mestu loku fyrir það skotið að það sé hægt.

Segja gagnrýni á rannsókn réttmæta

Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson, aðstandendur tveggja fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði, hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar undir forystu Sigurðar Líndals lagaprófessors var birt. Yfirlýsingin en birt í heild sinni hér.

Tafir á Heathrow vegna verkfalls

Talsverð seinkun hefur orðið á flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í dag vegna verkfalls starfsmanna British Airways. Tæplega 700 starfsmönnum fyrirtækisins Gate Gourmet sem sér um flugeldhúsin á Heathrow-flugvelli var sagt upp í gær og lögðu starfmenn British Airways niður vinnu í dag til að sína þeim stuðning.

Vilja úttekt á nýju leiðakerfi

Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði flutti í dag tillögu þar sem skorað var á forstjóra Strætós bs. og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn fyrirtækisins að beita sér fyrir ýtarlegri úttekt á nýju leiðakerfi Strætós.

Fresta aftur för könnunarfars

Vandræðagangur bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, virðist engan endi ætla að taka því í dag var ákveðið að fersta flugtaki könnunarfars sem ætlað er að fara til Mars. Ástæðan fyrir frestuninni er bilun í skynjurum á eldflaug sem sér um að koma geimfarinu á loft. Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem flugtakinu er frestað.

Geðlyfjaneysla mest í Köben

Íbúar Kaupmannahafnar nota helmingi meira af svefn- og geðlyfjum en íbúar Borgundarhólms og danskar konur neyta helmingi meira af sömu lyfjum en karlar. Þetta sýnar tölur Apótekarafélags Danmerkur, en greint er frá þeim í danska blaðinu <em>Politiken</em>.

Greiði tíu milljónir vegna árásar

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu tæplega 10 milljóna króna í miskabætur fyrir að hafa ráðist ásamt félaga sínum á mann um tvítugt fyrir utan veitingastaðinn Subway í Austurstræti árið 1998. Hin seki sló manninn þá með kreptum hnefa í andlitið með þeim afleiðinugm að hann féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í gagnstétt.

Olíutunnan í 66 dollara í dag

Hráolíuverð heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 66 dollara á tunnuna á Bandaríkjamarkaði. Þær miklu hækkanir sem átta hafa sér stað á síðustu dögum eru fyrst og fremst raktar til ótta vegna óstöðugleika við Miðjarðarhafið. Þetta hefur jafnframt valdið hækkunum á eldsneytisverði hér heima, en bensínið kostar nú á bilinu 110 til 112 krónur lítinn í sjálfsafgreiðslu en tæpar 120 krónur með fullri þjónustu.

Vilja taka strax á strætóvanda

"Við viljum taka á þeim mikla vanda sem skapast hefur með nýju leiðakerfi Strætó bs. strax," segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann óttast að glundroði skapist þegar skólarnir hefjast 22. ágúst.

Verðbólguaukning mikið áhyggjuefni

ASÍ segir á fréttavef sínum að sú mikla verðbólguaukning sem orðið hafi að undanförnu séu slæm tíðindi fyrir þá sem láta sig stöðugleika varða, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,21 prósent á milli júlí og ágúst. Niðurstaðan þykir koma nokkuð á óvart þar sem opinberar spár um vísitöluna lágu á bilinu -0,2 prósent til 0 prósent.

Enn eitt metið slegið

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu en í gær fór verðið á fatinu í fyrsta sinn yfir 65 dali. Fellibyljir í suðurhöfum og kjarnorkuáætlun Írana eru á meðal orsaka hækkananna, að ógleymdri hryðjuverkaógninni.

Neita brotum á vinnulöggjöf

"Það var algjörlega farið eftir vinnulöggjöf í þessum efnum, að höfðu samráði við lögfræðinga okkar," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands um fram komna stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna framkvæmdar talningar atkvæða um kjarasamning sjómanna.

Skorað á Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta.

Skorað á Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta.

Nýr forseti í Súdan

Salva Kiir Mayardit sór í gær embættiseið sem fyrsti varaforseti Súdans. Við sama tækifæri tók hann við stjórnartaumunum í Suður-Súdan.

Sagðir ógnun við öryggi landsins

Breska lögreglan hefur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir.

Stoltenberg vísar gagnrýni á bug

Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, vísar á bug skoðun Ingu Lønning, þingmanns Íhaldsflokksins, um að vinstriflokkarnir gætu aldrei komið sér saman um ríkisstjórnarsamstarf vegna ágreinings um utanríkismál.

Bréfberi í steininn

Eystri-landsréttur hefur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslukortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kortin og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess.

Mótmæli harðlínumanna halda áfram

Ísraelskir harðlínumenn hafa í dag haldið áfram að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi landnema af Gasasvæðinu, en þúsundir þeirra söfnuðust saman á götum Tel Aviv. Þar kröfðust þeir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hyrfi strax frá brottflutningnum, en hann er liður í samkomulagi við Palestínumenn.

Verkfalli í gulliðnaði aflýst

Verkfalli í gulliðnaði í Suður-Afríku, sem staðið hefur síðan á sunnudag, lauk í dag eftir að stærsta verkalýðsfélag námuverkamanna í landinu náði samkomulagi við gullframleiðendur um hærri laun til handa verkamönnunum. Alls lögðu um 100 þúsund námuverkamenn niður vinnu til að knýja á um betri kjör og við það lamaðist gullframleiðsla í landinu nánast algjörlega, en Suður-Afríka er stærsti framleiðandi gullstanga í heiminum.

Mikið rætt um Strætó í borgarráði

Umræður um nýtt leiðakerfi Strætó voru fyrirferðarmiklar á fundi borgarráðs í dag að því er fram kemur í tilkynningu aðstoðarmanni borgarstjóra. Forstjóri Strætós kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu nýja kerfisins og svaraði spurningum borgarráðsfulltrúa.

Hótar að vísa mótmælendum úr landi

Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla.

Deilt um byggðakvóta

"Við getum ekki lengur sætt okkur við eignaupptöku sem sjávarútvegsráðherra stendur fyrir," segir Magnús Kristinsson, útvegsmaður í Vestmannaeyjum.

Fluttur slasaður til Reykjavíkur

Ökumaður fólksbíls var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árekstur við flutningabíl við Mótel Venus í Borgarfirði snemma í gærmorgun.

Með talsvert magn fíkniefna

Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru.

Sjá næstu 50 fréttir